Austurland


Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 1, NÓVEMBER 1984. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir- Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað - S7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI s Otryggar atvinnuhorfur Eins og margoft hefir komið fram hér í blaðinu í sumar og haust, eru horfur í atvinnumálum víða mjög ótryggar á Austurlandi og hið sama gildir um aðra landshluta. Þetta er sumpart samdráttarstefnu ríkisstjórnarinnar að kenna og sumpart aflasamdrætti helstu nytjafiska. Þyngst vegur þó á metunum í þessum efnum það vanmat, sem stjórnvöld leggja á frumatvinnuvegi landsmanna og þann stóra hlut, sem sjávarplássin víðs vegar um landið eiga í þjóðarafkomunni. Horfið hefir verið frá raunverulegri og heilbrigðri byggðastefnu, sem miðar að vexti og viðgangi landsbyggðarinnar allrar, en þess í stað er markvisst unnið að því að soga bæði fólk og fjármagn til höfuðborgarsvæðis- ins og þar virðist vera nóg fjármagn til flestra hluta og ekki síst þeirra, sem lítt eru arðbærir fyrir þjóðarbúið í heild. Erfið staða útgerðar og fiskvinnslu er áhyggjuefni fyrir fólk á landsbyggðinni. Óvissa í þeim rekstri skapar hættu á atvinnuleysi og sums staðar er atvinnuleysi þegar og hefir verið um langt skeið. Af þessu hafa Austfirðingar áhyggjur og það kom m. a. greinilega fram á nýafstöðnu þingi Alþýðusambands Aust- urlands, þar sem átalin er sú stjórnun, sem leitt hefir til atvinnuleysis í sumum plássum og yfirvofandi atvinnuleysis í öðrum. AUSTURLAND hefir heyrt það á samtölum við fjölda verkafólks víðs vegar af Austurlandi að óttinn við atvinnu- leysi á næstu vikum og mánuðum er mikill. Það er uggur í mönnum. Þetta fólk veit, hvað það er að tala um og á það mættu stjórnvöld hlusta, því að hér er úrbóta þörf. Það er lítil lausn í atvinnuleysi, að sjávarútvegsráðherrann lýsi því yfir glottandi, að ástandið sé ekki eins slæmt og haldið hafi verið fram á Austfjörðum í sumar. Yarnarsigur Nærri fjögurra vikna verkfalli BSRB er lokið. í fljótu bragði virðist BSRB hafa náð fram liðlega helmingi þeirra launahækkana, sem krafist var og er þá allt talið með svo sem hækkun um launaflokk á næsta ári og sérstök launa- uppbót fyrir september og í nóvember. Verkfalli hefir verið frestað, þangað til allsherjaratkvæðagreiðsla hefir farið fram um samninginn. Eflaust finnst mörgum, að hér sætti opinberir starfsmenn sig við of lítinn hlut eftir svo langt verkfall. En það er við óvenju fjandsamlegan andstæðing að fást og þetta getur því kallast varnarsigur í kjarabaráttunni. Ekki er ólíklegt, að félög innan ASÍ semji á svipuðum nótum næstu daga. En BSRB á eflaust eftir að draga ýmsa lærdóma af þessari kjaradeilu og framkvæmd verkfallsins. Ríkisvaldið beitti öllum ráðum til að brjóta BSRB á bak aftur og sá m. a. til þess, að kjaradeilunefnd misbeitti valdi sínu og veitti ótal undanþágur frá verkfalli, sem eru vafasamar, svo að ekki sé meira sagt. Verkfall, sem rekið er á undanþágum missir marks og hlýtur að standa miklu lengur en algert verkfall, öllum til tjóns. BSRB stóðst atlögur ríkisvaldsins og kemur sterkara og samstilltara út úr þessum átökum en áður, en það þarf að geta stjórnað næsta verkfalli sjálft. B. S. Nokkrir fulltrúar Norðfirðinga á þingi ASA Taliðf. v. Elín Magnúsdóttir, Árni Þormóðsson, Helga Ingvarsdóttir og Hlíf Kjartansdóttir. Ljósm. B. S. Alyktun um atvinnu- og kjaramál Þing ASA haldið á Iðavöllum í Vallahreppi dagana 26. - 28. okt. 1984teluraðþaðófremdar- ástand sem nú ríkir í atvinnu- og efnahagsmálum landsmanna sé fyrst og síðast afleiðing rangr- ar stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar og fjandskapar hennar í garð launþegasamtak- anna, sem kom þegar í ljós við valdatöku hennar, þegar sett voru lög um afnám samnings- réttar og verðtryggingar á laun. Fyrir beina tilstuðlan þessarar ríkisstjórnar hafa kjör launþega rýrnað um meira en 30% á valdatíma hennar, eða