Birtingur - 01.01.1962, Page 16
fleygðu henni um koll og brutu mikið þ.
22. næstl. septembermánaðar. Þannig
verður að vera sem komið er fyrst til
næsta sumars eins og allir hennar bygg-
ingarreikningar eru hér óáhrærðir sem
og mikið hafa hlaupið sig“.
1854 20. júní segir ennfremur:
„Hin nýja kirkja, sem reist var í fyrra
liggur niðurfallin og brotin norðanvert
í kirkjugarðinum eins og þá var sagt...“.
1855 28. okt.:
„Nú er aftur með ærnum tilkostnaði reist
ný og vönduð trjáviðarkirkja norðanvert
við hina gömlu á síðastliðnu sumri, en
fyrir því, að þetta hús er ennþá ekki full-
smíðað að innan, framfer embættisgjörðin
í gömlu kirkjunni".
Og 1856:
„Þ. 22. júnímánaðar var héraðsprófastur-
inn nálægur að Reykhólum og þann sama
dag vígði hann þar í messu hina nýsmíð-
uðu prýðilega vönduðu trjáviðarkirkju í
nærveru fjölskipaðs safnaðar. Stendur
kirkja þessi norðanvert við hina gömlu,
sem nú er niðurrifin . .. og verður þar nú
bætt við lýsingu þessarar kirkju, sem
álitin er vera ein meðal þeirra allra vönd-
uðstu kirkna vestanlands, er hún prýdd
með klukkuporti, forkirkju, nýju altari
vönduðu með því samboðnum grátum og
nýjum predikunarstól eins og allt innan-
húss er nýtt og vandað svo sem húsið
sjálft. Trjáveggir hennar eru allir plægðir
og á nú þegar að leggja lista utan yfir
plægingar þessar . . .
. . . Kaupmaður Br. Benedictsen, sem að
öllu leyti hefur staðið fyrir og kostað
þessa vönduðu byggingu".
10 Birtingur
Reykhólakirkja