Austurland


Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 6

Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 6
Austurland Neskaupstad, 19. janúar 1984. ©7222 Slökkvilið Neskaupstaðar Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7629 EFLUM /g) HEIMAB Y GGÐINA SKIPTUM VIÐ SPARISJÓÐINN Sparisjóður Norðfjarðar Framhaldsskólinn í Neskaupstað: Aldrei fleiri nemendur í framhaldsnámi________________ Nokkrir nemendur í grunndeild tréiðna ásamtJóni S. Einarssyni kennara á trésmíðaverkstœði Framhaldsskólans í Neskaupstað. Talið frá vinstri: Jón S. Einarsson, Guðbjartur Hjálmarsson Nes- kaupstað, Guðmundur Ingi Guðmundsson Djúpavogi, Magnús R. Skúlason Eskifirði, Sigurður Karlsson Djúpavogi og Stefán Geir Finnbogason Fáskrúðsfirði. Ljósm. Einar Þórarinsson. Aldrei áður hafa jafn margir nemendur lagt stund á fram- haldsnám við Framhaldsskól- ann í Neskaupstað og nú á þessu skólaári. Aðsókn að skólanum hefur verið mjög mikil og hefur heimavist skólans, sem aðeins rúmar 12 nemendur, hvergi nærri náð að fullnægja húsnæðis- þörf aðkomunemenda. Skólinn hefur því þurft að útvega mörg- um aðkomunemendum her- bergi úti í bæ. Haustönn 1983 Alls stunduðu 83 nemendur framhaldsnám við skólann á haustönn. Aðeins einn nemandi lauk námi á önninni, en það var Sig- ursteinn Sigurðsson, er útskrif- aðist af iðnbraut vélvirkjunar og rennismíði. Vorönn 1984 Nemendur í framhaldsnámi á nýhafinni vorönn eru um 90 talsins og var miklum vand- kvæðum bundið að útvega þeim nemendum íveruhúsnæði, sem koma víðs vegar að úr fjórð- ungnum, en heimavist skólans rúmar aðeins 12 nemendur. Langflestir aðkomunemend- anna leggja stund á nám á iðn- brautum og í grunndeildum (verknámsbrautum), enda er Framhaldsskólinn í Neskaup- stað kjarnaskóli iðn- og tækni- menntunar á Austurlandi. Það er mjög ánægjuleg þróun hvað aðsókn hefur aukist í grunndeildir tré- og málmiðna, sem starfræktar eru við skólann. Grunndeildarnámið varir í eitt skólaár og er að helmingi bóklegt og að helmingi verklegt. Er al- mennt álitið að nám í grunndeild- um sé afar hagnýtt fyrir iðnnema, auk þess sem það styttir náms- samning hjá meistara um heilt ár. F élagsmálanámskeið á vegum SjáLfsbjargar Mikil gróska Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Austurlandi hélt aðalfund sinn 10. jan. síðastliðinn, í Safnaðar- heimilinu Neskaupstað. Eins og að undanförnu var á árinu 1983 mikil gróska í starf- semi félagsins. Komið var sam- an annan hvern laugardag, mán- uðina janúar - mars og október - desember, þar var unnið á basar, spilað, sýndar skugga- myndir og rabbað saman um málefni félagsins. Basar var á pálmasunnudag, ennfremur seldu félagar happ- drættismiða fyrir Landssam- band fatlaðra í júní og í desem- ber, einnig var selt blað og merki sambandsins í septem- ber. Öllum þeim sem styrktu fé- lagið, með kaupum á þessu og á annan hátt, færir félagið hér með bestu þakkir. Felagið hefur styrkt endur- hæfingarstöðina við Fjórðungs- í starfínu sjúkrahúsið hér í Neskaupstað eftir mætti, og mun vonandi geta bætt aðstöðu fatlaðra eitt- hvað í framtíðinni, þar sem það hefur nú fest kaup á húsnæði að Egilsbraut 5, og mun í haust reyna að koma þar á fót vinnuað- stöðu fyrir fólk með skerta starfsorku, svo og Sjálfsbjargar- félaga. Ferlinefnd var kosin á árinu, og er hennar starf að vinna í samvinnu við það opinbera, að gera byggingar þeirra svo úr garði að auðvelt verði fötluðum aðkoma og umferð um þær. Starfsemi félagins er komin í fullan gagn á þesu ári. Áfram hittast félagar annan hvern laug- ardag, handavinnukvöld verður annan hvern þriðjudag (í jan. - mars). Félagsmálafulltrúi lands- sambandsins verður hér með félagsmálanámskeið og ráðgjöf, á vegum félagsins dagana 17 til 23. jan. Námskeið verða haldin í jap- önskum pennasaum, spegil- saum og fleiru í mars, ýmislegt fleira er á prjónunum. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, og hana skipa: Aðalstjórn: Unnur Jóhannsdóttir formaður, Ragnheiður Stefánsdóttir varaformaður, Helga Axelsdóttir gjaldkeri, Sigrún Dagbjartsdóttir ritari, Róslaug Þórðardóttir meðstjórnandi. Varastjórn: Anna Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Vilhjálmur Sigurðsson, Guðni Þorleifsson, Björg Helgadóttir. Fjárveitingar 1984 til Austurlands Sjúkrahús - heilsugæslustöövar - iæknisbústaöir: Þús. kr. Bakkafjördur, H .................................................................... 