Austurland


Austurland - 04.10.1984, Side 4

Austurland - 04.10.1984, Side 4
Austurland Neskaupstað, 4. október 1984. Auglýsingasími AUSTURLANDS er 7756 LÁNIÐ LEIKUR VIÐ ÞIG í SPARISJÓÐNUM Sparisjóður Norðfjarðar Pátttakendur að leik í Skálavík. Ljósm. Auðunn Eiríksson Karlakór Reykjavíkur á Austurlandi Pálmason, Óskar Pétursson og Hilmar Þorleifsson. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Páll P. Pálsson og undirleikari Guðrún A. Kristinsdóttir. Karlakór Reykj avíkur er einn besti og þekktasti karlakór á landinu. Heimsókn hans er því merkur listviðburður í mannlíf- inu hér og ættu söngunnendur ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara, heldur njóta eina kvöldstund hins Ijúfa söngvaseiðs með Karlakór Reykjavíkur. B. S. í vor var farið að undirbúa dvöl barna og unglinga frá sund- deild Þróttar í Neskaupstað og Vals á Reyðarfirði í æfingabúð- um í Bolungavík. Par ætluðu Austfirðingar, Siglfirðingar og heimamenn að taka þátt í sam- æfingum. Hafist var handa unt fjáröfl- unarleiðir ýmiss konar s. s. kökubasar, áheitasöfnun vegna maraþonsunds, flöskusöfnun o. fl. Tók almenningur mjög vel í þetta. Hópurinn, samtals 49 manns, börn og forráðamenn, fór með flugvél frá Neskaupstað til ísa- fjarðar mánudaginn 20. ágúst. Ákveðið hafði verið að taka sólina og góða veðrið, sem hefur verið hér austanlands í sumar, með í þetta ferðalag. Pað var eins og við manninn mælt, sólin birtist örfáum mínútum eftir lendingu á ísafjarðarflugvelli. Eins og sagt var frá í síðasta blaði er Karlakór Reykjavíkur nú í söngferð á Austurlandi. í kvöld syngur kórinn á Höfn og annað kvöld, föstudaginn 5. okt. kl. 21°° syngur kórinn í Eg- ilsbúð í Neskaupstað, í Herðu- breið á Seyðisfirði laugardaginn 6. okt. kl. 15°°ogaðkvöldisama dags kl. 2100 í kirkjunni á Egils- stöðum. Á efnisskránni eru létt og sí- gild karlakórslög bæði innlend ____ og erlend. Sundbúðir í Bolungavík Bn,ðnsvlra, eru Hreiðar Par tók rúta á móti okkur og flutti út í Bolungavík. Biðu þar eftir okkur kræsingar og hlýjar móttökur. Gistum við í grunn- skólanum ásamt Siglfirðingum, og snæddum morgunverð þar, en hádegis- og kvöldverð borð- uðum við í heimahúsum. Var okkur skipt niður á heimili for- eldra sundbarna í Bolungavík. En tilgangur ferðarinnar var ekki einungis að sofa og snæða. Strax á þriðjudagsmorgun hófust strangar æfingar í sundi og leikfimi undir leiðsögn þjálf- ara allra hópanna. Stóðu þær fram eftir degi og stóð sú dagskrá út vikuna. Lauk henni með sundmóti á laugardags- morgun. Ýmislegt fleira var til gamans gert. Ein stúlkan úr hópnum átti afmæli og var haldin 100 manna veisla með kökum, kakó og ýmsum uppákomum. Á föstudagskvöldið héldu Bolvíkingar okkur kvöld- skemmtun og að því loknu vai diskótek. Að afloknu sundmóti á laugardagsmorgun var okkui boðið í rútuferð tif Skálavíkur. voru þar grillaðar pylsur og farié í leiki. Sunnudeginum vai mönnum frjálst að eyða eftii eigin geðþótta. Haldið var heimleiðis mánu- daginn 27. ágúst eftir mjög vel heppnaða dvöl. Að lokum viljum við þakka sunddeild UMFB og öðrum gestgjöfum okkar frábærar mót- tökur. Einnig þökkum við bæjaryfir- völdum ókeypis aðgang að sundlauginni þennan tíma. Kveðjur, Sunddeild Próttar, Neskaupstað, Sunddeild Vals, Reyðarfirði. Hannes Már, 13 ára sundkappi í Bolungavík, tekinn hörðum tökum af veikara kyninu. Ljósm. Auðunn Eiríksson. Hvílst eftir pylsuveislu í Skálavík. Ljósm. Auðunn Eiríksson. Stöðvarfjörður: Tvenn fram- kvæmda- stjóraskipti Á Stöðvarfirði hafa nýlega orðið tvenn framkvæmdastjóra- skipti. Guðjón Smári Agnars- son hætti sem framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stöðvar- fjarðar og við tók Helgi Þóris- son útgerðartæknir. Einnig hætti Guðmundur Gíslason framkvæmdastjórastörfum við Kaupfélag Stöðfirðinga og við tók Friðrik Guðmundsson. AUSTURLAND óskar hin- um nýráðnu framkvæmda- stjórum alls góðs í störfum sínum. Á. J. / S. G. Tryggvi Málverkasýning Tryggva er í safnaðarheimilinu í Neskaupstað. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Basar Kvenfélagið Nanna í Nes- kaupstað heldur kökubasar á planinu neðan við kaupfélagið á morgun, föstudaginn 5. okt- óber. Ef veðrið verður vont, verður basarinn í anddyri Egilsbúðar. Peir sem gefa brauð, skili því milli kl. 10 og 12. Fréttatilkynning.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.