Austurland


Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 1
Austurland 34. úrgangur. Neskaupstað, 28. júlí 1984. 26. tölublað. 11 Austfjarðatogarar hættu veiðum á miðvikudagskvöld Ólöf Porvaldsdóttir. Ritstjóraskipti Ólöf Þorvaldsdóttir, sem ver- ið hefur ritsjtóri AUSTUR- LANDS síðastliðið ár, hefur nú látið af því starfi. V'ið ritstjórastarfinu tekur Birgir Stefánsson. Ritnefnd AUSTURLANDS vill færa Ólöfu innilegar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðs- ins og bjóða Birgi velkominn til starfa. Hinn nýja ritstjóra þarf vart að kynna fyrir lesendum AUSTURLANDS, en hann átti sæti í ritnefnd blaðsins nær sam- fellt á árunum 1960 - 1974 og var auk þess starfsmaður þess á árunum 1973 og 1974. Þá hefur starfsmaður biaðsins, Áshildur Sigurðar- dóttir, látið af störfum sínum við blaðið, og kann ritnefndin henni einnig bestu þakkir fyrir ágætt starf. Við starfi Áshildar tekur Aðalbjörg Hjartardóttir, eiginkona hins nýja ritstjóra, og er hún einnig boðin velkomin til starfa við AUSTURLAND. Riinefnd. Nú hefur það gerst, sem menn óttuðust, en vonuðu þó í lengstu lög, að ekki yrði, að tíu aust- firskir togarar hafa hætt veiðum og siglt í land. Útgerðir þessara skipa hafa gefist upp á því að halda þeim úti og eru komnar í greiðsluþrot og lánsmöguleikar þeirra engir orðnir. Útgerðirnar, sem hér um ræðir, eru: Fiskvinnslan hf., Seyðisfirði, Síldarvinnslan hf., Neskaupstað, Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., Hólmi hf., Eskifirði, Skipaklettur hf., Reyðarfirði og Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf. Samstaða þessara útgerðar- félaga, sem neyddust til að sigla togurum sínum í land á mið- vikudagskvöldið, er sterk og órofin og er þó langt frá því, að þar sé um pólitíska samherja að ræða. Stjórnvöld hafa haft nógan tíma til að leita að og finna rekstrargrundvöll fyrir tog- araútgerðina, en hjá ráðherrun- um er þau svör ein að fá, að verið sé að athuga málið og hverjumogeinumsé ísjálfsvald sett, hvort farið sé á sjó eða ekki. Þar er sem sagt ekki tekið á vandanum, og reyndar alls ekki víst, að hann sé skilinn þar. Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusambands Austurlands: Stjórnvöld verða að leysa vandann sem fyrst OAUSTURLAND spurði Sigfinn. hvernig stöðvun togaranna horfði við aust- firsku verkafólki. ¦ Þetta er vissulega alvarlegt ástand. Útgerðin getur ekki gengið lengur við þessar að- stæður, en við óttumst al- mennt atvinnuleysi verka- fólks og undirmanna á skip- unum strax nú um mánaða- mótin. Á Egilsstaðafundinum skoraði ég á ráðherrana að beita sér fyrir lausn vandans sem fyrst. Þessi stöðvun hefir líka fljótt mjög víðtæk áhrif, atvinna mun dragast saman og engin verða hjá enn fleiri starfsstéttum en verkafólki og sjómönnum. D Hefir þetta áhrif á kjarabar- áttuna í haust? ¦ Nei, við munum gera sömu kröfur í launamálum fyrir þessu. Það er mjög brýnt að bæta kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Þessir hópar hafa dregist mjög aftur úr í launum, og í þeim efnum verður ekkert hvikað. En ég vona, að þetta mál leysist fljótt, og togararnir geti aftur haldið til veiða, sagði Sigfinnur að lokum. Stjórnvöld máttu þó vita það, að austfirskir útgerðarmenn stæðu við orð sín um að hætta veiðum við óbreyttar aðstæður. Ekki hefir heldur skort við- varanir til stjórnvalda frá öðrum aðilum. Alþýðusamband Aust- urlands hefir