Austurland


Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 28.07.1984, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR, 28. JÚLÍ 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Kristinn V. Jóhannsson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7571. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Sjávarútvegurinn auðsuppspretta, ekki vandamál Vandi sjávarútvegsins er nú á hvers manns vörum, enda mörg fyrirtæki í atvinnugreininni að komast í þrot. En því fer fjarri, að hér sé eitthvað nýtt á ferð. Á undanförnum árum hefur verslun og milliliðastarf- semi ýmiss konar blómgast í landinu, á meðan erfið- leikar hafa steðjað að fyrirtækjum í frumatvinnu- greinum þjóðarinnar. Ástandið í þessum efnum á fyrsta valdaári núverandi ríkisstjórnar hefur þó keyrt um þverbak. Ríkisstjórninni er að takast að leggja undirstöðuatvinnuveg landsbyggðarinnar í rúst og eru afleiðingarnar farnar að koma í ljós. Þegar er skollin á bylgja fólksflótta frá landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins, gósenlands brasks og alls konar milliliðagróða. Fréttir af atvinnumálum á höfuðborgarsvæðinu hljóma í eyrum landsbyggðarmanns eins og fréttir frá öðru landi. Þaðan er greint frá stórgróða verslun- ar- og þjónustufyrirtækja, gegndarlausum yfirborg- unum á launamarkaði og framkvæmdum í byggingar- iðnaði, sem eiga engan sinn líka. Sagt er t. d. að iðnaðarmenn af landsbyggðinni streymi nú tugum eða jafnvel hundruðum saman í framkvæmda- og þensludýrðina syðra. Á meðan höfuðborgarsvæðið baðar sig í gróðanum upphefja þar hinir undarlegustu fuglar raust sína og ræða um nauðsyn þess að draga saman segl í sjávar- útvegi og vara við áframhaldandi offjárfestingu á því sviði. Ekki heyrist eitt einasta orð um offjárfestingu annars staðar. Allt virðist t. d. eðlilegt og þarft í bankakerfinu eða á sviði verslunar. í umræðum um þessi mál virðist mikilvægasta staðreyndin ærið oft gleymast, sú staðreynd að sjáv- arútvegurinn stendur undir hvorki meira né minna en 75% gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Þessi stað- reynd ein og sér ætti ótvírætt að sýna, að sjávarútveg- urinn er ekki vandamál, heldur þvert á móti auðs- uppspretta. Vandamálið er hins vegar kolvitlaus efnahagsstjórn. Á ráðstefnu, sem Alþýðubandalagið á Austurlandi efndi til í lok síðasta mánaðar, var ályktað ítarlega um atvinnu- og byggðamál. Þar var m. a. hvatt til nýrrar sóknar í atvinnumálum landsbyggðarinnar og bent á nauðsyn þess að stöðva tilfærslu fjármagns frá sjávarútvegi til verslunar og þjónustu. Þetta eru ein- mitt verkefni, sem landsbyggðarmenn verða að standa saman um að hrinda í framkvæmd. Aðrir verða ekki til þess. 5. G. Frá Bæjarstjórn Neskaupstaðar Bæjarstjórn kom saman til fundar 10. júlí sl. Þar voru reikningar bæjarsjóðs og hinna ýmsu stofnana fyrir árið 1983 teknir til fyrri umræðu, en af öðrum málum má nefna: Ráðning bæjarstjóra Ásgeir Magnússon iðnráð- gjafi var ráðinn bæjarstjóri í Neskaupstað frá 1. október nk., en þá lætur Logi Kristjánsson af störfum. Ásgeir er rafmagns- tæknifræðingur að mennt og hefur nú á annað ár starfað sem iðnráðgjafi Austurlands með búsetu á Seyðisfirði. - Valur Þórarinsson sagði upp starfi sínu 1. júlí. Starfið var auglýst og sóttu tveir. Sveinn Árnason frá Finnsstöðum hefur verið ráðinn í starf Vals frá 1. okt. að telja. - Gunnar Ólafsson hefur sagt upp starfi