300 Vopnafjörður, H1 ................................................................... 100 Seyðisfjörður, sjh. og H1 ........................................................ 6.000 Neskaupstaður, sjh. og H2 ........................................................ 1.300 Fáskrúðsfjörður, H1 ................................................................ 300 Egilsstaðir, sjh. og H2........................................................... 2.000 Djúpivogur, H1 ..................................................................... 700 Höfn, H2 og H í Öræfum ........................................................... 1.300 Læknisbústaðir: Egilsstaðir ...................................................................... 350 Hafnarmannvirki og lcndingarbætur: Bakkafjörður...................................................................... 1.600 Vopnafjörður ...................................................................... 300 Borgarfjörður eystri ............................................................. 1.300 Seyðisfjörður ...................................................................... 300 Neskaupstaður ...................................................................... 500 Reyðarfjörður ..................................................................... 300 Fáskrúðsfjörður .................................................................... 300 Stöðvarfjörður ................................................................... 7.500 Djúpivogur ......................................................................... 600 Homafjörður....................................................................... 1.400 Bygging íþróttamannvirkja: íþróttamannvirki samþykkt í fjárlögum 1983 eða fyrr: Vopnafjarðarhreppur, N.-Múl., íþróttavöllur ................................... 39.580 Umf. Vísir, Hlíðarhr., N.-Múl., íþróttavöllur .................................. 1.000 Umf. Hróar, Tunguhreppi, N.-Múl., íþróttavöllur ................................ 1.000 Umf. Borgafjörður, N.-Múl., íþróttavöllur .................................... 120.000 Ú.Í.A. Eiðum, S.-Múl., íþróttavöllur ......................................... 115.000 Egilsstaðahreppur, S.-Múl., íþróttavöllur .................................... 100.000 Egilsstaðahreppur, S.-Múl., setlaug við sundlaug .............................. 25.000 Egilsstaðahreppur, S.-Múl., skfðalyfta ........................................ 21.717 Egilsstaðahreppur, S.-Múl., fþróttahús ...................................... 220.000 Seyðisfjörður, sundlaug ........................................................ 1.000 Seyðisfjörður, íþróttavöllur .................................................. 59.700 íþróttafél. Huginn, Seyðisfj., skfðalyfta ..................................... 11.200 Neskaupstaður, íþróttahús, II. áfangi .......................................... 1.000 Neskaupstaður, íþróttasvæði ................................................... 18.100 Neskausptaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, skíðamiðstöð í Oddsskarði .... 90.000 Golfklúbbur Eskifjarðar, golfvöllur og skáli .................................. 20.000 Reyðarfjörður, íþróttavöllur ................................................... 1.000 Reyðarfjörður, fþróttahús og sundlaug ......................................... 30.000 Reyðarfjörður, stór íþróttatæki ................................................ 1.000 Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., íþróttavöllur ............................ 36.000 Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., sundlaug endurbætt ....................... 27.968 Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., skíðalyfta ............................... 20.000 Breiðdalshreppur, S.-Múl., skíðaaðstaða ........................................ 1.000 Hafnarhreppur, A.-Skaft., íþróttavöllur........................................ 50.000 Golfklúbbur Hornafjarðar, völlur og skáli ..................................... 15.000 Umf. Máni, Nesjahr., A.-Skaft., íþróttavöllur .................................. 