Birtingur - 01.01.1962, Side 11

Birtingur - 01.01.1962, Side 11
biðu okkar frá félögum okkar sem höfðu orðið eftir í landi. Þau voru á þá leið að þeim liði öllum vel og bæðu fyrir beztu kveðjur til okkar hinna. Fundum okkar bar aftur saman í feg- ursta veðri hinn næsta dag. Var þá glaða- sólskin og nokkuð heitt í veðri. En ekki kom það að sök svo orð sé á gerandi. Við vorum nú ef til vill farnir að venjast hitanum sem var mun meiri en við átt- um vanda til að heiman. Varð hinn mesti fagnaðarfundur með okkur. Báðir þóttust hafa frá miklu að segja. Þeir kváðust hafa dvalið í bezta yfirlæti á elli- og hvíldarheimilinu Ö-sú-nád og horft þar á þjóðmeistarakeppnina í hinum vinsæla leik sem kallast baskettball- Er skemmst frá að herma að þessi dagur var öllum hinn ánægjulegasti og var mál manna að ef hægt væri að gera upp á milli væri þessi dagur engan veginn hinn sízti í dvöli'nrii eystra nema síður væri en öll hefði ferðin verið hin lærdómsríkasta. Við höfðum lagt af stað fullir eftirvæntingar í þennan leiðangur í fjarlæga heimsálfu en þar hafði sannazt hið fornkveðna að „sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur". Við flugum heim í þremur áföngum. 1 Kaupmannahöfn skildu þeir við okkur Trölli Jósteinsson bókavörður sem hélt á búgarð á Jótlandi til að fullnuma sig í ýmsu er lýtur að alþýðukveðskap, og Es- kíel hinn trausti fararstjóri okkar sem hafði ekki látið neitt tækifæri ónotað til að kynna land vort og Ijá málstað frið- arins samþykki sitt bæði persónulega fyrir sína hönd og í nafni okkar og einn- ig sem talsmaður óspilltrar alþýðu á Islandi sem hann sagði hverjum sem iieyra vildi að væri friðelskandi. En nú hélt hann út á Sjáland til að sitja 30 ára afmælisfagnað með skólabræðrum sínum frá alþýðlega lýðháskólanum í Helsingör sem hefur brautskráð margan góðan dreng. Söknuðum við hinir góðra félaga í stað, en vissum að því aðeins verða end- urfundir sælir að nokkur aðskilnaður hafi orðið. Er við höfðum snætt morgunverð í boði ambassadors íslands héldum við áfram með flugvél félagsins Millistrandaflug heimleiðis. Hika ég ekki við að fullyrða að við eigum hauka í horni þar sem eru ýmsir fulltrúar okkar erlendis sem kosta kapps um að vinna málstað íslands fylgi meðal framandi þjóða. Þess er ennfremur skylt að geta að fyr- irgreiðsla á skrifstofu félagsins í Kaup- mannahöfn var með ágætasta móti og þó starfsfólkið talaði aðeins dönsku stóð allt sem stafur á bók sem umsamið var. Sömu- leiðis lét áhöfn vélarinnar ekki sitt eftir liggja til að gera okkur ferðina og heim- komuna sem eftinninnilegasta. Þeir sem ferðazt hafa til fjarlægra landa vita að það er einkar fögur sjón að sjá fjöllin heima rísa úr sæ. Þó gott sé að ferðast er alltaf bezt að koma heim. Þá finnur maður líka að það er ekkert sem jafnast á við það að vera Islendingur. Það var fögur sjón að fljúga yfir vort fagra land í fögru veðri og undantekn- ingalaust var óhætt að fullyrða að við hlökkuðum til endurfunda við ástvini og kunningjana eftir minnisverða og sögu- ríka ferð til stærsta ríkis veraldar og fjölmennustu þjóðar í heimi. Birtingur 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.