Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 5

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 5
Ég er gömul kona, sem geng eftir veginum og græt. Ég mæti honum aldrei oftar. Hvers vegna geng ég eflir veginum og græt? Ég á gimstein, sem ég get ekki gefið. . Æskukæti og ríkur hæfileiki að koma mönn- um þægilega á óvart eru meðal höfuðdygða Jóns Thoroddsen — skyndilega kemur setning fljúgandi eins og steini sé kastað í kyrran hyl, maður hrekkur við og hverfur inn í ljóðið, lif- ir lífi þess í glettni og galsa: HATTURINN Ég fylgdi stúlkunni heim, og hún bjó bakdyramegin. AnnaS meira eða merkilegra var það nú ekki. Verið þér sælir, og þakka yður kærlega fyrir fylgd- ina, sagði hún. Sælar, sagði ég. Hatturinn yðar! Hann hefur gott af því, sagði ég, og hélt áfram að kveðja stúlkuna. Heilsusamlegt er líka þetta Ijóð á okkar hú- morsnauðu dögum: KVENMAÐUR Hún var formáli að ástarævisögum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskipti. Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymzt að prenta orðin: 011 réttindi áskilin. Og hérna er ennþá eitt um unga stúlku og ástir — einlægara en hin: EFTIR DANSLEIK Elskar liann mig? spurði hún, og lagaði á sér hárið. Elskar hann mig? spurði hún, og púðraði sig í flaustri. Elskar hann mig? spurði hún. Spegillinn brosti. Já, sagði spegillinn, og brosti. / Þótt Jón Thoroddsen sé stundum gáskafullur, er honum oftar alvara í huga, og þá nær hann dýpri tónum. Meginboðskapur Ijóðanria er þessi: Leit mannsins að andlegum verðmætum göfgar hann meira en allt annað og hefur líf BIRTINGUR hans úr duftinu. — Ég hef fundið þig, segir Jesús við Tómas, þú átt eftir að finna mig. — Þú þorir ekki að glata og(finna, þorir ekki að finna og glata. En ég þori,- mælir Vana drottn- ing við mann sinn, Svegði Uppsalakonung, og rekur rýting í brjóst honum, að hann megi finna Óðin, þótt það kosti hann lífið. Og síðan fylgir: EFTIRMÁLI Sumir halda, að hægt sé að finna, án þess að hafa leitað. ASrir halda, að hægt sé að leita, án þess að finna. Leit og fundur er orsök og afleiðing. En til þess að finna það mesta, verður að fóma öllu, líka voninni um árangur. "Þetta eru lokaorð bókarinnar: sannarlega gæfuleg stefnuyfirlýsing skálds við skeiðsbyrj- un. í fjörlegum formála gerir skáldið grein fyrir því, hvers vegna það lætur flugur sínar fljúga: ÞiS haldið ef til vill, að það auki lánstraustið að ganga með flugur í höfðinu? HvaS átti ég að gera ann- að en það, sem ég gerði, losa ykkur og láta ykkur fljúga? Og í þessu ávarpi til flugnanna segir um búning þeirra: Ég gegni því engu, þó þið heimtið falleg föt ... Þakkið þið guði fyrir, að ég færði ykkur hvorki í lífs- stykki rímsins né vaðmálspils sögunnar. Vita nuova, Örvæntingin, Tjaldið fellur og Perlan eru skáldleg Ijóð og listilega gerð — eiginlega er ekkert léttvægt í þessari litlu bók nema pappírinn. Ég tilfæri aðeins eitt þeirra að lokum; það er um undarlega blómið og dýr- mætu perluna: PERLAN Ungi maðurinn leitar dýrmætu perlunnar. Ég er fátækur, segir ungi maðurinn. Gef mér. Ég ætla að kaupa dýrmætu perluna. Og mikið er honum gefið. Svo mætir hann þunglyndu stúlkunni. Gef mér, segir ungi maðurinn. Ég ætla að kaupa dýrmætu perluna. Þá segir þunglynda stúlkan: 5

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.