Austurland


Austurland - 29.03.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 29.03.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. árgangur. Neskaupstað, 29. mars 1984. Alþýðubandalagið Neskaupstað: Félagsvist í Egilsbúð kl. 845 í kvöld 13. tölublað. Frá höfninni á Djúpavogi. Ljósm. Ólöf. Nýr bátur til Djúpavogs Fyrir nokkru bættist nýr bátur í flota Djúpavogsbúa. Er þar um að ræða 215 lesta nýyfir- byggðan bát, sem hlotið hefur nafnið Stjörnutindur og ber ein- kennisstafina SU 159. Var bát- urinn keyptur frá Keflavík, en hann var smíðaður 1967 og er með 1200 ha. vél. Eigandi bátsins er Búlands- tindur hf. og er báturinn þriðja skipið í eigu fyrirtækisins. Að sögn Gunnlausgs Ingvars- sonar framkvæmdastjóra Bú- landstinds er ætlunin að Stjörnutindur veiði aðallega út- hafsrækju, en nú er að hefjast rækjuvinnsla á Djúpavogi á ný eftir að hafa legið niðri frá 1980. Skipstjóri á Stjörnutindi er Sigurður Ingimarsson og er áhöfnin öll frá Djúpavogi. S. G Neskaupstaður: Fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1984 samþykktar einróma Fulltrúar minnihlutans lýstu sig eindregið fylgjandi stefnu AB og fluttu engar breytingartillögur við fjárhagsáætlanirnar Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fékk talsverða umfjöllun hér í blaðinu þegar hún var lögð fram í febrúar og vísast til hennar. Niðurstöðutölur hennar eru 51.031 milljón og mismunur tekna og gjalda 7.255 milljónir. Stærstu liðir eru fræðslumál með 9.653 milljónir (18.9%), al- mannatryggingar og félagsmál 7.090 milljónir (13.9%), götur og holræsi 5.7 milljónir (11.2%) og fjármagnskostnaður 4.7 milljónir (9.2%). Talsverðar umræður urðu um áætlunina og voru menn afskap- lega sammála. Bæjarfulltrúar minnihlutans kepptust við að lýsa sig fylgjandi stefnunni og áætluninni í öllum aðalatriðum. Þrátt fyrir nöldur um einstaka liði, töldu þeir ekki ástæðu til að flytja neinar breytingartil- lögur og einn þeirra var svo hreinskilinn að segja að þessi til- löguflutningur sem þeir hefðu stundum verið með hér áður fyrr hefði verið tóm sýndar- mennska og þeir væru bara hættir því!! Fjárhagur hafnarsjóðs er greinilega að batna og verði framhald á loðnuveiðum á næstu vertíð ætti að vera unnt að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir svo sem dýpkun o. fl. Hagur vatnsveitunnar er erf- iður og veldur þar mestu hár fjármagnskostnaður og raforku- kostnaður, en reiknað er með að kostnaður við vatnsdælingu á þessu ári verði ríflega 700 þús- und krónur. í síðasta tbl. AUSTUR- LANDS var greint frá starfsemi Fjórðungssjúkrahússins, sem fer sívaxandi. Það er nú næst- stærsta atvinnustöð bæjarins og fjárhagsáætlun þess fyrir þetta ár er upp á rúmar 39 milljónir króna, þar af eru laun um 21.5 milljónir. Krjóh. Alþjóðlega skákmótið í Neskaupstað: s Helgi Olafsson í forystu Nú líður að lokum alþjóðlega skákmótsins í Neskaupstað og er eftir að tefla 2 umferðir. Tafl- mennskan í mótinu hefur verið býsna fjörleg í flestum tilfellum. Eftir 9 umf. er Helgi Ólafsson efstur með 6V2 vinning og nægir honum að fá 1 vinning úr síðustu 2 skákunum til þess að ná 2. áfanga að stórmeistaratitli en 3 áfanga þarf til að ná honum. í 2. - 3. sæti eru þeir Jóhann Hjartarson og Tom Wedberg með 5 vinninga og í 4. - 5. sæti þeir Margeir Pétursson og William Lombardy með 4V5 vinning og biðskák. 10. og næstsíðasta umferð verður tefld á morgun, föstudag kl. 17 - 22. Þá tefla saman: Lombardy- - Robert, Guð- mundur - Wedberg, Helgi - Schússler, Knezevic - McCam- bridge, Margeir - Jóhann. Á laugardag verða biðskákir tefld- ar kl. 14. Lokaumferð mótsins verður svo tefld á sunnudag kl. 10 - 15 og kl. 16 verður haldið áfram að tefla biðskákir ef ein- hverjar verða. Á morgun, föstudag kl. 1925, verður skákskýringarþáttur frá mótinu í sjónvarpinu, á sunnu- dag verður síðan annar skák- skýringarþáttur í sjónvarpinu. Á sunnudagskvöld kl. 20-24 fara fram mótsstlit með matar- veislu, verðlaunaafhendingu og tónlistarflutningi. E. K. Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, teflir fjöltefli við nemendur Nesskóla, Neskaupstað. Ljósm. Karl Hjelm. Setið að tafli í Egilsbúð. Frá vinstri: Dan Hansson, Vincent McCambridge, Helgi Ólafsson og William Lombardy. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. S.B. Röð 1. Guðmundur Sigurjónsson V2 V2 X V2 V2 Bið Bið v2 V2 3+2bið 9 2. Helgi Ólafsson V2 1 X V2 1/2 1 1 1 1 6V2 1 3. Milorad Knezevic V2 0 X V2 V2 '/2 V2 V2 V2 3V2 8 4. Benóný Benediktsson X X X X X X X (0) (0) (0) X 5. Margeir Pétursson V2 V2 V2 X 1 V2 V2 1 Bið 4'/2+bið 4-5 6. Jóhann Hjartarson V2 V2 V2 X 1 V2 1/2 '/2 1 5 2-3 7. Dan Hansson Bið 0 V2 X 0 0 0 0 1 0 lV2+bið 10 8. Vincent McCambridge Bið 0 X 0 V2 1 V2 V2 1 0 3'/2+bið 7 9. Harry Schússler V2 (1) V2 v2 1 '/2 1/2 1 0 4>/2 6 10. Tom Wedberg 1/2 (1) V2 V2 1 v2 V2 1 1 '/2 5 2-3 11. Róbert Harðarson 0 V2 (1) 0 0 0 0 0 0 | >/2 11 12. William Lombardy '/2 0 V2 X Bið 1 1 1 V2 B4V2+bið 4-5

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.