Austurland


Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 4
jlUSTURLAND ^1*5*! Anrtnrtandl ajivnsx w*u^u Sfanar 7571 ^ 7454 Neskaupstað, 25. október 1979. GerÍSt ásklifendur Eflum heimabyggðina. Skiptum við sparisjóðinn. SPARISJÓBUR NORÐPJARDAR Menntaskólinn vígður sunnudaginn 14. oktober að viðstöddu fjölmenni Vígslan hófst með athöfn í Egilsstaðakirkju ki. 14.00, og var kirkjan péttsetin. Organistinn Jón Olaíur Sigurðsson iék orgelverk eftir Johan Sebastian Bach. Sókn- arpresturinn séra Vigfús lngvar lagvarsson predikaði, og vék að gildi menntunar og samtvinnun kirkju og skóla í gegnum aldirn- ar. Þá tók til máls Ragnar Arn- alds menntamálaráðherra, og lýsti hann peirri endurskoðun sem færi íram í framhaldsskólakerfinu, og á hvern hátt sú endurskoðun hef- ur gefið fleiri möguleika á námi en áður var. Menntaskóli Austur- lands gefur nú ungmennum mögu- leika á námi í sínum fjórðungi. Heildarkostnaður við smiði skólans er 570 milljónir en á pessu ári hefur verið unnið fyrir 307 millj. Það húsnæði sem nú er tekið í notkun er % af pví hús- næði sem skólanum er ætlað er hann verður fullbyggður. Þá sungu kirkjugestir: Eg vil elska mitt land. Þá hélt rektor Vilhjálmur Ein- arsson skólasetningarræðu. Skóla- Fáskrúðsfjörður: Snarparí soítun Síldarsöltun hófst hjá Pólar- síld á Fáskrúðsfirði 12. september og hafa nú verið saltaðar 4.000 tunnur. Þá hafa einnig verið fryst 55 tonn af síld hjá fyrirtækinu: 30 tonn til útflutnings og 25 tonn til beitu. Síldarsöltun hófst nú hér fyrr en áður og hefur verið snarpari, enda hafa allmargir reknetabátar lagt hér upp. Vonir standa til, að nokkurt framhald geti orðið á síldarsöltun hér í haust, pví að prír heima- bátar munu stunda síldveiðar í nót. Sólborg og Þorri fara til síld- veiða næstu daga og Guðmundur Kristinn mun hefja síldveiðar í byrjun nóvember. — B. S. starfið hófst 1. okt. og eru 100 nemendur í skólanum, á fyrsta ári eru 36 nemar, 2. ári 29 nemar og á 3. ári 34 nemar. Fastráðnir kennarar eru 7, en stundakennar- ar 9. Ef talið er allt starfslið og nemendur við skólann eru það 130 manns. Rakti Vilhjálmur í ræðu sinni aðdragandann að bygg- ingu skólans, og hver voru helstu sjónarmið er upp komu. Skóla- húsinu var valinn staður á Egils- stöðum 1971, en vinna hófst við byggingu hússins 1973. Aðalverk- taki hefur verið byggingarfélagið Brúnás. Þá lýsti skólameistari náms- framboði og kennslufyrirkomu- lagi, og taldi hann, að með skóla pessum ættu aðrir skólar á Aust- urlandi að eflast og vaxa. Þá bauð skóiameistari til kaffiveitinga í hinu nýja skólahúsi, og væri húsið jafnframt til sýnis. Vilhjálmur Einarsson skólameistari ísland Að lokum var sungið: ögrum skorið. Veður var hið fegursta og gengu flestir frá kirkju til hins nýja skólahúss. Biðu par veglegar veit- ingar, og gengu par til borðs allir aldurshópar, og ríkti glaðværð Ragnar Amalds fyrrv. menntamálaráðherra yfir. Þá var smá athöfn á staðn- um, ýmsir aðilar fluttu ávörp. Má nefna meðal ræðumanna: Guðmund Magnússon, sveitar- stjóra Egilsstöðum, Tómas Árna- son, fjármálaráðherra, Hjörleif Framh. á 2. síðu Menntaskólinn Egilsstöðum. „Megi gifta fylgja því skólastarfi Við vígslu Menntaskólans flutti Hjörieifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra fyrrv. form. byggingarnefndar skólans ávarp og sagði þar m. a.: „Ég vil nota petta tækifæri til að pakka öllum þeim mörgu er bygginganefnd skólans átti sam- starf við, á meðan ég kom par við sögu, sem og öllum er lagt hafa hönd að verki við byggingar fyrir skólann. Um leið og við gleðjumst yfir pví, að skólastarf er hér hafið, ber okktir að minn- ast pess, ekki síst peim er fara með umboð Austfirðinga á Alpingi, að hér er byrjað við bráðabirgðaað- stæður að pví er kennsluhúsnæði varðar og knýjandi er, að í engu verði slakað á varðandi uppbygg- ingu skólans uns hér er komin fyr- irmyndaraðstaða. Slíkt tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma, en pví má una, ef samfella helst í uppbyggingu og pað tryggt að sem hér er hafið" skólinn