Austurland


Austurland - 04.10.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 04.10.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 4. OKTÓBER 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson ©7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir -Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — ©7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað ©7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Nýjustu afrek ríkisstjórnarinnar: stríð gegn opinberum starfsmönnum Sú ákvörðun fjármálaráðherra, sem samþykkt var af ríkis- stjórninni allri, að borga ríkisstarfsmönnum ekki laun, eins og gera átti 1. okt. hefir valdið mikilli reiði meðal opinberra starfs- manna, þar sem verið er með þessu að brjóta á þeim lög. Auk þess leiðir þessi launasvipting til fjárhagslegs öngþveitis á fjölda heimila í landinu og þar við bætist, að hún er ekki líkleg til að auðvelda samningaviðræður í þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir. Þvert á móti hefir þessi framkoma ríkisvaldsins þjappað opinberum starfsmönnum saman og opnað augu manna fyrir því, að við óvenju harðsnúinn og illvígan andstæðing er að eiga, þar sem núverandi ríkisstjórn er. í þessu sambandi skiptir ekki máli, hvar í pólitískum flokki menn standa. Strax á mánudag, þegar ljóst var, að fjármálaráðherra hafði gert alvöru úr hótun sinni um launasviptingu, efndu opinberir starfsmenn til starfsmannafunda á vinnustöðum víðs vegar um land, ræddu stöðu mála og tóku ákvarðanir um viðbrögð og að- gerðir. í nær öllum greinum og hvarvetna á landinu hafa menn hagað vinnu sinni á annan hátt en venjulega, ýmist lagt niður venjubundin störf og sinnt aðeins því brýnasta og rætt stöðu mála eða farið sér hægt við vinnu. Öll starfsemi hins opinbera hefir því verið meira og minna lömuð alla þessa viku. Launasviptingin, sem fjármálaráðherrann hefir vafalaust talið, að beygði opinbera starfsmenn til hlýðni og undirgefni, hefir því í raun flýtt allsherjarverkfalli um þrjá daga. Hafi einhver stjórn- viska falist í þessari ákvörðun ráðherrans, liggur hún a. m. k. ekki í augum uppi og verður raunar ekki annað séð en hún hafi þá snúist upp í andhverfu sína. Verkfall opinberra starfsmanna hófst svo á miðnætti sl. nótt, eins og lög gerðu ráð fyrir að yrði, eftir að sáttatillagan hafði verið felld og lögbundinn frestur var liðinn. Enginn opinber starfs- maður óskaði eftir að flýta þessu verkfalli og sennilega enginn landsmaður nema ríkisstjórnin með fjármálaráðherrann í broddi fylkingar, en sú fylking var svo bráðlát, að hún gat ekki beðið eftir verkfallinu lengur en til sl. mánudags. Það óheillaástand, sem nú hefir skapast, er því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ekki er unnt að segja til um það á þessari stundu, hversu langt þetta verkfall verður. Samninganefndir hafa setið á fundum hjá sáttasemjara síðustu daga, en árangur hefir þar enginn orðið, enda vart við því að búast, þegar ríkisstjórnin hefir haldið svo á spilunum sem raun ber vitni. Hún hefir engan samningsvilja sýnt. Almennt gera menn ráðfyrir valdbeitingu af hálfu ríkisvaldsins, sem virðist mjög hrifin af pólskum vinnubrögðum í viðskiptum við verkalýðshreyfinguna. Það má því eins reikna með bráða- birgðalögum, sem banna vinnudeilur, og e. t. v. fylgja Alþing- iskosningar í kjölfarið. Vinstri menn á íslandi ættu ekki að þurfa að kvíða þeim kosn- ingum. B. S. Frá AB á Vestfjörðum Helgina25. -26. ágústsl. hélt Alþýðubandalagið á Vestfjörð- um kjördæmisráðstefnu á fsa- firði. Þar voru gerðar margar hinar merkustu ályktanir, sem því miður er ekki rúm til að birta hér í blaðinu. En þó skal nokk- urra nú getið. Radarstöðvamál ítrekuð er andstaða við fyrir- hugaðar radarstöðvar á Vest- fjörðum og Norðausturlandi, varað við tvískinnungi stjórn- valda og þeim bent á að huga betur að öðrum hagsmunamál- um landsbyggðarinnar á heil- brigðari forsendum. Bent er á, að heimamenn geti haft áhrif á fyrirætlanir stjórn- valda í þessum efnum og skorað á Vestfirðinga að hrinda öllum áformum um byggingu radar- stöðva, enda hafi mikill meiri- hluti kjósenda á Vestfjörðum lýst andstöðu við fyrirhugaða radarstöð þar og sé sú afstaða í samræmi við vaxandi friðarum- Gleraugnasöfnun Lionsmenn um land allt gang- ast nú fyrir söfnuh á gömlum gleraugum, og er aðalsöfnunar- dagurinn 8. okt. Víða eru til gleraugu, sem fólk er hætt að nota, en þau geta vel verið not- hæf fyrir aðra. Á Shri Lanka (Ceylon) er mikil fátækt, þar er margt fólk í mikilli þörf fyrir gleraugu, en getur ekki keypt þau. Verkefni Lionsmanna er því að safna saman notuðum gleraugum, en þau verða síðan flokkuð og send til Shri Lanka. Lionsmenn í Norðfirði munu dreifa bréfi varðandi þetta í hús um leið og perusalan fer fram. Þeir sem vilja og geta gefið í þessa söfnun eru beðnir að hafa samband við einhvern eftirtal- inna: Þórarin Guðnason, S 7372, Rúnar Jón Árnason, S 7711 og Þorlák Friðriksson, S 7493. