Birtingur - 01.01.1962, Side 9

Birtingur - 01.01.1962, Side 9
eru á að sækja djúpt á mið, hafa og nokkuð til síns máls að óþarft sé um langt að leita ef fiskur er skammt undan. Skip okkar öslaði þannig um stund fram og aftur um grynnið en vegna mikillar leðju sem fljót bera fram úr frjósömum héruðum og safnast vill á botninn á hinu bláa hafi þá er sérstakur útbúnaður und- ir skipum á þessum slóðum: það eru eins- konar sjálfvirkar ýtublöðkur eða líkt og þófamjúkir ganglimir neðan á sléttum botni skipsins sem grípa niður, útbúnir með skífur úr sveru járni, — þegar skip- ið virðist ætla að sitja fast í leðjunni og ýtir því áfram. En til frekara öryggis eru á bökkum fljótsins beggja megin með stuttu bili millum einskonar vindustöðvar með gildum vírum sem gegna því þarfa hlutverki að losa fiskiskip þeirra Tong- manna þegar mikið liggur við ef þau festast í leðjunni þrátt fyrir ýtulimina og draga þau upp. Þessar vindustöðvar eru gerðar líkt og vitar væru en með gríðarmiklum vængj- um utaná sem snúast fyrir vindi og þar fæst afl að draga skipin. Allt er þetta hugvitsamlega hugsað og ber hugsnilli þarlendra fagurt vitni og óbrotgjarnt. Eftir alllanga stund kallar maður einn lágvaxinn með skásett augu sem fremst- ur var á skipinu til skipstjóra vors, frú Bam-tse en því miður skildum við land- arnir ekki hvað hann sagði. Við Eskíel spurðum því túlk okkar hina alúðlegu frú Te hvað það táknaði. Hún kvað mann þennan hafa séð til ferða fisks nokkurs. Þá var skotið út litlum gúmmíbáti og fóru tveir skipverja í hann vopnaðir löng- um stöngum og grönnum sem voru fag- urlega steindar myndletri fornu. Á báðar þessar stengur var fest net úr mjög fín- legum gulum þráðum. Túlkurinn frú Te sagði okkur er hún hafði ráðgazt við skipstjórann frú Bam- tse að það væri ekki venja að stöðva skipið sjálft því vélin væri útbúin með tilliti til þess að þess þyrfti ekki því þar kæmi jafnan að það stöðvaðist sjálft í leðjunni. Síðan ýttu hinir hugprúðu skipverjar frá og var á þeim engan bilbug að sjá. Gættu þess jafnframt að lenda ekki í hinum til- komumikla skrúfuútbúnaði skipsins. Við sveimuðum nú um hríð kringum þá og gáfum nánar gætur að öllum þeirra hátt- um við veiðiskapinn, var fróðlegt mjög að fylgjast með aðferð þeirra, var hún í því fólgin að annar þeirra röri bátnum áfram með lófum sínum því það þykir annars hætt við að styggð komi að fisk- inum ella og verður að hafa ýtrustu var- færni við. Hinn sem er ber fyrir neðan mitti sam- kvæmt hefð fer út úr bátnum og heldur sér í skut hans, en stundar til þess að spyrna varlega með tánum í leðjuna til að ýta bátnum áfram. Sá sem rær með höndum hefur stöngina miklu á knjám sér og lætur nethöfuðið vísa þangað megin sem ætlað er að fisk- urinn sé sveimandi. Hinn lætur sína stöng liggja þvert yfir skut. Að þessu verður vitanlega að fara ofur varlega því hinn þunnhöfðaði Tú-Le er mjög var urn sig og fljótur að bregða við og flýja. Þessu sinni var mjög heitt í veðri og er það hald manna að þá verði Tú-Le fisk- urinn værukær og liggur þá gjarnan með Birtingur 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.