Austurland


Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 4

Austurland - 20.09.1984, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR, 20. SEPTEMBER 1984. Útsýni úr hótelglugga í Moskvu. Ljósm. Guðmundur Sigurjónsson. þá skeleggan forystumann, fvar H. Jónsson. Árið 1976 kom fyrsti hópur listafólks hingað til lands og síðan hefur komið hóp- ur árlega frá einhverju sovétlýð- veldanna. Hér áður voru starfandi deild- ir innan MÍR um land allt, en seinna var MÍR gert að einum landssamtökum með aðsetri í Reykjavík. Ég var í deildinni hér frá byrjun og allan tímann, en Gunnar Ólafsson var for- maður hennar. □ Hvernig er að ferðast um Sov- étríkin? ■ Mér hefur líkað það vel. Ég hef ekki orðið var við þessa kúgun eða hindranir, sem talað er um. Sovétlýðveldin eru ólík hvert öðru. Að koma til Moskvu er eins og að koma í annan heim, allt er svo ólíkt og hér, en fólkið er glaðlegt og frjálslegt. Grúsía er svo enn annar heimur. Þar er fólkið enn léttara að eðlisfari, enda Grúsíumenn ólíkir Rússum. í Grúsíu er sérstaklega milt loftslag, eiginlega sumar allt árið, og smjör drýpur þar af hverju strái. Grúsía er mesta sauðfjárræktarland Sovétríkj- anna. Útimarkaðirnir þar eru stórkostlegir. Þar svigna borð undan alls konar landbúnaðar- vörum, kjöti, ávöxtum, græn- meti o. fl. í Grúsíu er Gori, fæðingar- bær Stalíns. Ekki gat ég komist þangað. Þegar ég spurðist fyrir um aðstæður þar og ýmislegt varðandi Stalín, var því vinsam- lega tekið, en ekki mikið sagt. Undir niðri mátti þó greina að- dáun á gamla manninum. Það mátti skilja, að mönnum þótti nokkurs um vert, að maður frá smálýðveldi væri í slíkri valda- stöðu, því að hann skildi aðstöðu þeirra innan lýðveldasambandsins. í Grúsíu sá ég uppi myndir og styttur af gamla manninum. Þetta er nógu langt frá Moskvu, til að þær fái að vera. □ Pað vita allir kunnugir og margir fleiri, að þú ert gjarnan kallaður Stalín eða Guðmundur Stalín. Er þér raun að þessu? ■ Nei, nei, ég hef alltaf tekið þessu létt. Ég held reyndar, að ég hafi fengið þetta í arf eftir Framh. af 2. síðu. m. a. að röfla eitthvað út í línu- verði. Úrslit: Austri 5, Hrafnkell 1. Valur - Höttur Leiðinlegur leikur, þar sem knötturinn gekk mótherja milli og öskur Hattarmanna fylgdu með í venjulegum ringjum. Úr- slit sanngjörn. Dómari Sigurður Elísson (Hrafnk. Fr.). Hann lét leikmenn komast upp með hálf- gerðan kjafthátt gagnvart hon- um sjálfum. Slíkt nær engri átt. Dómari verður að vera vandur að virðingu sinni og sýna oflát- ungum gult spjald. Úrslit: Valur 2, Höttur 0. Austri - Þróttur Úrslitaleikurinn var svo milli „stórveldanna" Austra og Þróttar. Knattspyrnulega séð var hann ekki stórveldalegur, en í meðallagi. Lagaðist nokkuð undir lokin, er Þróttur átti nokkur falleg upphlaup. Dóm- ari var Ingólfur Hjaltason (Leikni b) og fórst það vel úr hendi. Úrslit: Austri 2, Þróttur 1. (Tvö mörk gerð úr víti, sitt á hvort lið). Þar með voru úrslit mótsins til lykta leidd. Austur- landsmeistari varð Austri, og föður minn sáluga. Þannig var, að Evald Christensen, sem var lengi lögregluþjónn hér og er nú nýlátinn, kallaði föður minn gjarnan Stalín í gamni, en faðir minn kallaði hann aftur Staun- ing, en Evald var danskur. Höfðu þeir báðir gaman af. Nafnið hefur svo haldist við, af því að allir vita, hvar ég stend í pólitíkinni og hef aldrei séð ástæðu til að afneita gamla manninum sem forystumanni sósíalismans. Með þessum orðum Ijúkum við spjallinu. Eru Guðmundi fœrðar bestu þakkir fyrir og árn- að heilla á þessum tímamótum og óskað langra og róttœkra daga. B. S. voru þeir vel að sigrinum komn- ir og óska ég þeim til hamingju. Stuttar athugasemdir í leikslok 1. Besti maður mótsins: Bjarni Kristjánsson, Austra. 