Austurland


Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 19.01.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 19. JANÚAR 1984. 3 Litið við á Bókasafni Héraðsbúa Það var í byrjun desember sl. þegar frost var meira en áður í vetur, eða heilar 16 gráður, snjóföl yfir öllu, sem minnti mann óhjákvæmilega á að jólin væru skammt undan, að mér datt í hug að líta stundarkorn inn á bókasafnið til Kristrúnar Jónsdóttur bókavarðar eða Dúrru, eins og hún er nefnd í daglegu tali, til að fræðast lítil- lega um hana sjálfa og safnið. Kristrún er þekkt fyrir störf sín að félagsmálum. Hún er nú formaður Leikfélags Fljótsdals- héraðs, og víst hefði það verið gaman að fara nokkrum orðum um þá stofnun, en það verður þó að bíða betri tíma. Það er sagt að leiðir margra liggi til Egilsstaða, hef reyndar grun um að viðmælandi minn sé aðkominn. „Það er rétt,“ segir Kristrún, „ég er fædd og uppalin á Siglufirði, ég réð mig hingað austur á Hérað sumarið 1962 sem vinnukona á Skriðuklaust- ur, - hið eina sanna klaustur, og þó nú brosir Kristrún, það var einmitt þar sem leiðir henn- ar og eiginmannsins, Benedikts Jónassonar úr Fljótsdalnum, lágu saman. Síðan hafa þau búið hér á Egilsstöðum. Kristrún hef- ur verið bókavörður síðan 1973 að safnið var til staðar undir sviðinu í Valaskjálf. Stofnfundur safnsins var Kristrún við störf sín á safninu. haldinn 16. nóvember 1956 að frumkvæði Sveins Jónssonar, þáverandi oddvita Egilsstaða- hrepps og Guðmundar G. Hagalíns, þáverandi bókafull- trúa ríksins, en hann gerði m. a. tillögu um að safnið yrði staðsett hér í Egilsstaðakauptúni. Enn- fremur lagði hann til að fimm hreppar sameinuðust um safnið. Það er óhætt að segja að þeir sem þarna réðu ferðinni hafi séð ein 20 ár fram í tímann, en í lögum um almenningsbókasöfn sem sett voru 1976 er einmitt Ljósm. M. M. gert ráð fyrir svokölluðu mið- safni hér í kauptúninu, sem þjóni öllu Héraði. Það breyttist því harla lítið hér við þá laga- setningu hvað skipulag snerti. Fyrstu stjorn safnsins skipuðu: Þórhallur Jónasson bóndi Breið- avaði form. Stefán Sigurðsson bóndi Ártúni varaform. og Guðmundur Magnússon kennar Egilsstaðakauptúni ritari. Það hefur, eins og gengur, blásið úr ýmsum áttum hvað varðar húsnæði safnsins, en fyrstu 10 árin er það meir og minna á flutningi milli staða, mislengi á hverjum stað, þar til það var flutt í Valaskjálf eins og áður getur. Þaðan var það svo flutt í kjallara Búnaðarbankans og síðan hingað í menntaskól- ann. En hér var safnið opnað 27. jan. 1981. Það er fyrst hér á þessum stað, sem boðið er upp á bærilegt húsnæði. Hér er góð geymsla, vinnuaðstaða fyrir safnvörð og ekki síst er hér góð og vistleg lesstofa, að vísu ætluð nemend- um menntaskólans en er þó öll- um gestum safnsins opin. í safninu eru nú 5000 bindi, sem spanna yfir allt mögulegt efni, tímarit, uppsláttarrit, ævi- sögur og skáldsögur svo eitt- hvað sé nefnt. Safngestir sl. ár voru 3957 og útlán 9779 bindi. Töluverð þjónusta er við lesendur utan Egilslstaða og Fella og fer hún vaxandi. í stjórn safnsins sitja fimm fulltúar, þrír frá Egils- staðahreppi, og einn frá hvorum hreppi, Valla- og Fellahreppi. Núverandi formaður Bókasafns Héraðsbúa er Bjarghildur Sig- urðardóttir Egilsstöðum. M. M. S A Þorláksmessu Sigurður Arnfinnsson gat ekki stillt sig um að smella af nokkrum myndum af bœjarlífinu í Neskaupstað á Þorláks- messukvöld og hér sjáum við nokkrar þeirra.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.