sterklega varað stjórnvöld við sinnuleysi í þessu máli, og bæjarstjórnir Seyðis- fjarðar, Neskaupstaðarog Eski- fjarðar hafa sent stjórnvöldum gagnorðar ályktanir og áskoran- ir um úrbætur á aðstöðu útgerð- ar og fiskvinnslu, en þar liggja lífæðar sjávarplássanna allt í kringum landið. Ályktanir bæjarstjórnanna hafa verið birtar í fjölmiðlum og verða því ekki raktar frekar hér, en þær eru allar mjög samtóna, og í þeim gætir uggs, ef útgerðin stöðvast. Þá er almennt atvinnuleysi á Austurlandi á næstu grösum. Framkvæmdastjórn og þing- flokkur Alþýðubandalagsins lét frá sér fara ályktun í svipuðum tón í fyrradag, og er þar bent á ýmsar leiðir, sem flokkurinn vill, að farnar verði til útbóta fyrir útgerð í landinu. B. S. Orðagjálfur ráðherranna létt í vasa Á miðvikudaginn var haldinn á Egilsstöðum rúm- lega 30 manna fundur, þar sem mœttir voru fulltrúar togaraútgerða á Austurlandi, formaður SSA, formað- ur og fleiri fulltrúar Alþýðusambands Austurlands, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra og þingmenn Austurlandskjördœmis, þar aftveir ráð- herrar atvinnumála, annar þeirra sjálfur sjávarútvegs- ráðherrann. AUSTURLAND náði tali afÓlafi Gunn- arssyni, framkvœmdastjóra Síldarvinnslunnar hf í Neskaupstað eftir fundinn og spurði fyrst um tildrög þessa fundar nú. ¦ Ja, þessi fundur var lokatil- raun til að fá fram hugmyndir stjórnvalda til að koma í veg fyr- ir stöðvun togaranna. Áður höfðu verið haldnir tveir fundir með Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, án þess að nokkur árangur yrði. ? Og hver varð árangurinn nú? ¦ Umræður á fundinum voru hreinskilnar. En niðurstaðan var einungis sú, að Halldór Ás- grímsson sagði, að ríkisstjórnin hefði ýmislegt í bígerð til hags- bóta fyrir sjávarútveginn og væri ákvarðana að vænta á næstu dögum. En slíkt gagnar okkur lítið í viðskiptum við þá, sem við skuldum og er haldlítið í viðræðum við bankana t. d. ? Það hefir ekki komið til greina að fresta þessari stóðvun? ¦ Nei, við sem að henni stöndum, ræddum saman um stöðuna og orð ráðherranna. Hjá þeim kom ekkert fram, sem breytti stöðunni nú, svo að ekki var um annað að gera en stöðva veiðar. Þaö hafa litlar ráðstafan- ir verið gerðar til hagsbóta fyrir sjávarútveginn síðan í maí í fyrra. Þá var ákveðin gengis- stefna og ákvarðanir teknar um afkomumál sjávarútvegsins, byggðar á alröngum upplýsing- um frá Þjóðhagsstofnun. Síðan hafa allar aðstæður orðið óhag- stæðari, t. d. í vaxtamálum, gengismálum og afurðasölumál- um. Gengishækkun á sjávar- afurðum hefir t. d. aðeins orðið 7 - 8%, á meðan kostnaðar- hækkanir innanlands hafa orðið nálægt 40%. Tekjurnar sitja fastar, meðan allt annað hækkar hömlulaust. Tap á meðaltogara er á þremur árum nær 20 millj. kr., og ekki er útkoman betri á loðnuskipunum. Þettaþýðir, að hjá Síldarvinnslunni hf. t. d. vantar nær 100 millj., miðað við það, að meðaltogari hefði verið rekinn taplaus eða á sléttu. f febrúar komu fram hug- myndir hjá stjórnvöldum um skuldbreytingu hjá útgerðinni, en þær ráðstafanir hafa ekki enn séð dagsins ljós. ? Hvað haldið þið, að þessi stöðvun vari lengi? ¦ Við erum ekki bjartsýnir, en menn hafa vart leyfi til annars en að vona, að málið verði leyst fljótt. Þetta verður ekki leyst í héraði, heldur þarf það að ger- ast hjá stjórnvöldum, sagði Ólafur Gunnarsson að lokum. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.