Austurland


Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 1

Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 1
Austurland BILRETTINGAR SPRAUTUN Benni &. Svenni © 6399 & 6499 34. árgangur. Neskaupstað, 1. nóvember 1984. 40. tölublað. Fráþingi ASA. Við borðið aftast eru ritarar þingsins, forseti ASA ogfundarstjórar. Jón Guðmunds- son, Seyðisfirði í rœðustól. Ljósm. B. S. Fjölmennt og starfssamt þing ASA Sambandsþing Alþýðusambands Austurlands var haldið að Iðavöllum dagana 26. - 28. okt. sl. Þingið var fjölsótt og þróttmikið í störfum. Fulltrúar voru frá 11 aðildarfélógum sambandsins. Sigfinnur Karls- son var endurkjörinn forseti ASA og Sigurður Hann- esson var kjörinn varaforseti. Þingið hófst kl. 16 á föstudag með setningu forseta, Sigfinns Karlssonar, kosningu kjör- bréfanefndar og nefndanefnd- ar. Fundarstjórar voru Árni Þormóðsson, Neskaupstað og Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði og fundarritarar Viggó Sigfinns- son, Neskaupstað og Valdís Kristinsdóttir, Stöðvarfirði. Kosnar voru kjörnefnd, kjara- og atvinnumálanefnd, fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, fræðslunefnd og laganefnd og störfuðu þær á þinginu og skiluðu tillögum og álitsgerð- um, sem samþykktar voru á þinginu og birtar verða hér í blaðinu, eftir því sem rúm leyf- ir. Skýrsla forseta og reikningar í ýtarlegri skýrslu forseta kom fram, að verulegur hluti af starfi sambandisins er tengdur kjara- samningum, útreikningi og út- gáfu launataxta og útskýringum samninga. Þá er erindrekstur og ýmiss konar aðstoð við aðildar- félögin snar þáttur í starfinu. Öll félög ASA mótmæltu bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar í fyrra og flest félögin sögðu upp kjarasamningum miðað við 1. sept. sl. Fram kom í skýrslu forseta, að kaupmáttur launa hefir verið skertur um 30 - 32%, síðan nú- verandi ríkisstjórn tók við völdum. Þing ASA eru haldin annað hvert ár og voru því samþykktir reikningar sambandsins fyrir tvö ár. Er fjárhagsstaða sam- bandsins góð. Orlofshúsin Sigfinnur Karlsson lagði fram bráðabirgðauppgjör vegna byggingar orlofshúsa að Einars- stöðum á Völium frá árinu 1981 til 25. okt. sl. Á þessu tímabili hafa verið byggð 20 orlofshús, en alls eru þau orðin 32 á svæð- inu, þaraf á ASA2'/2hús. Ólok- ið er ýmsum framkvæmdum á svæðinu svo sem gerð vatnsveitu og frágangi lóða og leikvalla. Nýtt aðildarfélag Samþykkt var innganga nýs félags í sambandið, en það er Verslunarmannafélag Austur- lands. Eru aðildarfélögin þá orðin 14. Efling ASA Fram kom á þinginu sterkur vilji þingfulltrúa til að efla og auka starfsemi ASA og bera margar ályktanir, sem sam- þykktar voru, þeim vilja vitni. Talið var heilladrýgra fyrir verkafólk í fjórðungnum að efla starf ASA, en draga úr vægi sérsambandanna. Þá kom fram mikill áhugi fyrir aukinni fræðslustarfsemi og ráðningu fræðslufulltrúa í starf hjá sam- bandinu. Á þinginu voru gerðar all- nokkrar breytingar á lögum sambandsins. Stjórn ASA Kosin var stjórn ASA til næstu tveggja ára og er hún þannig skipuð: Sigfínnur Karlsson, Neskaup- stað, forseti (kosinn með 39 atkv. Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði hlaut 10 atkv. 4 seðl- ar auðir). Sigfinnur Karlsson setur þing ASA. Ljósm. B. S. Sigurður Hannesson, Höfn, varaforseti (kosinn með 28 atkv. Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði hlaut 24 atkv. 2 seðlar auðir). Hrafnkell A. Jónsson, Eski- firði, ritari (kosinn með 26 atkv. Valdís Kristinsdóttir, Stöðvar- firði hlaut 14 atkv. og Arni Þormóðsson, Neskaupstað 12 atkv. 2 seðlar auðir). Gyða Vigfúsdóttir, Egils- stöðum, gjaldkeri (kosin með 32 atkv. Árni Þormóðsson hlaut 19 atkv. 3 seðlar auðir). Valdís Kristinsdóttir, Stöðv- arfirði (50 atkv.), Jón Þórarins- son, Egilsstöðum (36 atkv.) og Björn Jónsson, Reyðarfírði (33 atkv.) eru meðstjórnendur. (Stella Steinþórsdóttir, Nes- kaupstað hlaut 21 atkv. og Hall- steinn Friðþjófsson 26 í fyrri umferð og Björn Jónsson einn- ig. Kosið var á milli þeirra og hlaut Hallsteinn þá 20 atkv.). Verkfalli BSRB frestað: Samningar tókust á þriðjudag í fyrrakvöld tókust samningar í kjaradeilu BSRB og ríkisins og var verkfalli þá frestað og hófst vinna víða þá þegar og í gær voru öll hjól farin að snúast á vinnustöðum opinberra starfsmanna. Helstu atriði þess nýja samn- ings eru, að laun hækka um 10% frá 1. nóv. miðað við launatöflu í ágúst, ný launatafla skal gerð, þar sem bil milli launaflokka verði 3.5% og er sú Iaunabót, sem við það fæst, innifalin í 10 prósentunum. Greidd verður 2.500 kr. uppbót fyrir sept. og 4.000 kr. fyrir miðjan nóv. 800 kr. hækkun verður 1. des. og allir hækka um einn launaflokk 1. maí á næsta ári. Samningur- inn gildir frá 1. nóv. til ársloka 1985 og er talið, að meðalhækk- un á samningstímabilínu sé 16.4%. Gerð sérkjarasamninga á að hefjast strax og eiga þeir að hafa sama gildistíma og aðalkjara- samningur. Heildarlaunahækk- un er talin verða tæp 20% á samningstímabilinu, þegar með er talið það, sem hugsanlega fæst út úr sérkjarasamningum. Ýmis fleiri ákvæði eru í samn- ingnum svo sem nýjar launaflokka- viðmiðanir vaktavinnu, persónu- uppbótar í des. og lágmarks- greiðslu orlofsfjár. Þá eru óljós ákvæði um endurskoðun launaliða eftir 1. júní á næsta ári í ljósi verð- lagsþróunar að dómi aðila! Launa- liðum samningsins má segja upp miðað við 1. sept. á næsta ári, hafi leiðréttingar ekki fengist eftir nán- ar ákveðnum reglum. Samningurinn var samþykkt- ur af fjármálaráðherra og í samninganefnd BSRB var hann samþykktur með 36 atkv. gegn 13, en 2 sátu hjá. Allsherj aratkvæðagreiðsla ríkisstarfsmanna um samning- inn fer fram, eins fljótt og unnt er, en enn er ekki ákveðið, hve- nær það verður. Þegar þetta er ritað, er enn ósamið hjá borgarstarfs- mönnum í Reykjavík og bæjar- starfsmönnum á Seltjarnarnesi og eru þessir aðilar enn í verk- falli. B. S. Varastjórn skipa: Guðjón Sigmundsson, Reyðarfirði, Dröfn Jónsdóttir, Egilsstöðum, Sigurbjörn Björnsson, Vopna- firði, Eiríkur Stefánsson, Fá- skrúðsfirði, Stella Steinþórs- dóttir, Neskaupstað, Ásta Geirsdóttir, Borgarfirði og Anna S. Karlsdóttir, Höfn. Endurskoðendur voru kosnir Þórarinn Pálmason, Djúpavogi og Sigurjón Bjarnason, Egils- stöðum og Bóas Hallgrímsson, Reyðarfirði til vara. Vopnafjörður: Garður rifínn Garður, sem var sjúkraskýli Vopnfirðinga nokkra áratugi, er nú horfinn. Söknuður margra er mikill, enda margir núlifandi Vopnfírðingar fæddir í húsinu. Heilsugæslustöðin nýja hefur tekið við hlutverki Garðs. Vopnfirðingafélagið í Reykja- vík stóð fyrir niðurrifi hússins. Byggir félagið nú úr efninu sumarbústað fyrir brottflutta Vopnfirðinga inni við Skála. A. B. I E. M. S. Félagsvist AB hefst í Egilsbúð í kvöld kl. 20« Alþýðubandalagið Góð þingaðstaða Eins og áður hefir komið fram, var þingið haldið á Iða- völlum'. Þar er aðstaða mjög góð fyrir þinghald sem þetta, og þar fengu þíngfulltrúar hið fínasta fæði þingdagana í mötuneyti, sem Anna Sigurðardóttir á Gunnlaugsstöðum stjórnaði. ------------------------------------------ En þau Úlfsstaðahjón, Sigríður _^ , _ - -^. Ólafsdóttir og Magnús Sigurðs- J^ TJ| UlftOlIlU son eru umsjónarmenn Iðavalla ogeinnigorlofsbúðannaaðEin- Vegna hækkunar á prent- arsstöðum,enþargistuþingfull- kostnaði hækkar auglýsinga- trúar, sem lengra voru að verðí kr. 135hverdsmoglausa- komnir, í góðu yfirlæti. söluverð hækkar í kr. 20. B. S. Ritnefnd.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.