meira en nokkru sinni áður á jafn- skömmum tíma, og hún hefur uppi áform um að skerða kjörin enn frekar. Launamenn hafa einir greitt niður þá minnkun verðbólgu sem orðið hefur og átti að skila betri kjörum og betri efnahag í heild, en sá bati hefur látið á sér standa og verðbólgan heldur áfram bótalaust fyrir alla laun- þega í landinu. Kirkja Messa í Norðfjarðarkirkju næstkomandi sunnudag 4. nóv- ember kl. 2 e. h. Aðalfundur safnaðarins verð- ur haldinn í safnaðarheimilinu eftir messu. Sóknarprestur. ANDLÁT Guðmundur Jónsson, versl- unarmaður, Hlíðargötu 12, Neskaupstað, lést 30. okt. Hann var fæddur í Neskaupstað og átti alltaf hér heima. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Björg Sigurðardótt- ir. Ein stórfelldasta kjaraskerð- ingin hefur orðið hjá sjó- mönnum, bæði með takmörk- unum á afla fiskiskipa og einnig með sístækkandi hlut aflans, sem tekinn er framhjá skiptum. Vextir hafa stórhækkað og eru nú orðnir óbærilegur baggi á húsbyggjendum og lánskjara- vísitalan hækkar óhindrað, en vísitölubætur á laun eru bann- aðar. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur ráðist með þessari hörku á kjör launafólks hefur hún einnig ráðist gegn samneyslunni í landinu með því að skerða framlög til tryggingamála, sem einkum hefur bitnað á lífeyris- þegum og sjúklingum. Þá hafa framlög til kennslu- mála einnig verið skert og kem- ur það helst niður á landsbyggð- inni. Þessar ráðstafanir eru kall- aðar aðhald og sparsemi, en eru í rauninni tilræði við það vel- ferðarþjóðfélag, sem byggt hef- ur verið upp í landinu á undan- förnum áratugum vegna harðrar baráttu verkalýðssamtakanna. Á sama tíma og stjórnvöld reka hernað sinn gegn sam- tökum launafólks í landinu eru höfuðatvinnuvegir landsmanna að komast í þrot vegna óstjórn- ar og stefnuleysis stjórnarinnar í atvinnumálum. Þrátt fyrir að til stórfellds at- vinnuleysis hafi komið í ýmsum sjávarplássum á landinu að undanförnu og atvinnuleysis- vofan sé í gættinni hjá öllum þeim sem vinna í sjávarútvegi og fiskvinnslu er ekki sjáanlegt að ríkisstjórnin ætli að grípa til annarra ráða til bjargar þessum atvinnuvegum en að skerða kaupið. Þessu mótmælir þingið og leggur áherslu á að undirstöðu- atvinnugreinum verði tryggður rekstrargrundvöllur sem gerir þeim kleift að greiða mannsæm- andi laun. Þetta er í stuttu máli það sem blasir við alþýðu manna sem nú heyr harða baráttu við stjórn- völd og atvinnurekendur til að verjast því að vera sett niður á það fátæktarstig sem álitið var að heyrði sögunni til. Þing ASA krefst þess að nú þegar verði gengið til samninga um sanngjarnar kröfur verka- lýðshreyfingarinnar. Það er grundvallaratriði til að gengið verði til samninga, að tvöfalda launakerfið verði af- numið með öllu. Lægstu taxtar sem um verði samið, verði það háir, að launa- fólk eigi eitthvert val um, hvort það vinnur eftir afkastahvetj- andi kerfi. Þingið lýsir yfir samstöðu sinni við kröfur Sjómannasam- bands íslands um tvöföldun á kauptryggingu sjómanna og skorar á þá að standa fast saman í baráttunni um bætt kjör sjó- manna. Þá leggur þingið áherslu á að þeir samningar sem gerðir verða, verði með kaupmáttar- tryggingu sem komi í veg fyrir að stjórnvöld hrifsi umsamdar kjarabætur af launafólki með lagaboði eða gengisfellingu. Þingið varar alvarlega við sí- aukinni tilhneigingu atvinnu- rekenda til að koma á afkasta- hvetjandi launakerfum sem víðast. Það er ótvíræð reynsla að þegar upp er staðið þá er ákvæð- isvinna og bónus fyrst og fremst til hagsbóta þeim sem kaupa vinnuna. Þing ASA krefst þess að hús- hitunarkostnaður verði jafnað- ur þannig, að hann verði hinn sami, hvar sem er á landinu. Jafnframt krefst þingið þess að innlendum atvinnurekstri verði boðin raforka á sama verði og útlendingum er seld hún á og að tryggt verði að raforka verði ekki seld til stóriðju undir kostnaðarverði. Þingið krefst þess að þegar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.