Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 14

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 14
Nýtt Ijóðskáld Ég kveð þig maður meðan dauðinn slær og myrkum höndum vofir yfir þér og hvöttum ljá um Jífsins akur fer og litar hauðrið blóði fjær og nær_ Jón Óslcar sendi nýlega frá sér fyrstu Ijóða- bók sína, Skrifað í vindinn (Heimskringla 1953. Prentsmiðjan Hólar h.f.). Eg man ekki eftir að hafa lesið jafngóða frumsmíð eftir íslenzkt Ijóðskáld síðan Kvæði Snorra Hjartarsonar komu út 1944. I bókinni eru 32 Ijóð. Tvö þeirra læt ég mér fátt um finn- ast: Ljóð í október 1946 og Árið 1942 kvatt. Húsbygging er hnyttið Ijóð, en ekki að sama skapi frumlegt. Hin eru mér hvert öðru kærara og því geðfelldari sem ég les þau oftar. í ljóðum Jóns Óskars er mikil mannleg hlýja, rík samúð með öllu veiku og varnarlitlu lífi: Ég heyri regnið falla, Ljóð á stríðstíma, Lítið barnaljóð, I. A GOTUNNIÞARNA Á götunni þarna fann ég kulvíst barn og sagði Vermdu þig í örmum mínum Ég er sá sem fór í gær og kom í morgun ég er sá sem vissi og veit að vorið hlær í kvöld í augum þínum Og mjúkir lófar finna yl og kuldinn er burt af þessum vegi lífið hlustar á hjartslátt þinn og ég sem fann þig áðan. Ástin er móðir allra þessara ljóða og miklu fleiri: Ég sagði við þig, Blómljóð, Málverk, Þýðlega, Man ég er hún gekk framhjá, Þetta bjarta hús, Bros í myrkri, Næturvín, Nóttin og vegurinn eru öll ástarljóð, einlæg, björt og fáguð, oftast vakin af söknuði, þrá eða draum- um: BROS í MYRKRI Gegnum myrkrið sem mig hjúpar finn ég bros þitt og ég horfi gegnum myrkrið og ég teygi hendur mínar eftir þínum hvítu höndum gegnum myrkrið og þú leggur yfir mínar grófu hendur hendur þínar og ég sakna þess að elska og ég vakna því að bros þitt gegnum myrkrið sem mig hjúpar var minn draumur allra nátta. („Sakna þess að elska“ kemur mér eitthvað spánskt fyrir sjónir, og kann ég þó ekki illa við það á þessum stað). Mörg ljóðanna eiga upptök í djúpri ættjarð- arkennd skáldsins: Haustkvæði um ísland, Út- lend skip, Varið ykkur hermenn, ísland í sept- ember 1951, Lindin og fólkið, Þá rísa þeir upp, Og dagur rís, Hermenn í landi mínu eru öll ort til íslands eða málstað þess til varnar — sum kvíðadimm, en flest heit ástarljóð til lands og þjóðar, varnaðarorð til fólksins á hættustund, einarðlegt uppgjör við landræningjana og þjóna þeirra, fagnandi siguróður þess sem trúir á mannúð og réttlæti og þekkir mátt hins frið- sama iðjumanns og menningar hans. Ótalið er það ættjarðarljóðið sem snertir mig dýpst — kannski bezta ljóð bókarinnar: LANDIÐ Þegar ljósið kemur til mín gegnum myrkur langra daga og ég vakna og ég horfi yfir land mitt er það kemur og ég horfi á land mitt rísa gegnum myrkur langra daga sé það rísa landið hvíta Og það rís með opinn faðminn og ég heyri rödd þess segja Ég sem hélt ég ætti að deyja Og það rís í nýju ljósi og ég heyri í nýju ljósi rödd þess hvísla morgunbjarta: , Nú slær aftur fjallsins hjarta. — Nú slær aftur fjallsins hjarta. Þetta traust er alls staðar nærri í ljóðum Jóns Óskars: að til séu eilíf verðmæti sem standist hverja raun: að listir, mannúð, frelsi, ást — hið skapandi líf — lifi, þótt öll myrkraöfl heimsins sameinist um að tortíma því. Vögguþula, Þó mjöllin 14 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.