Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 15

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 15
---------------------------------------. BIRTINGUR Rit um bókmenntir og listir. Kemur út mánaffarlega. Ritstjóri: Einar Bragi Sigurðsson. Utanáskrift: Birtingur, Þingholtsstrœti 27, Reykjavík. Yerð: kr. 60 árg., í lausasölu kr. 6. Áskriftarsímar 5055 og 6844. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H’F ljóð bókarinnar. í því eru borin upp brýnustu erindin sem þetta skáld á við okkur. Og þau eru þess háttar, að bókin þyrfti að vera til á hverju íslenzku heimili. Þetta er niðurlagið: Að þið fengjuð að lifa í friði að þið megið sofa að þið megið vaka að þið megið haldast í hendur að þið megið unnast hvítir svartir gulir að þið fengjuð að lifa í friði, Þess óska ég ykkur. Jón Óskar hefur skrifað ljóð sín í vindinn sem fer um löndin í dag og á morgun. Hann er sannur póet sem mikill fengur er að. Einar Bragi. rjúki, Hvers virði tónlistin er þreyttu hjarta eru þrjú dæmi um slíkar niðurstöður til við- bótar þeim sem áður voru nefnd: Þó að ég falli og falli laufið þá hljómar harpan (Vögguþula). Yfir öllum Ijóðum Jóns Óskars ér einhver kúltíveraður blær, og vinnubrögð hans eru til fyrirmyndar. Hann byggir ljóð sín haglegar en fíest'íslenzk skáld og oft mjög sérkennilega — hefur m. a. notfært sér ýmis tækniatriði tón- listarinnar. Að lesa sum ljóð hans — t- d. Land- ið, Dans, Bros í myrkri, Nóttin og vegurinn — er áþekkt því að hlusta á tónverk: Þögnuðu tónarnir lifa með allt til enda verksins og hafa ekki lokið hlutverki sínu fyrr en síðasti tónninn er hljóðnaður. Þematísk bygging þessara ljóða og kát straumhrynjandi þeirra er viðfelldin, vegna þess að Jón Óskar kann sitt verk, er kunn- ugur lögmálum tónlistar og jafn smekkvís og hagur sem hánn er gott skáld. En ekki þori ég að hvetja aðra til að fara að dæmi hans. — Þótt tónlist og Ijóðlist eigi sumt sameiginlegt og geti frjóvgað hvor aðra, eru þær í grund- vallaratriðum næsta óskyldar, og er óráðlegt að reyna að blanda þeim saman. Lokaljóðið — Á vori 1951 — er viðamesta NÝIR HÖFUNDAR Jón Bjarman er ungur Akureyringur, nem- andi í 6. bekk menntaskólans þar. Þóra Elfa Björnsson er 14 ára gömul, nem- andi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Birtingur hefur áhuga á því að. kynna nýja hofunda og mun sýna þeim meiri gestrisni en öðrum. Ritið vill helzt ekki birta efni undir dul- nefni nema sérstök ástæða sé til. Höfundur ljóðsins Hughrif er beðinn að hafa tal af rit- stjóranum. /ZajHGb (J.ÓHSSon jjimntiuýub Hinn 7. þ. m. átti Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, fimmtugsafmæli. Ragnar hefur á annan áratug verið einn umsvifamesti forleggj- ari og bóksali landsins, og hafa athafnir hans á þeim vettvangi verið ævintýri líkar. í tónlistar- málum Rvíkur hefur Ragnar látið sízt minna til sín taka, og hætt er við því að mörgum myndlistarmanni hérlendum þætti nú þrengra fyrir dyrum, ef Ragnars hefði ekki notið við. Þó hafa afskipti Ragnars af menningarmálum nánast verið hjáverk unnin með tímafrekum BIRTINGUR 15

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.