Austurland


Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 5

Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 19. JANÚAR 1984. 5 Konur Gleðjið bóndann með blómum á föstudaginn 20. janúar Opið til kl. 19 Verslunin Myrtan Hafnarbraut 22 Neskaupstað S7179 BREYTTUR AFGREIÐ SLUTÍ MI Opið alla daga frá kl. eitt til níu — 1 — 9 Nýjar og ferskar myndir í hverri viku VERSLUN S7707 VIDEO Nýjar bækur Mál og menning er bókmenntafélag sem hefur það að markmiði sínu að gera almenningi kleift að eignast vandaðar baekur á viðráðanlegum kjörum. Félagar greiða ákveðið árgjald (sem 1983 nemur 370 kr.) og öðlast við það réttindi til frjálsra kaupa á öllum útgáfubókum félagsins með 15% afslætti frá almennu markaðsverði (nema á kennslubókum og kiljum), en eru ekki skyldugir til aðkaupa neinabók. Auk þess er innifalin í félagsverðinu áskrift að tímariti Máls og menningar sem kemur út fimm sinnum á ári og er samanlagt ein stærsta bók ársins. Umboðið í Neskaupstað verður opið frá kl. 1300 — 1600 næstkomandi laugardag í Nesprénti. Sendi ykkur öllum sem glöddu mig með gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu þann28. des. sl. mínar bestu þakkir ogkveðjur Lilja Víglundsdóttir frá Heiðarbýli Neskaupstað Þökkum heilshugar hlýhug 'og samúð okkur sýnda við fráfall og útför Stefaníu G. Jónsdóttur frá Kirkjubóli í Norðfirði til heimilis að Heiðargerði 51, Reykjavík Stefanía Hrönn Guðmundsdóttir Aðalbjörg Guðmundsdóttir Sveinn Guðmundsson Sigríður Davíðsdóttir Páll Dagbjartsson Friðrik Halldórsson Bjarni Sigurðsson Ólína Jónsdóttir Gissur Eggertsson Guðrún Magnúsdóttir barna- og barnabarnabörn h þrótti r mmmm Fréttir af skíðaráði UÍA Þar sem snjór er orðinn nægur hér fyrir austan til skíðaiðkun- ar, lék AUSTURLANDI nokk- ur forvitni á að vita, hvað liði skipulagi skíðamála og skíðaiðk- un hér í fjórðungnum. Blaða- maður AUSTURLANDS sneri sér því til Jóhanns Tryggvasonar í Neskaupstað og innti hann frétta, en Jóhanner formaður skíðaráðs UÍA, auk þess sem hann er formaður skíðaráðs Þróttar. Hverjir eru í skíðaráði UÍA auk þín, Jóhann? - Það eru þeir Ólafur R. Ólafsson, Seyðisfirði, Jón Margeirsson frá Fáskrúðs- firði og til vara eru þeir apótek- ararnir Hjálmar Jóelsson Egils- stöðum og Vigfús Guðmunds- son, Neskaupstað. Hvert telur þú vera hlutverk skíðaráðs UÍA? - Segja má að það sé í stórum dráttum það, að standa fyrir sem flestum þáttum skíðastarfseminnar á Austur- landi, hvort heldur sem við erum að hugsa um skíðaíþrótt- ina sem almennings- eða keppn- isíþrótt. Hvernig hafið þið hagað starf- semi ráðsins nú í haust? - Það helsta sem gert hefur verið í haust, var skipulagning ráð- stefnu um skíðamál á Austur- landi og var þessi ráðstefna haldin þann 12. nóverhber á Eg- ilsstöðum. Á þessari ráðstefnu voru gerðar margar stefnumark- andi ályktanir, sem sendar hafa verið félögunum sem og sveit- arstjórnum og eftir þeim leitast ráðið við að starfa nú. Hver eru ykkar helstu verkefni nú í vetur? - Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar sem ég