Austurland


Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 25.10.1979, Blaðsíða 3
Utankjörfundarkosning Utankjörfundarkosning vegna alpingiskosninganna 2. og 3. desember mun hefjast laugardag- inn 10. nóvember, en skilafrestur á framboðslistum rennur út 7. nóvember. Austfirðinga- félagið 75 ára Austfirðingafélagið í Reykjavík er 75 ára um þessar mundir. Mun félagið minnast þessara tímamóta föstudaginn 2. nóvember með hófi að Hótel Sögu. Þar mun formað- ur Austfirðingafélagsins frú Guð- rún K. Jörgensen flytja ávarp. Samkórinn Bjarmi frá Seyðisfirði mun syngja, söngstjóri Gylfi Gunnarsson. Heiðursgestir sam- komunnar verða Eysteinn Jónsson fyrrv. alþm. og frú. Veislustjóri verður Helgi Seljan alþm. Aðgöngumiðar verða seldir á skemmtunina að Hótel Sögu 31. okt. og 1. nóv. Allur ágóði af skemmtuninni mun renna til Sum- arbúða kirkjunnar að Eiðum. Perusaia Hin árlega perusala Lions- klúbbs Norðfjarðar verður laug- ardaginn 27. október. Ávallt hefur verið vel tekið á móti Lionsmönnum, þegar þeir hafa heimsótt bæjarbúa í þessum erindagjörðum og vona þeir, að svo muni einnig verða að þessu sinni. Allur ágóði af perusölunni renn- ur sem fyrr til góðgerðamála inn- an f jarðar. Athugið Björgunarsveitina Gerpi vantar góða kolaeldavél helst með vatns- kassa. Vélina á að nota í Sand- vík. Vinsamlegast hafið samband við Tómas í síma 7216. rÆÆ?ÆWÆM7Æ3TÆU?ÆWÆKt Bffl tíl sölu Lada Sport árgerð 1978. Uppl. í síma 7557, Neskaupstað. Alþýðubandalagið hvetur alla stuðningsmenn flokksins, sem fjar- staddir kunna að verða á kjördag að greiða sem fyrst atkvæði utan kjörfundar. Jafnframt eru stuðn- ingsmenn hvattir til að veita kosningaskrifstofum eða umboðs- mönnum G-listans hið fyrsta upp- lýsingar um fjarstadda stuðnings- menn, ekki síst þá er dveljast er- lendis eða eru á förum til útlanda. Haustf undur Kvenfélagsins Nönnu Norðfirði verður haldinn í Egils- búð mánudaginn 29. okt. kl. 21.00. Rætt verður um vetrarstarfið. — Munið árgjaldið. Selt verður kaffi. — Mætum allar. STJÓRNIN Nýkomið í byggingavörudeild: Gólfdúkar mikið úrval. — Teppi 5 litir. Nótaður útikrossviður. — Skopan þilplötur 9 mm, 12 mm, 15 mm, 18 mm og 22 mm. Einnig vorum við að taka upp kaffi- og matarsett. Staka bolla og diska (CilnKraft ensk leirvara). Vatnsglös og niðursuðukrukkur. Kaupfélagíð FRAM Norðfirðingar — Sala á nautgripakjöti fer fram í sláturhúsinu Neskaup- stað laugardaginn 26. okt. nk. milli kl. 10—16. Kaupfélagið FRAM MEÐ GRACE FRODUHREINSUN er leikur einn að þrífa frystihúsið, sláturhúsið, og i'iskibátínn. GRACE ÞRÍFUR ALLT. Hringdu og við komum og sýnum hvað auðveld öll þrif verða. — Froðuhreinsun er framtíðin. — Einkaumboð á íslandi K. JÓNSSON & CO. HF. Hverfisgata 72 — Reykjavík — lceland — Phone 12452 — P.O. Box 5189 Egilsbúð Sími 7322 Neskaupstað Fimmtudaginn 25. okt. HIN RÍKJANDI STÉTT. Æsispennandi mynd með Peter O'Toole í aðalhlut- verki. Fyrsta vetrardag, laugardaginn 27. okt. kemur hin geysivinsæla hljómsveit BRUNALIÐBÖ. Kl. 5 verður hún með FJÖLSKYLDUSKEMMTUN. Spilað verður BINGO og svo fara fram ýmis skemmtiatriði Kl. 10 hefst svo DANSLEIKUR sem allir hafa beðið eftir. Nú koma allir AUSTFIRÐINGAR í EGILSBÚÐ. Þeir skilja stressið eftir heima og slappa af í góðum leik. Sunnudaginn 28. okt. verður hin stórbrotna og skemmti- leg mynd SKASSIÐ TAMID sýnd. í aðalhlutverki eru hin frægu EUzabeth Taylor og Richard Burton. Sýnd bæði kl. 3 og 9. — Hækkað verð. íbúðir til sölu Til siölu er íbúð að Miðsttæti 22 og Strandgötu 20 A Neskaupstað. Upplýsingar gefur VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA GVÐMUNDAR ÁSGEIRSSONAR Melagötu 2 — Neskaupstað Sími 7677 ML NESKAUPSTAÐUR Til gjaldenda Fimmtudaginn 1. nóv. n. k. er fjórði gjalddagi eftir- stöðva útsvara og aðstöðugjalda. Fimmtudaginn 15. nóv. reiknast 4,5% dráttarvextir á öll vanskil. Forðist óþarfa ópægindi og gerið skil tímanlega. BÆJARGJALDKERI Austfirðingar Sparið fé og fyrirhöfn og búið í hjarta borgarinnar, J?ar sem leikhús, verslanir og önnur þjónustufyrirtæki eru í seilingarfjarlægð. Njótið þægilegs umhverfis, góðra veitinga og 1. flokks )>jónustu á Hótel Borg. — Verið velkomin. Munið helgarferðirnar og hagstæð kjör á hópferðum. Hólel í fararbroddi í hálfa öld.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.