sínu við veðurat- hugun í Neskausptað. Aug- lýst hefur verið eftir manni í starfið. - Nesval sækir um lóð undir verslunarhús á hafnaruppfyll- ingunni andspænis Hafnar- braut 8. Leitað var álits hafn- arnefndar. Hafnarnefnd er samþykk beiðninni fyrir sitt leyti, en ekki hefur verið gengið frá úthlutun vegna at- hugasemda frá Kaupfélaginu FRAM, sem telur sig e. t. v. eiga tilkall til lóðarinnar. Málið er í könnun, en bæjar- fulltrúar voru hlynntir því að Nesval fengi lóðina ef könnun leiddi í ljós að hún væri ekki öðrum leigð. - Skeljungi var veitt leyfi til að byggja smábátabryggju fram- an við þvottaplan félagsins við Hafnarbraut 19. - Samþykkt var að auglýsa laust starf forstöðumanns Eg- ilsbúðar. - Hafnarnefnd hefur tekið til- boði frá SVN í viðgerð á bæjarbryggjunni. Tilboðið er upp á kr. 1250 þús. og verkið verður unnið á tveimur árum. Blómlegt líf ungtemplara á Vopnafirði Ungtemplarafélagið Líf á Vopnafirði hefur nú starfað í 3 vetur. Fé- lagið hefur leitast við að starfa undir einkunnar- orðum hreyfingarinnar: bindindi - bræðralag - þjóðarheill. Að vísu einskorðast starfið ekki við veturinn og síðasta starfsár byrjaði um miðjan ágúst með úti- legu í Burstafellsskógi. Þaðan gafst gott tækifæri til gönguferða m. a. inn að eyðibýlinu Fossi. Félagsfundir vetrarins hafa verið í skólanum eða kaffistofu Saltfiskverkun- arinnar. Þar eru ýmis mál rædd og brugðið á leik. Meðal efnis má nefna heimsókn og kynningu tveggja AA-manna á samtökum sínum. Hér- aðslæknirinn kom og fræddi félaga um getnað- arvarnir. Sá fundur var sérlega vel sóttur. Félagar brugðu sér einnig í mismunandi erf- iðar gönguferðir og sund- laugarútilegu. Krossavíkurfjall var klifið. Þá komu nokkrar erlendar fiskvinnslustúlk- ur með til að kynnast landi ísa frá nýjum og hærri sjónarhóli en kaup- ið býður upp á. í Árvíkurferð voru möguleikar láglendisins nýttir, ratleikur-matseld við glóð og brakandi varðeldur úr rekavið. Hvort einhverjir hafi dottið í sjóinn verður ekki rakið hér. Um síðustu helgi 22. - 24. var svo Jónsmessu fagnað inni í Heiði. Gangnakofi við Arnar- vatn var fenginn að láni. Allan laugardaginn og fram á sunnudagsmorgun var undurgott veður. Verst var mýbitið. Farið var í gönguferðir og ýmis kennileiti skoðuð. Fannst sérkennileg vatnsupp- spretta þar sem sandur bullaði upp undir 25 cm vatnsborði. Héraðs- læknirinn kom í heim- sókn og til að spara sér um stundar göngu synti hann yfir kvísl eina er á leið hans varð. Hann kenndi svo undirstöðuat- riði hjálpar í viðlögum. Þegar liðið var fram yfir miðnætti og dalalæð- an læddist að, fengu 2 gestir af eldri gerðinni að sjá, hvernig félagarnir ærsluðust og völdu út nokkra úr hópnum og fengu þeir sérstaka með- ferð (sennilega sam- kvæmt kjörorðinu bræðralag), sem fólgin var í að vera kastað út í vatnið. Á meðan sólin hafði sig upp yfir fjallsbrúnirnar, gengu gestirnir upp á þjóðveg eftir að hafa fengið far með ferjunni, sem smíðuð var eftir að læknirinn hafði sannað, að styttra var að fara yfir kvíslina en ganga fyrir endann á vatninu. Óðins- hanar syntu um og tinuðu með höfðinu og í kyrrð- inni heyrðist í öðrum fuglum. Framundan er svo al- heimsmót ungtemplara, IGTYF. Það verður hald- ið á íslandi að þessu sinni, í Mosfellssveit dagana 22. - 28. júlí. Vopnafirði 27. júní 1984. Guðrún Hjartardóttir, Krossavík Vopnafirði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.