Austurland


Austurland - 10.05.1984, Blaðsíða 5

Austurland - 10.05.1984, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR. 10. MAI 1984. 5 Aðalfundur Aðalfundur Iðnþróunarfélags Austurlands verður haldinn í Félagsheimilinu Herðubreið áSeyðisfirc . gardaginn 19. maí 1984 kl. 1400 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár 2. Reikningar félagsins 3. Kosning stjórnar og varastjórnar 4. Kosning endurskoðenda 5. Tillögur að fjárhags- og starfsáætlun næsta árs 6. Önnur mál 7. Atvinnumál í dreifbýli þegar fiskurinn bregst — Stóriðja sem valkostur og staða kísilmálmvinnslunnar við Reyðarfjörð Framsögumaður: Geir Gunnlaugsson framkv.stj. Kísilmálmsvinnslunnar hf. — Raunhæfir valkostir á Austurlandi Framsögumaður: Hörður Jónsson deildarstjóri Þróunardeildar Iðntæknistofnunar íslands Stjórnin Iðnþróunarsjóður Austurlands Strax að loknum aðalfundi Iðnþróunarfélags Austurlands verður aðalfundur iðnþróunarsjóðs Austurlands haldinn Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sjóðsins síðastliðið starfsár 2. Reikningar sjóðsins 3. Kosning stjórnar og varastjórnar 4. Kosning endurskoðenda 5. Önnur mál Stjórnin ÍÞRÓTTIR Ferðin var þátttakendum öllum til mikillar áhœgju, þótt misjafnlega gengi í brautunum. Hér má sjá nokkra Norðfirðinga fá sér smásól og hressingu við Stórugjá við Mývatn á leiðinni heim. Austfirðingar fengu 3 meist- ara á Andrésar-andarleikunum á skíðum 1984. Af 51 þátttakendum komust 11 á verðlaunapall. Meistarar urðu: Hjálmdís Tómasdóttir Nesk. (svig og stór- svig 7 ára), Birgir Karl Ólafsson Sey. (svig 9 ára), Hugrún Hjálmarsdóttir Eg. (ganga 9 ára og yngri). Aðrir sem komust á verð- launapall voru: Sigrún Haralds- dóttir Nesk. (svig 8 ára), Jó- hanna Malmquist Nesk. (svig 8 ára), Elfur Logadóttir Nesk. (stórsvig 12 ára), Sandra B. Ax- elsdóttir Sey. (svig 8 ára). Stella Axelsdóttir Sey. (svig II ára). Dóra Ken Sey. (svig 12 ára), Halldóra Blöndal Sey. (ganga 12 ára). Adda Birna Hjálmars- Hjálmdís Tómasdóttir 7ára og tvöfaldur Andrésar-meistari tekur dóttir Eg. (ganga 10 ára). Iiér við bikarnum í svigi. ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Nýtt fyrirtœki: Framleiðir úr gúmmíi Framleiðsla er nú að hefjast hjá fyrirtækinu Vakt yi á Egils- stöðum á hlutum úr gúmtníi, sem er alger nýlunda hérlendis. Er þar m. a. um að ræða rimla- mottur lyrir fiskverkunarhús. hásamottur. drullusokka fyrir bíla, ýmsar gerðir af töppum o. fl. Vclar og hráefni er fengið frá Danmörku og framleiðsluhug- myndir eru í þróun hjá dönsku iðntæknistofnuninni. Fyrirtækiö er til húsa í nýju húsnæði, sem það hefur reist í samvinnu vicl hyggingarfyrir- tækið Austurverk Vi. Er þar um að ræða hlöðuskála, sem var fluttur í tvennu lagi utan úr Hjaltastaðaþinghá á sl. sumri og á nýja staðnum og vonandi að settur niðurá lóðfyrirtækjanna. sú start'semi. sent þar er nú að Þykir þetta nýstárlegur bvgg- hefjast eigi eftir að dafna vel. ingarmáti en húsið sórnir sér vel Sv. J. Askorun frá Egilsstöðum Konur í Kvennahreyfingunni á Héraði stóðu fyrir undir- skriftasöfnun í vikunni fyrir páska til stuðnings frumvarpi til laga um lengingu fæðingarorlofs úr 3 mán. t 6 mán. Flutnings- maður er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. 472 undirskriftir söfnuðust á Egilsstöðum og í Fellabæ. Kvennahreyfingarkon- ur skora jafnframt á kynsystur sínar að standa fyrir slíkri undirskriftasöfnun meðal landsmanna frumvarpinu til stuðnings. F. Ii. hreyfingarinnar P. G. B.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.