Austurland


Austurland - 04.10.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 04.10.1984, Blaðsíða 1
Austurland 3: 34. árgangur. Neskaupstað, 4. október 1984. 36. tölublað. Verkfall opinberra starfsmanna hafíð - Albert flýtti því um þrjá daga Úrslit atkvæðagreiðslu opin- berra starfsmanna um sáttatil- lögu í kjaradeilunni voru kunn sl. föstudag. Tillagan var kol- felld af ríkisstarfsmönnum og öllum bæjarstarfsmönnum nema á Akranesi, Keflavík og Suðurnesjum. Fjármálaráð- herra og borgarstjórinn í Reykjavík felldu tillöguna líka, en bæj arstj órar og sveitarstj órar samþykktu hana. Verkfall opinberra starfs- manna er nú hafið, hófst á mið- nætti sl. Tíminn frá því að úrslit kosninga um tillöguna voru ljós og þangað til í gærkvöld hefði átt að nýtast til samningavið- ræðna, en með frumhlaupi kom fjármálaráðherra í veg fyrir, að svo gæti orðið. Hann Iét svipta ríkisstarfsmenn októberlaunum og sama gerði borgarstjórinn í Reykjavík við borgarstarfs- menn. Slík lögleysa hlaut að leiða til harðra viðbragða af hálfu opinberra starfsmanna. Sú varð líka raunin. Strax á mánudag lamaðist öll opinber þjónusta, og opinberir starfs- menn mótmæltu gerræði fjár- málaráðherra og ríkissrjórnar- innar á ýmsa lund. Víða hafa starfsmenn farið sér hægt við vinnu þessa daga og kennsla hefir t. d. legið nær alls staðar niðri í þeim skólum, sem félagar í Kennarasambandi fslands starfa, en þar er um að ræða alla grunnskóla og fjölmarga fram- haldsskóla. Stjórn Kennarasambands Austurlands kom saman til skyndifundar sl. laugardag og samþykkti eftirfarandi ályktun, sem strax var símuð til allra trúnaðarmanna í skólum á fé- lagssvæðinu. „Stjórn Kennarasambands Austurlands skorar á austfirska kennara að mótmæla ögrun Gjöf til íbúða aldraðra Neskaupstað Sunnudaginn 23. sept. sl. af- henti LionsklúbburNorðfjarðar íbúðum aldraðra Neskaupstað veglega gjöf, en það voru hús- gögn í dagstofu hússins, alls 8 borð og 16 stólar hin vönduð- ustu að allri gerð. Viðstaddir þessa athöfn voru nokkrir félagar úr Lionsklúbbn- um, byggingarnefnd hússins ásamt bæjarstjóra svo og öllum íbúum hússins. Ásgeir Lárusson formaður verkefnanefndar Lionsklúbbs- ins ávarpaði viðstadda og af- henti formanni byggingarnefnd- ar Stefáni Þorleifssyni gjafabréf fyrir húsgögnunum. Stefán þakkaði Lionsklúbbn- um þessa veglegu gjöf og gat þess m. a. að hún gerði það mögulegt, að hægt væri að taka dagstofu hússins í notkun nú þegar, sem annars hefði dregist á langinn í ófyrirsjáanlegan tíma. Bæjarstjórinn Logi Kristjáns- son þakkaði Lionsklúbbnum einnig þeirra veglegu gjöf og flutti um leið nokkur kveðjuorð til þeirra sem þarna voru. Nú er flutt inn í allar íbúðir hússins 12 að tölu og eru íbúarn- ir alls 15. Ýmsu er þó enn ólokið í hús- inu og er ekki vitað hvenær verklok verða þar sem fjár- skortur tefur nú allar fram- kvæmdir. Byggingarnefnd þakkar hér með öllum félögum í Lions- klúbbi Norðfjarðar þessa rausn- arlegu gjöf. Stefán Porleifsson. ríkisvaldsins með því að leggja niður störf verði laiin ekki greidd samkvæmt kjarasamn- ingum 1. október." Laun voru svo aðeins greidd fyrir 3 fyrstu daga mánaðarins og ríkisstjórnin þar með búin að ákveða verkfall. AUSTURLAND hafði sam- band við formann Kennarasam- bands Austurlands, Hilmar Hilmarsson, kennara á Eskifirði í gær og spurðist fyrir um þessi mótmæli. D Hvers vegna gerðuð þið þessa samþykkt? ¦ Það kemur reyndar fram í samþykktinni sjálfri. Við erum að mótmæla þeírri ögrun fjár- málaráðherra að borga ekki út laun, eins og gera ber. Þar með ákveður hann verkfall. Það hefir svo komið í ljós, að yfirvinna fyrir september, sem hefði átt að greiðast með okt- óberlaunum, er heldur ekki greidd. Kennarar eru líka með þessu að sýna, að þeir standa einhuga að baki stjórnar BSRB og samn- inganefndar. D Fóru allir skólar að tilmœlum ykkar? ¦ Þátttaka í þessum aðgerðum er nær 100%. Kennsla var alls staðar lögð niður og nemendur sendir heim á mánudag eða þriðjudag nema í einum skóla. Sumir sveitaskólar áttu að byrja um síðustu helgi, en var f restað. Kennarar hafa mætt í skólana þessa daga og verið að störfum m. a. um kjaramálin og rætt stöðu þeirra frá degi til dags. ? Hvernig hafa nemendur og foreldrar tekið þessum aðgerð- um? ¦ Nemendur hafa tekið þeim vel, en ég hefi ekki mikið orðið var við viðbrögð hjá foreldrum. Hins vegar hafa ýmis foreldra- félög í Reykjavík og nágrenni lýst yfir fyllsta stuðningi við mótmæli kennara, sagði Hilmar að lokum. B. S. Perusala Lions Um helgina veðrur hin árlega perusala Lionsklúbbs Norð- fjarðar. Þá munu klúbbfélagar ganga í hús í bænum og sveitinni og bjóða ljósaperur til sölu. Ágóðanum verður eins og áður varið til líknarmála í byggðar- laginu. Lionsfélagar vonast eftir góð- um viðtökum Norðfirðinga nú sem endranær. Ursetustofu aldraðra. Á myndinni eru taliðfrá vinstri: Fanney Gunnarsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ásgeir Lárusson, formaður verkefnanefndar Lionsklúbbsins (t. h.) hjúkrunarforstjóri, Guðmundur Friðriksson, Guðrún Sigurjónsdóttir, ritari bœjarstjóra, EileifJóns- afhendir Stefáni Þorleifssyni, forstjóra sjúkrahússins gjafabréfið. dóttir, Liesel Sigurðsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Jóhann Sigurðsson og Eggert Magnússon frá Á milliþeirra sér íEggert MagnússonfráTálknafirði. Talknafirði. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.