Austurland


Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 20. SEPTEMBER 1984. 3 Stalín er ennþá hér Afmælisspjall við Guðmund Helga Sigurjónsson sextugan „Maður drattast auðvitað með í Alþýðubandalaginu. “ Ljósm. Einar Þórarinsson. valdsins á Finnagaldursárunum, eru þessi upphróp og læti út af Tékkó og Ungó og fleiri atburð- um eins og smá él, sem hafa eng- in áhrif á raunsæistruntur. Þá fengum við þá skólun, sem færði okkur heim sanninn um, hvað blekkingarmoldviðrið er gegnd- arlaust. Við erum orðin svo kunnug skákbrellum auðvalds- ins, að við kunnum leiki þess utanað. □ Hvernig líst þér á samtök sós- íalista nú? ■ Ja, ég segi nú eins og Stein- grímur: - þetta er erfið spurning. Ég veit ekki, hvað maður á að segja um Alþýðu- bandalagið. Maður drattast auðvitað með, en mér finnst þróunin minna óneitanlega mik- ið á þróunina í Alþýðu- flokknum gamla, og ég er auð- vitað ósáttur við þá þróun. Það er enginn vafi á því, að þátttaka sósíalista í borgara- legum ríkisstjórnum hefur leitt flokkinn til hægri og maður er farinn að spyrja sjálfan sig að því, hvort það sé kannski rétt sjónarmið, að sósíaliskur flokk- ur eigi ekki að taka þátt í borg- aralegri ríkisstjórn. □ Ertu ánægður með kjör verkafólks nú? ■ Pað þarf enginn að efast um, að launakjör hafa sjaldan eða aldrei verið lakari en nú, en auð- vitað hafa önnur kjör og aðstaða batnað. Almenn kjör alþýðu voru allt önnur og verri, þegar ég var ungur. Ríkisstjómin er hrein auð- valdsstjóm, sem ekki skilur ann- að en þröng gróðasjónarmið. Hún skilur ekki þörf atvinnuveg- anna, en stefna hennar er stuðn- ingur við þjónustugreinar og fjárplógsmenn. Frumatvinnu- greinamar - sjávarútvegur og landbúnaður - koma henni ekki við og manni skilst, að það eigi helst að leggja þær niður. □ Hvað er til ráða? Hvað er framundan í kjaramálunum? ■ Ja, hvaða ráðum ræður verkalýðshreyfingin yfir? Hún getur háð kjarabaráttu til að fá einhverja kauphækkun í krónu- tölu, en eftir stendur aðalvand- inn, en það eru hækkanir vöru og þjónustu og sem er hinn raunverulegi verðbólguhvati. Ef stjórnvöld skilja ekki eða neita að skilja vandann, er ekki annað að gera en fara út í harða kjarabaráttu, sem þýðir ein- hverja hækkun launa í krónum talið. En er þetta raunverulega lausn? Erum við ekki að elta skottið á sjálfum okkur? Það verður engum árangri náð, fyrr en fólk skilur, hvað um er að vera og notar kjörseðilinn sinn rétt og hættir að kjósa and- stæðinga sína yfir sig. Menn verða að fara að þekkja, hverjir eru andstæðingar. □ Þú hefur starfað mikið í MÍR ogferðast víða um Sovétríkin og önnur lönd Austur-Evrópu. Eru þessi tengsl okkur til einhvers gagns? ■ Ég tel það. Þau eru þýðing- armikil fyrir báðar þjóðirnar. Þetta eru menningarsamskipti, íslensk menning er kynnt í Sov- étríkjunum og þeirra mcnning hér. Með stofnun MÍR 1951 var opnuð þessi leið til menningar- samskipta landanna, sem leiddi til þess, að íslensk stjórnvöld tóku upp menningarsamstarf við sovésk stjórnvöld og fóru að skiptast