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Guðni Þorleifsson, bóndi, Naustahvammi 54, Neskaup- stað, er 70 ára í dag, 4. október. Hann er fæddur í Neskaupstað. Hann átti heima á Sveinsstöðum í Hellisfirði 1938 - 1941 og í Sandvíkurseli 1941 - 1943. Hann flutti að Viðfirði 1943 og bjó þar til ársins 1955. Þá flutti hann aftur til Neskaupstaðar og hefir átt hér heima síðan. Guðni tekur á móti gestum í safnaðarheimilinu í kvöld eftir kl. 20. ræðu og friðarvilja almennings um heim allan. Verkalýðsmál Vakin er athygli á þeirri deyfð, sem virðist ríkja um kjaramál hjá þorra verkafólks í landinu og ráðleysi verkalýðs- forystunnar gagnvart því vanda- máli svo og áróðri atvinnurek- enda. Linkind forystunnar er fordæmd og talið, að hún hafi valdið ófullnægjandi árangri í kjaramálum sl. vetur. Heitið er á launþega að hugsa ráð sitt í alvöru, kjósa sér dug- lega forystu og standa einhuga að baki hennar. En eitt aðal- verkefni forystunnar er talið vera að vekja upp baráttuhug verkafólks og viðhalda honum. B. Seðlabanki íslands verði lagður niður í núverandi mynd og honum einungis falið hlutverk seðlaprentun- ar. Jafnframt verði tryggt, að vald það sem seðla- bankinn nú hefur í gjaldeyr- ismálum verði í verulegum mæli fært út um byggðir landsins til þeirra sem standa undir gjaldeyris- framleiðslunni. Með slíkum ráðstöfunum mætti tryggja, að þau verð- mæti sem sköpuð eru í þjóð- félaginu, verði notuð í þágu þeirra, sem auðinn hafa skapað." Tillögur flokksstarfsnefndar Hvað ber að gera? Viðamikil stjómmálaályktun var samþykkt á ráðstefnunni, þar sem m. a. er bent á hina miklu kjaraskerðingu, fjallað um kjör frumatvinnuveganna, hin nei- kvæðu áhrif stjómarstefnunnar á byggðarlögin og flutning fjár- magns frá undirstöðuatvinnuveg- unum til verslunar og þjónustu- greina og ofvöxtur í verslunar- og viðskiptalífi höfuðborgarsvæðis- ins nefnt sem dæmi þar um. Stjórnmálaályktuninni lýkur á þennan hátt: „Snúa verður frá þeirri háska- legu nýlendustefnu, sem lands- byggðin hefur orðið að þola. Rækta verður með þjóðinni raunverulegt verðmætaskyn, sem hafnar þeim skilningi, að peningar séu hin einu og sönnu verðmæti, en ekki sú vinna og framleiðsla, sem skapar gjald- eyristekjur þessarar þjóðar. Náist ekki samkomulag um að skapa frumatvinnuvegunum réttlátan rekstrargrundvöll, er ljóst, að landsbyggðin verður að grípa til örþrifaráða til að tryggja tilverugrundvöll sinn. Þar kemur t. d. þetta til álita: A. Að brjóta upp grundvallar- skipulag þjóðfélagins og skipta landinu upp í öflugar einingar, er hafi vald og fjármuni til að taka að sér mörg þeirra verkefna, sem ríkið sér nú um. Eftirfarandi tvær tillögur frá flokksstarfsnefnd voru sam- þykktar á ráðstefnunni: Aukiö starf og kynning „Flokksstarfsnefnd hvetur til aukins starfs í flokksfélögum og tengsl þeirra við kjördæmisráð verði efld. Nefndin hvetur full- trúa á kjördæmisráðstefnum til að halda leiðarþing, þegar heim kemur og kynna þau mál, sem verið hafa efst á baugi. Nefndin hvetur til aukinnar samvinnu við flokksfélög í öðrum lands- hlutum t. d. með blaðakaupum og ef til vill heimsóknum. Slíkt gæti eflt samstöðu hinna ýmsu félaga, hvað varðar sameigin- lega hagsmuni.“ Yestfirðingur „Flokksstarfsnefnd telur brýna nauðsyn, að útgáfa Vest- firðings verði tryggð og að út komi a. m. k. eitt tölublað í mánuði. Ráðinn verði starfs- maður í að minnsta kosti hálft starf til að svo megi verða. Þá verði tengsl blaðsins við hin einstöku flokksfélög efld og inn- an þeirra kosnir starfshópar, er ynnu að efnisöflun m. a. ljós- myndun, dreifingu og inn- heimtu, hver í sínu byggðarlagi. Nefndin telur sjálfsagt og nauð- synlegt að skilja að fjárhag blaðsins og annað flokksstarf.“ B. S. Götumynd frá ísafirði. Ljósm. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.