Austurland


Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 3

Austurland - 01.11.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 1. NÓVEMBER 1984. 3 verði horfið frá þeirri hávaxta- stefnu sem nú ríkir og að raun- vextir verði ekki hærri en 4 - 5% á ári eins og víðast hvar tíðkast. Þessi hávaxtastefna og skortur á lánsfé hafa gert það að verkum að nær ógerningur er fyrir launafólk að eignast íbúðir. Þingið krefst þess að staðið verði við fyrri fyrirheit um fjár- magn til byggingalánasjóðanna þannig, að þeim verði gert kleift að standa við skuldbindingar sínar um lán til húsbyggjenda. Þingið varar við tillögum um að minnka samneysluna og legg- ur áherslu á, að samningar um skattalækkanir verði ekki til að minnka framlög til þeirra, sem minnst mega sín. Jafnframt leggur þingið áherslu á verulega hert skatta- eftirlit. Einn þáttur í því yrði m. a. í því fólginn að áætla skatta á þá aðila, sem eru með rekstur á eigin vegum, en enga skatta bera þrátt fyrir augljós- lega góða lífsafkomu. Beitt verði stórhertum viður- lögum við söluskattssvikum og farið verði með vanskil á sölu- skatti sem brot á hegningar- lögum vegna misferla með skila- fé. Þing Alþýðusambands Aust- urlands heitir á launþegasam- tökin í landinu að standa fast- saman í baráttunni um brauðið og knýja stjórnvöld til undan- halds frá þeirri afturhalds- stefnu, sem nú ríkir. Hrafnkell A. Jónsson í rœðustól. Ljósm. B. S. Egilsstaðir: Guðmundur stórmeistari i Um síðustu helgi dvaldi Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari í skák á Egilsstöðum í boði Taflfélags Egilsstaða. Á laugardag tefldi Guðmundur fjöltefli á 15 borðum, hann vann 14 skákir og gerði eitt jafntefli við Ragnar Steinarsson. Á sunnudag tefldi Guðmundur klukkufjöltefli á 10 borðum og vann allar skákirnar. Auk skákmanna frá Egils- Sigurjónsson heimsókn stöðum tóku skákmenn frá Stöðvarfirði, Eskifirði og Seyð- isfirði þátt í fjölteflunum. Guðmundur hélt einnig fyrir- lestra um byrjanir og endatöfl, skýrði skákir úr fjölteflunum og kenndi byrjendum. Heimsókn Guðmundar var í alla staði mjög ánægjuleg og verður vonandi lyftistöng fyrir skáklíf á Héraði. G. I. J. I E. M. S. Eflum frjálsar íþróttir Nú um helgina fer fram á veg- um frjálsíþróttadeildar Þróttar merkjasala til fjáröflunar fyrir deildina. Bæjarbúar eru vin- samlegast beðnir að taka vel á móti sölubörnum eins og þeirra er vani. Frjálsíþróttadeild Þróttar hefur ráðið Ármann Einarsson (Ármannssonar) sem þjálfara í vetur og æfa fjölmargir ungling- ar nú undir handleiðslu hans. Frá frjálsíþróttadeild Þróttar. íhHdöhúöbd EGILSBÚÐ @7322 — Neskaupstað Fimmtudagur 1. nóvember kl. 2100 „MEÐ KÖLDU BLÓÐI" Æsispennandi leynilögreglumynd Föstudagur 2. nóvember DANSLEIKUR KL. 2300 - 300 Bumburnar leika Sunnudagur 4. nóvember kl. 1500 „LÍNA LANGSOKKUR" Sunnudagur 4. nóvember kl. 21°° „MAÐURINN MEÐ BANVÆNU LINSUNA" Spennandi og viðburðarík amerísk stórmynd í litum Benni & Svenni Mazda 626 ’82 Datsun 120 Y '77 Datsun Diesel '79 Toyota Cresida '78 Mazda 323 '77 Bronco 8 cyl. beinsk. '74 Suzuki alto '83 Lada Sport '78 Vantar bíla á söluskrá S 6399 & 6499 VIDEO — ®7707 DYNASTY I HVERRI VIKU Toppmvndir - og tækin a kr. 2bu OPIÐ ALLA DAGA 1-9 VIDEO — S7707 Bæjarfógetinn í Neskaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 85. og . . . tbl. Lögbirtingablaðsins 1984, á húseigninni Hlíðargötu 13 í Neskaupstað, kjallara, þinglesinni eign Úlfars Atlasonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Landsbanka íslands í Neskaupstað o. fl., þriðjudaginn 6. nóvember 1984, kl. 1400 Bæjarfógetinn í Neskaupstað Tilkynning til viðskiptavina í fjarveru Jóhannesar Stefánssonar mun Kristinn V. Jóhannsson annast umboð TRYGGINGAMIÐSTÖÐVARINNAR HF. Afgreiðslan er á sama stað og opin frá kl. 10 — 12 eins og áður ® 97-7735 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. Norðfjarðarumboð Egilsbraut 8 - Neskaupstað grænar baunir 'á blandað grænmeti ^ sRfuuinnH SÚLUBOÐ aprikósusúpur ávaxtasúpur sveskjusúpur HOLTAKEX matarkex HOLTAKEX bourbon súkkulaðikex Kaupfélagið Fram Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.