Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 4

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 4
þegar ég var lagztur upp á dívan litlu síðar og byrjaður að lesa, fylltist brjóstið þessari björtu hljóðlátu gleði sem ljóð og vor eru alltaf að reyna að tendra í okkur „svefngöngum vanans“ — með misjöfnum árangri, því miður. Ég veit ekki annað um höfundinn en að hann var sonur Theodóru skáldkonu og Skúla Thor- oddsen, dó ungur, og vinur hans, Tómas Guð- mundsson skáld, hefur ort eftir hann eitt af sínum fegurstu ljóðum: JÓN THORODDSEN cand. jur. IN MEMORIAM I dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast æfinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast æfi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki — Flugur er aðeins fimmtíu og fjögurra síðna kver í mjög litlu broti; í því eru 14 prósaljóð og einn ljóðrænn leikþáttur. Prósaljóð — hvað er nú það? mun einhver spyrja: getur prósi. óbundið mál, verið Ijóð? Svörin hljóta að fara að miklu leyti eftir strengjunum í brjósti þess sem fyrir svörum verður. Þess vegna get ég ekki vænzt, að öðrum finnist svar mitt fullnægjandi en þeim sem njóta ljóðs með líkum hætti og ég: Ljóð verð- ur að eiga póetískt innra líf jafn raunverulegt og lífið í brjósti okkar, alls staðar nálægt og skynjanlegt við lestur þess; — og þetta póet- íska líf gefur ljóði sérstakan tón og töframátt sem ekki er hægt að ná í venjulegu óbundnu máli — miklu fremur í tónlist, dansi, leik- eða myndlist. Þetta er mergur málsins: innra líf, en ekki ytri búningur orðlistar sker úr því, hvort hún er ljóð eða ekki. Kvæði getur verið gersneytt póetísku lífi — er þá aðeins bundinn prósi. Prósi getur átt póetískt líf — er þá ó- bundið ljóð. í skemmstu máli: Prósaljóð er sjálfstætt listaverk í óbundnu máli gætt póet- ísku lífi. Prósaljóðlist hefur verið iðkuð um aldir með öðrum þjóðum, og óbundin Ijóð njóta þar sama þegnréttar og bundin. Allmörg íslenzk skáld hafa ort óbundin ljóð með góðum árangri, og má þar til nefna Jóhann Sigurjóns- son, Jóhann Jónsson, Jakob Jóh. Smára, Sigurð Nordal, Hannes Sigfússon og Thór Vilhjálms- son, en eina íslenzka prósaljóðabókin, sem ég hef rekizt á, er Flugur eftir Jón Thoroddsen. Ástarfuninn hefði ekki orðið heitari, æsku- gleðin bjartari, treginn yfir glötuðu tækifæri dýpri, póesía forgengileikans hreinni í bundnu máli en þessu margslungna óbundna ljóði: ÁSTARSAGA Ég er ung stúlka, sem dansa eftir veginum og syng. Þegar ég mæti honum, hætti ég og hlæ. Hvers vegna hætti ég og hlæ? Ég dansa eftir veginum og syng. Þegar ég mæti hon- um, hætti ég og hlæ. Hvers vegna hættið þér að syngja? Ég veit þaS ekki. Hvers vegna hlæiS þér? Ég veit þaS ekki. En ég veit þaS. Þér eigiS gimstein, sem þér ætlið aS gefa. Ég dansa eftir veginum og syng. ÁSur en ég mæti honum, sný ég við og flýti mér. Hann nær mér og réttir fram hendumar: Gimsteininn. Ég skil ySur ekki. Þér elskiS mig. Hann tekur utan um mig og kyssir mig. Hann tók utan um mig og kyssti mig. 4 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.