á sendinefndum, m. a. fór Gylfi Þ. Gíslason til Sovét- ríkjanna, meðan hann var menntamálaráðherra. Þessi samskipti eru af hinu góða. Eftir að Krúsjov hélt hina frægu ræðu sína 1956, lágu sam- skiptin á vegum MÍR niðri á tímabili, en hófust aftur um 1975 og síðan hefur verið starf- að af fullum krafti. MÍR fékk Guðmundur sýnir greinarhöfundi mynd af móður gamla mannsins. Ljósm. Einar Þórarinsson. Hin frœga bók eftir Gunnar Benediktsson. Ljósm. Einar Þórarinsson. Guðmundur Sigurjónsson í Neskaupstað varð sextugur 15. september sl. Slíku er erfitt að trúa fyrir þann a. m. k. sem man samstarf við Guðmund í Æsku- lýðsfylkingunni, eins og það hefði átt sér stað í gær. Raunar sýnist maðurinn yngri að árum en kirkjubækur segja til um og yngri er hann í anda og frískari á fótinn en margur, sem hefir færri ár að baki. Guðmundur er fæddur í Nes- kaupstað 15. sept. 1924oghefir ætíð átt heima og starfað hér á þeim stað, sem honum er öðrum stöðum kærari. Foreldrar Guð- mundar voru Helga Þorvalds- dóttir, alin upp á Hafranesi við Reyðarfjörð og Sigurjón Ás- mundsson frá Vindheimi í Norðfirði. Guðmundur hefir lengst af starfað sem verkamaður og langsamlega lengst sem tækja- maður í Fiskvinnslustöð SÚN og síðar Síldarvinnslunnar hf. Árin 1963 - ’68 var hann fram- kvæmdastjóri Egilsbúðar og frá 1968 - '12 rak hann bókaverlsun í Neskaupstað. Guðmundur hefir alla tíð ver- ið virkur þátttakandi í verka- lýðshreyfingunni og í samtökum sósíalista. Hann er í stjórn Verkalýðsfélags Norðfirðinga og hefir verið í henni alls um tvo áratugi. I flokki sósíalista hefir hann jafnan staðið á rót- tækasta væng, enda maðurinn með fastmótaðar hugmyndir um sósíalismann og framkvæmd hans og lítt gefinn fyrir kratískar tilhneigingar eða borgaralegan hugsunarhátt. En þó að Guð- mundur tali um merkisbera sós- íalismans af alvöru, er hann ætíð glettinn í samræðum, hlát- urmildur og með bros á vör. f tilefni sextugsafmælisins fékk AUSTURLAND Guð- mund í stutt spjall, og um leið og hann lagði frá sér bókina, sem hann var að lesa - Bóndann í Kreml - eftir Gunnar Bene- diktsson, var dembt á hann fyrstu spurningunni. □ Drakkstu róttœknia í þig með móðurmjólkinni? ■ Það má segja það. Foreldrar mínir voru í Kommúnista- flokknum, en áður í Alþýðu- flokknum gamla, eins og margt róttækt fólk þeirra tíma. Ég gekk í Sósíalistaflokkinn 1943 eða ’44. En fyrstu verulegu af- skipti mín af pólitík voru, er ég fór á þing Æskulýðsfyllkingar- innar haustið 1944 að tilmælum forystumanna hér. □ Hefurðu aldrei efast um ágœti sósíalismans? ■ Nei, ég hef aldrei efast um það. Það er af og frá. Ég hef stundum orðað það þannig, að Sovétríkin væru eina von mann- kynsins. □ Hafði Finnagaldurinn engin áhrif á þig sem ungling? Runnu ekki á þig’ tvœr grímur þá? ■ Það má segja, að ég hafi harðnað þá. Þá tel ég, að ég hafi fengið skólun, sem fleiri hefðu þurft að fá. Ég hef sagt, að í augum okkar, sem þurftum að ganga í gegnum ofsóknir auð-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.