greindi frá, var sú að ráða bæri kennara til starfa á vegum sambandsins sem færi um svæðið og væri jafnframt starfsmaður skíðaráðs UÍA. Þetta hefur verið gert nú þegar. Sveinn Ásgeirsson frá Neskaup- stað hefur verið ráðinn til þessa starfs, en Sveinn hefur verið keppnismaður, bæði í göngu og alpagreinum undanfarin ár. Hugmyndin er sú, að Sveinn fari fyrst og fremst á minni stað- ina til kennslu og til þess að koma skíðastarfinu af stað á sem flestum stöðum. Einnig er starf ráðsins fólgið í niðurskipan móta innan fjórð- ungsins í vetur. Ráðið sér einnig um ferðir unglinga á mót út úr héraði. Skipulagning á almennings- trimmi er einnig í höndum okkar og má geta þess að nú fer fljótlega af stað keppni milli héraða og er hún með lík- um hætti og Norræna fjöl- skyldulandskeppnin var í fyrra. Nokkuð að lokum? - Þar sem unga skíðafólkið okkar skortir hvorki dugnað né áhuga á að sinna sinni íþrótt, þarf það ekki sérstakrar hvatningar við. Hins vegar vil ég hvetja foreldra þess og áhugafólk til aukinnar þátt- töku í störfum með okkur, hvort heldur sem um er að ræða fyrir UÍA eða félögin sjálf. Blak: Þróttarar í forystu . Þróttarar bættu heldur betur stöðu sína í 2. deild íslands- mótsins í blaki um síðustu helgi og skutust upp í efsta sætið. Blaklið Samhygðar, sem var í öðru sæti í deildinni, kom hing- að til Neskaupstaðar og lék tvo leiki við Þrótt. Fyrri leikurinn var háður sl. föstudagskvöld kl. 11 um kvöldið og lauk honum með léttum sigri Þróttar 3:0 (15:8, 15:3, 15:9). Seinni leikurinn var háður á laugardeginum kl. 13 og var hann bæði skemmtilegur og spennandi. Þróttur vann tvær fyrstu hrinurnar en síðan fór róðurinn að þyngjast. Samhygð vann þriðju hrinuna 16:14 og fjórða hrinan var hnífjöfn og æsispennandi, en svo fór að Þróttur vann hana 16:14. Loka- tölur urðu því 3:1 fyrir Þrótt (15:8, 15:10, 14:16, 16:14). Lið Þróttar sýndi oft skemmtilega takta og er greini- lega í framför undir stjórn Ólafs Sigurðssonar, en hann myndar ásamt hinum „gamlingjanum“ Grími Magnússyni kjölfestuna í Þróttarliðinu. Auk þeirra eru mjög ungir og bráðefnilegir 2. og 3. flokks strákar, sem eiga eftir að ná langt ef þeir halda sér við efnið. Blakdeil Þróttar heldur nú uppi umtalsverðu unglinga- starfi, æfingar eru reglulegar hjá 3. aldursflokki, en flestir piltanna þar mynda ásamt 2. flokks piltunum meistaraflokk- inn. Auk þess eru nú hafnar æfingar fyrir 4. aldursflokk und- ir stjórn Gríms Magnússonar. Einnig er kvennablak komið af stað. Staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í blaki er nú þessi: Leikir Stig 1. Þróttur ... 6 8 2. H. K......... 6 6 3. Samhygð . 5 4 4. Breiðablik . 5 4 í byrjun febrúar fara Þróttar- ar síðan suður og leika þar 3 leiki. Fyrst verður leikið í Reykja- vík við í. S., í bikarkeppninni, næsta dag verður leikið við Sam- hygð á Selfossi og þriðja daginn verður leikið við Breiðablik í Kópavoginum. Verður fróðlegt að fylgjast með gengi Þróttar í blakinu í vetur. P. J. IÞROTTIR

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.