2. Fallegasta mark gerði Bjarki Unnarsson, Austra. 3. Besti markv.: Ólafur Jónsson, Hetti. 4. Óvæntasti leikmaðurinn Guðmundur Hallgrímsson, Leikni b (49 ára). 5. Yngsti leikmaður og harð- asti: Ríkharður Garðarsson, Hrafnkeli Fr. (14 ára). 6. Þokkalegasta dómgæsla: Guðmundur Ingvarsson, Þrótti. 7. Skemmtilegasti leikurinn: Leiknir b - Neisti. Læt ég svo þessum vangavelt- um lokið og hef ég ekki trú á, að allir séu mér sammála, enda ekki til þess ætlast, svo er margt sinnið sem skinnið. Athugandi er, að næsta mót verði útsláttarkeppni. Hún hef- ur yfir sér sérstaka spennu. Framkvæmd þessa móts var í höndum Hrafnkels Freysgoða og held ég, að hún hafi verið skammlaus. Tel ég þessi haust- mót hafa gildi, verði þau ekki lakari en þetta. SKÁK Frá Skáksambandi Austurlands Síðastliðið vor var haldinn í Neskaupstað aðalfundur Skák- sambands Austurlands. Þar var kjörin ný stjórn. Hún hefur nú skipt með sér verkum þannig: Formaður: Þór Örn Jónsson, Fáskrúðsfirði, sími 5365. Gjaldkeri: Páll Bald- ursson, Neskaupstað, sími 7355. Ritari: Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Egilsstöðum, sími 1398. Vetrarstarfið hefst með þátt- töku í deildakeppni Skáksam- bands íslands, en fyrri hluti hennar fer fram í Reykjavík 28. til 30. sept. Fyrri hluta október eigum við svo von á Margeiri Péturssyni. Hann mun tefla fjöltefli og veita tilsögn í skák, allt eftir óskum hinna ýmsu félaga. Auk fastra liða, svæðismóts og sveitakeppni o. fl., hefur stjórnin hug á að brydda upp á nýmælum. Hugmyndir eru uppi um að efna til sveitakeppni milli Nes- kaupstaðar og félaga utan Nes- kaupstaðar, en skáklíf hefur staðið þar með miklum blóma eins og kunnugt er. Reynt verður að koma á svæðisbundnu helgarmóti í sam- vinnu við Skáksamband Norð- lendinga. Fleira verður e. t. v. reynt, og vonumst við til, að skákfélögin á hinum ýmsu stöðum sýni nú meira lífsmark en oft áður. Að lokum má geta þess, að gera má ráð fyrir, að við sendum landslið til Færeyjá næsta sumar í samvinnu við Skáksamband Norðlendinga til að endurgjalda heimsókn Færeyinga hingað sumarið 1983, en þessar gagn- kvæmu heimsóknir eru að verða fastur liður annað hvert ár. G. 1. J. Frá Taflfélagi Norðfjarðar í vetur verða æfingar félagsins á þriðjudögum kl. 2000 í Fram- haldsskólanum. Fyrsta æfingin verður nk. þriðjudag. Fyrir áramót verða tvö skák- mót á vegum félagsins, þ. e. skákmót TN, sem er einstakl- ingskeppni, og stofnanakeppni TN, sem er sveitakeppni milli fyrirtækja í bænum. Skákmenn frá félaginu taka þátt í deildarkeppni SÍ um aðra helgi á vegum Skáksambands Austurlands. Vonast er tii, að félagið fái tækifæri til að senda skáksveit á skákmót Flugleiða í nóv. nk. E. M. S. „Undir niðri mátti þó greina aðdáun á gamla manninum." Ljósm. Einar Pórarinsson. Atvinna Verkafólk vantar nú þegar til almennrar fiskvinnu Það verkafólk er hefur hug á að fá vinnu gefi sig fram við verkstjóra Síldarvinnslunnar hf. 0 7505 fyrir 1. október nk. Eftir þann tíma verður ráðið aðkomufólk Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Verkalýðsfélag Norðfirðinga Hugleiðingar . . .

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.