Birtingur - 01.01.1962, Síða 67

Birtingur - 01.01.1962, Síða 67
rökhugsuð ljóðeðlisfræði fyrir byrjendur (Sköpunarsaga), síðan mælt eins og milli dúra (Mig dreymdi) : Mig dreymdi að ég væri draumur og draumurinn leitaði andlits glers eða lítils spegils. Tvö minningaljóð um horfna bernskutíð, hið fyrra innimynd (Á þeim aldri), hið síðara af kaupstaðarstrák í sveit, draum- huga sem í miðdegiskyrrð hinnar marg- rómuðu sveitarsælu heyrir „öldugjálfur við stein“ (Miðdegiskyrrð); þau skilja lítið'eftir. En þessi fjórvíddarmynd úr Leikjum hefur dokað við í huga mér: Nú sérðu hann koma fannbarinn, leggur varir að þíðu gluggans svo hann horfi í heitan munn þinn, og þú í augu hans. Meðan þið hlæið. Farið í hring er gangstétta- og götupró- sess, þar sem ungmeyjar með ókannað blóð breytast í konur, nokkuð haglega mótuð mynd, en á sér að því er ég bezt fæ séð íslenzka tvíburasystur. Sama máli gegnir um Guju, að hún minnir um of á spænska fjórbura-Rósítu til þess að ég geti fengið mig til að þjóta henni í fang með hinum vindunum. Annar kafli bókarinnar heitir Og marg- ar krosslagðar götur. Þar eru tuttugu og fjórir einræðustúfar, aforismar, stefnu- lýsingar, ljóðbrot, fáorðar athuganir innri og ytri veruleika eða raka. Þetta er að öllu lakasti hluti bókarinnar. Þó staldrar maður við hjá einstaka vörðubroti og hugar að leiðum höfundar: I. Ég trúi ekki á hörkuna, á enga mynd hennar. Þetta er and-trúarjátning, ef ég mætti orða það svo. Því hefði mér fundizt fara efnislega betur að herða á neituninni með því að endurtaka „ekki“ í stað ,,á“, auk þess sem málsmeðferð væri þá lagi nær: Ég trúi ekki á hörkuna, ekki neina mynd hennar. Forvitnileg þóttu mér einnig þessi stef: V. Allt sem ég segi hafið þið heyrt áður, fundið, eða búið með ykkur. Ég endurtek það . . . VI. Löngu sögð orð skulu lifa og snúast gegn sínum munni, bráðna sem jökull, vaxa sem á, fylla munninn af sandi. XXII. Mér finnst ég stundum rekast á æð ljóðs í huga mér sem ég fylgi útí myrkrið eins og námumaður æð kola. Ég berst við að týna henni ekki og styrki námugöngin. I þriðja og bezta kafla bókarinnar eru all- mörg hverfulleikaljóð, fjögur þeirra um liaustið og vetrarkvíðann, öll vel ort og njóta sín ágætlega í þeim marmarasvala sem umlykur flest ljóðin. Aftur á móti dregur hann bagalega úr líkamshita og lífshræringum margra annarra ljóða, sem borin eru til suðlægara umhverfis eða mildari árstíða. Birtingur 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.