Austurland


Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 19. JANÚAR 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir S7374. Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S7629 - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Enn ein svört skýrsla Það eru fleiri en Hafrannsóknarstofnun sem senda frá sér svarta skýrslu þessa dagana. Ein slík hefur borist frá Hagstofunni og fjallar um mannfjölda á íslandi 1. des. 1983. Þar kemur í ljós að af þrettán þúsunda fjölgun á sl. ári koma þrettán - eitt prómill - í hlut allrar landsbyggðarinnar utan Suðvesturlands. Það er fyrst og fremst höfuðborgar- svæðið sem gleypir alla fjölgunina, þ. e. Reykjavík og sá hluti Reykjaneskjördæmis sem er norðan Straumsvíkur. Á aðalfundum landshlutasamtakanna sl. haust var ákveðið varað við þessari þróun, en þær aðvaranir fengu litla umfjöllun í fjölmiðlum, áhugi þings og ríkisstjórnar í lágmarki, en hinsvegar sameinuðust forystumenn allra flokka um að bera fram frumvarp sem felur í sér stóraukinn þingstyrk höfuðborgar- svæðisins á kostnað landsbyggðarinnar. Kannski það séu þeirra svör. En hvað þá með yfirlýsingu þingflokka Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sambandi við afgreiðslu kosninga- laga, svohljóðandi: „að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýðræði samhliða afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsforræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna í þeirra eigin málum aukin, óháð búsetu þeirra. Jafnframt munu þingflokkarnir beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna, þar sem mismununar vegna búsetu gætir helst.“ Tölur Hagstofunnar er skýrar og afdráttarlausar og nú er beðið. Skjótra aðgerða er þörf eigi búsetu- röskunin ekki að breytast í fólksflótta. Því verður tekið eftir viðbrögðum Alþingis þegar það kemur saman. Lengur getum við ekki beðið. Erlendar fréttir - erlend áhrif Á tyllidögum er stundum talað um að íslendingar séu hluti af norrænni menningarheild, norrænu menningarsvæði. Þegar hlustað er á erlendar fréttir fjölmiðla fer maður að efast um að þetta sé rétt, a. m. k. virðist enginn hafa sagt þeim fréttamönnum sem afla og velja erlent fréttaefni þetta. Svo virðist sem ísland hafi rekið út af hinum evr- ópska (norræna) menningarsvæði í vesturátt. í haust fengum við t. d. um langt skeið daglegar fréttir af frosthörkum með tilheyrandi mannfelli í Kísilmálmverksmiðjan: Iðnaöarráðherra í útlendingaleit Sverrir Hermannsson hættir ekki að koma fylgismönnum sínum jafnt sem pólitískum andstœðingum á óvart. Hver hefði t. d. trúað því við myndun ríkisstjórnarinnar sl. vor, að árið 1983 liði án þess að eitthvað hreyfðist varð- andi byggingu kísilmálmverksmiðj- unnar á Reyðarfirði? Það var raunar um sama leyti þykki Alþingis. Þá hefur verð- að ný ríkisstjórn settist á stóla lag á kísilmálmi hækkað mikið og stjórn Kísilmálmvinnslunnar á árinu 1983, eða úr um 900 doll- hf. undirritaði mjög hagstæða urum á tonn í yfir 1200 dollara samninga um kaup á vélbúnaði eða um meira en 30%. til verksmiðjunnar, en þeir voru I stað þess að afla heimildar gerðir með fyrirvara um sam- Alþingis fyrir framkvæmdum við verksmiðjuna sl. haust á þeim grundvelli sem fyrri ríkis- stjórn lagði, þ. e. að hér yrði um innlent fyrirtæki að ræða, hefur Sverrir Hermannsson fyrirskipað að hafin skuli leit að útlendingum, sem fjárfesta vilji í verksmiðjunni. Hafa enn eng- ar spurnir borist um árangur af þeirri sérkennilegu sölustarf- semi, og ekki einu sinni ljóst á hvaða forsendum hún er rekin, m. a. varðandi raforkuverð. Hjörleifur Guttormsson hef- ur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til iðnaðarráðherra varðandi málefni kísilmálmverksmiðj- unnar, og er þess að vænta að ráðherra svari henni fljótlega eftir að þing kemur saman 23. janúar. Meðferð ríkisstjórnarinnar og iðnaðarráðherra á þessu stór- máli hefur þegar valdið miklum vonbrigðum og óvissu hér eystra. Þessir aðilar komast ekki lengur hjá að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara m. a. til um, hvort þeir stefni að því að afhenda útlendingum meiri- hluta í verksmiðjunni. Nánast engin starfsemi var hjá Bridgefélagi Neskaupstaðar á síðasta ári og er það miður, því mikil gróska er í starfsemi margra félaga hérna fyrir aust- an, og ættu samskipti milli félag- anna að geta verið mikil og góð, s. s. á milli íþróttafélaganna. Núna er því meiningin að reyna að fara af stað á nýjan leik og verður byrjað á firmakeppni, sem verður í Egilsbúð mánudag- inn 23. janúar, ef næg þátttaka fæst. Spilaður verður tvímenn- ingur og ætti það ekki að vefjast fyrir nokkru fyrirtæki að fá tvo starfsmenn sína til að spila eina dagstund. Þeir forráðamenn fyrirtækja sem ætla að taka þátt í keppn- inni hafi sambandi við Elmu í síma 7532 eða 7323, strax. E. G. BRIDGE A vængjum söngsins Þrír tónlistarmenn ætla að hressa upp á Austfirð- inga í næstu viku með söng og hljóðfæraleik. Þeir eru Sigrún Gestsdóttir sópran, David Knowles píanó og Einar Jóhannesson klarinett. Listafólkið heldur tónleika á Seyðisfirði á mánu- dagskvöld 23. jan. kl. 830. Á þriðjudaginn verða þau í tónlistarskólunum á Eskifirði og Reyðarfirði og um kvöldið þann 24. jan. kl. 900 halda þau síðan tónleika í Egilsbúð í Neskaupstað. Menningarnefnd Neskaupstaðar býður skólafólki og öllum 67 ára og eldri ókeypis aðgang og miða- verði á tónleikunum í Egilsbúð er annars mjög stillt í hóf eða kr. 100. Bandaríkjunum, en illviðrin á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum hafa fengið litla umfjöllun jafnt í máli sem myndum. Og kosningaræðan hans Reagans. Fyrst var okkur þrí- eða fjórsagt hvað forsetinn ætlaði að segja og þegar blessaður maðurinn var búinn að halda ræðuna var enn margtuggið í okkur hvað hann hefði sagt - en þá nennti enginn að hlusta lengur. Þetta eru bara tvö dæmi af mörgum og kannski finnst mönnum þetta allt í besta lagi. Sé svo er þeim mun brýnna að vara við. Krjóh. Nýkomið Gúmmístígvél Kuldaskór á alla fjölskylduna Til sölu Skoda ’78 Þarfnast viðgerðar Upplýsingar S7179 og 7247 Til sölu Til sölu er góður tauþurrkari tveggja ára gamall og lítið notaður Upplýsingar ®7749

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.