1.000 Hofshreppur, A.-Skaft., íþróttavöllur .......................................... 1.000 Ný íþróttamannvirki: Neskaupstaður, setlaug.......................................................... 5.000 Djúpivogur, S.-Múl., íþróttavöllur ............................................. 5.000 Dagvistarheimili: Gömul hús, breytingar, tekin í fjárlög 1983 eða fyrr (tekin til starfa): Fáskrúðsfjörður (Búðahr.) ........................................................ 100 Stöðvarfjörður (Bakkag.) ......................................................... 150 Breiðdalsvík ..................................................................... 160 Dagheimili sem eru í byggingu: Borgarfjörður eystri ............................................................. 100 Reyðarfjörður................................................................... 1.100 Dagheimili tekin í fjárlög 1983 eða fyrr: Egilsstaðir, II. áfangi ........................................................... 50 Ný dagvistarheimili, til undirbúnings framkvæmda: Eskifjörður (breytingar) ........................................................... 5 Skólar - íþróttaaðstaða: Menntaskólinn á Egilsstöðum, gjaldfallinn stofnkostnaður ......................... 1.500 Framhaldsskólinn í Neskaupstað, gjaldfallinn stofnkostnaður ...................... 1.000 Alþýðuskólinn á Eiðum, gjaldfallinn stofnkostnaður ............................... 1.400 Seyðisfjörður, sundlaug, íþróttahús og endurb....................................... 200 Seyðisfjörður, nýbygging skóla ................................................... 1.100 Eskifjörður, skóli, nýbygging .................................................... 1.200 Skeggjastaðahreppur, skóli, nýbygging .............................................. 800 Vopnafjörður, íþróttahús ......................................................... 1.200 Jökuldalshreppur, stækkun skóia + íþróttahús ..................................‘. . 150 Egilsstaðir, uppgjör skóla + anddyri ............................................... 300 Egilsstaðir, íþróttahús, I. áfangi ............................................... 1.200 Egilsstaðir, sel í Fellahreppi ..................................................... 735 Eiðahreppur, stækkun skóla og íbúð ................................................. 300 Mjóifjörður, skóli og endurbætur .................................................... 50 Stöðvarfjörður, skóli og sundlaug ................................................ 1.100 Fáskrúðsfjörður, endurbætur á sundlaug ............................................. 300 Breiðdalshreppur, skóli .......................................................... 1.200 Djúpivogur, skóli, íþróttahús í félagsheimili, heimavist ......................... 1.000 Geithellnahreppur, skóli, nýbygging................................................. 100 Nesjahreppur, lóðir v/Nesjaskóla..................................................... 50 Nesjahreppur, sundlaug .............................................................. 15 Mýrahreppur, íbúð .................................................................. 200 Borgarhafnarhreppur, Hrolllaugsstaðaskóli, viðbót og endurbætur .................... 400 Hofshreppur, nýbygging sk. Öræfum .................................................. 600 Fræðsluskrifstofa Austurlands ...................................................... 163 Til undirbúningsframkvæmda við skólabyggingar: Neskaupstaður, íþróttahús, stækkun.................................................. 5 Neskaupstaður, sundlaug .............................................................. 5 Eskifjörður, endurb. á skólastjóraíbúð ............................................... 5 Hlíðarhreppur, 2. áfangi skóla, íbúð + heimavist ..................................... 5 Hallormsstaður, íþróttahús + sundalaug + íbúð í skóla................................. 5 Reyðarfjörður, stækkun skóla ......................................................... 5 Búðarhreppur, endurbætur á skólastjóraíbúð ........................................... 5 Hörn í Homafirði, stækkun Hafnarskóla................................................. 5

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.