lendi ekki í kreppu vegna ytri skilyrða. En svo nauðsynlegt sem gott htisnæði er fyrir pennan skóla sem aðra, þarf fleira til að koma, svo árangri sé náð. Hið innra starf skólans, hin daglega önn, er pað sem úrslitum ræður. Á Frunh. á 2. tíðv AUSTFIRÐINGAR AUSTURLAND er blað austfirskrar alþýðu til sjávar og sveita, og hefur staðið við hlið hennar í baráttunni í 29 ár. AUSTURLAND kemur vikulega út og leitast við að flytja fréttir úr byggðarlögum fjórðungsins og tengir þar með íbúa hans sterkari böndum, tekur upp baráttu- mál þeirra og er vettvangur umræðu um þau mál er fjórðunginn snerta svo og þjóðina í heild. í AUSTURLANDI geta kjósendur kynnt sér stefnu Alþýðubandalagsins og baráttu þess ekki síst með hags- muni landsbyggðarinnar í huga. Framundan eru kosningar og austfirskir kjósendur þurfa að gera upp sinn hug við erfiðari aðstæður, en lengi áður. Þeir þurfa að standa saman í baráttu gegn öflum sem virðast ætla að ganga gróflega á hagsmuni Austfirðinga og eru raunar þegar byrjuð. Með því að gerast áskrifandi að AUSTURLANDI tryggirðu þér vikulegar upplýsingar um líf, störf og baráttu íbúa Austfirðingafjórðungs. Kosningastarfið hafið Stjórn kjördæmisráðs kom saman til fundar á sunnu- daginn á Egilsstöðum til að undirbúa tillögur um fram- boðslista Alþýðubandalagsins í komandi alþingiskosn- ingum til kjördæmisráðs. í nefndinni eiga sæti 10 fulltrúar frá hverju Alþýðu- bandalagsfélagi á svæðinu. Kjördæmisráð kemur saman á næsta sunnudag til að taka afstöðu til framboðsmálanna. Þá er í undirbúningi starf á hinum einstöku stöðum. Kosninganefndir hafa sums staðar þegar verið kjörnar og fjárframlög í kosningasjóð eru að hefjast. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu verður aðalkosningarniðstöð Alþýðubandalagsins í kjördæm- inu í Neskaupstað og opnar í dag fimmtudag. Á ábyrgð íhaldsms Kratar halda áfram að níð- ast á Austfirðingum. Kjartan Jóhannsson dró enga dul á pað í viðtali við Moggann, að hans fyrsta verk eftir að hann tók við viðskiptaráðuneytinu hafi verið að athuga hvort hann gæti ekki látið krók koma á móti bragði og afturkallað leyfi Norðfirðinga til erlendrar lántöku vegna skipaskipta. Ekki mun ráðherrann hafa fundið neina smugu, a. m. k.: hefur leyfið ekki verið aftur- kallað þegar petta er skrifað. En nú hefur enn verið vegið í sama knérunn. Bragi Sigur- jónsson, iðnaðarráðherra af náð fhaldsins, hefur afturkall- að ákvörðun fyrirrennara síns, Hjörleifs Guttormssonar, um virkjun Bessastaðaár, en sú virkjun hefur verið eitt helsta áhugamál Austfirðinga. Þessi ákvörðun er byggð á nijög vafasömum lagagrundvelli, svo ekki sé meira sagt, engu síður en sú ákvðrðun Kjartans 16- hannssonar að taka f eigin hendur lánaúthlutun Fiskveiði- sjóðs. Stöðvun Bessastaðaárvirkjun ar er stefnumarkandi og stór- pólitísk ákvörðun. Eins og kunnugt er er stuðningur íhaldsins við kratastjórnina bundinn því skilyrði, að hún taki engar slíkar ákvarðanir án samþykkis pess. Það verður pví að lfta svo á, að íhaldið hafi sampykkt frestun Bessa- staðarárvirkjunar og beri á henni f ulla ábyrgð. Og Sverrir Hermannsson getur ekki með vaðii sínum komist undan pessarí ábyrgð nema hann lýsi yfir andstöðu við ríkisstjórnina og reyni að fá flokk sinn til að afturkalla stuðning sinn við hana. Og hvað segir Erling Garð- ar, helsti talsmaður krata á Austurlandi, um pessa hrak- smánarlegu meðferð á vinkonu sinni Bessý, sem hann hefur tekið miklu ástfóstri við? Skyldi Bjarna Guðnasyni Þykja fýsilegt að bjóða sig aft- ur fram á Austurlandi pegar sýnilegt er, að hann tapar öllu því, sem hann vann í fyrra? B. Þ. Gamaldags kómedía Fyrir nokkrum dögum var frá því sagt í fréttum ntvarps- ins, að sýningar væru hafnar á sjónleiknum Gamaldags komedia. Leikstjóri var sagð- ur Benedikt Gröndal. Skyldi hér vera um að ræða „mannleg mistök", eða 'ætli sá, sem tók fréttina saman, hafi ekki staðist freistinguna haf- andi í huga pá gamaldags komedíu, sem Benedikt Gröndal leikstýrir nú — B. Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.