Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 67
rökhugsuð ljóðeðlisfræði fyrir byrjendur
(Sköpunarsaga), síðan mælt eins og milli
dúra (Mig dreymdi) :
Mig dreymdi
að ég væri draumur
og draumurinn leitaði andlits
glers eða lítils spegils.
Tvö minningaljóð um horfna bernskutíð,
hið fyrra innimynd (Á þeim aldri), hið
síðara af kaupstaðarstrák í sveit, draum-
huga sem í miðdegiskyrrð hinnar marg-
rómuðu sveitarsælu heyrir „öldugjálfur
við stein“ (Miðdegiskyrrð); þau skilja
lítið'eftir. En þessi fjórvíddarmynd úr
Leikjum hefur dokað við í huga mér:
Nú sérðu hann koma fannbarinn,
leggur varir að þíðu gluggans
svo hann horfi í heitan munn þinn,
og þú í augu hans.
Meðan þið hlæið.
Farið í hring er gangstétta- og götupró-
sess, þar sem ungmeyjar með ókannað
blóð breytast í konur, nokkuð haglega
mótuð mynd, en á sér að því er ég bezt
fæ séð íslenzka tvíburasystur. Sama máli
gegnir um Guju, að hún minnir um of á
spænska fjórbura-Rósítu til þess að ég
geti fengið mig til að þjóta henni í fang
með hinum vindunum.
Annar kafli bókarinnar heitir Og marg-
ar krosslagðar götur. Þar eru tuttugu og
fjórir einræðustúfar, aforismar, stefnu-
lýsingar, ljóðbrot, fáorðar athuganir innri
og ytri veruleika eða raka. Þetta er að
öllu lakasti hluti bókarinnar. Þó staldrar
maður við hjá einstaka vörðubroti og
hugar að leiðum höfundar:
I.
Ég trúi ekki
á hörkuna,
á enga mynd hennar.
Þetta er and-trúarjátning, ef ég mætti
orða það svo. Því hefði mér fundizt fara
efnislega betur að herða á neituninni með
því að endurtaka „ekki“ í stað ,,á“, auk
þess sem málsmeðferð væri þá lagi nær:
Ég trúi ekki
á hörkuna,
ekki neina mynd hennar.
Forvitnileg þóttu mér einnig þessi stef:
V.
Allt sem ég segi
hafið þið heyrt áður,
fundið,
eða búið með ykkur.
Ég endurtek það . . .
VI.
Löngu sögð orð skulu lifa
og snúast gegn sínum munni,
bráðna sem jökull, vaxa sem á,
fylla munninn af sandi.
XXII.
Mér finnst ég stundum rekast á
æð ljóðs í huga mér sem ég fylgi
útí myrkrið eins og námumaður æð
kola. Ég berst við að týna henni
ekki og styrki námugöngin.
I þriðja og bezta kafla bókarinnar eru all-
mörg hverfulleikaljóð, fjögur þeirra um
liaustið og vetrarkvíðann, öll vel ort og
njóta sín ágætlega í þeim marmarasvala
sem umlykur flest ljóðin. Aftur á móti
dregur hann bagalega úr líkamshita og
lífshræringum margra annarra ljóða, sem
borin eru til suðlægara umhverfis eða
mildari árstíða.
Birtingur 61