Birtingur - 01.01.1962, Page 17

Birtingur - 01.01.1962, Page 17
Auk ummæla prófasts um fok kirkjunn- ar stendur í reikningum yfir byggingar- kostnað Reykhólakirkju: „Smíðalaun á kirkjunni sjálfri og fyrir að rjúfa brotnu kirkjuna 565,40 ríkisdalir“. Kirkjan hefur þó ekki verið fullsmíðuð á vígsludegi. Ef flett er áfram í vísitasíubók prófasts sést, að dregizt hefur á langinn að ljúka kirkj- unni. Á tíma er húsið farið að leka og liggur undir skemmdum. Auðsætt er, að prófastur á í einhverju stappi við sóknar- börn sín út af ásigkomulagi kirkjunnar, og líklega hefur hún ekki fengið fullar endurbætur fyrr en Bjarni Þórðarson tók við Reykhólum í kringum 1874. Segir mér sannort fólk, að Bjarni, sem var þjóðhagi, hafi lagað kirkjuna mikið. Auk þess reisti hann um líkt leyti stóran og sérkennileg- an sveitarbæ, sem frægur var um land allt. Hefur á þeirra tíma mælikvarða verið staðarlegt að líta heim að Reykhólum, þegar Bjarni hafði komið húsakosti í slíkt ágætis horf. Eitt vekur þó furðu varðandi kirkjusmíði þessa: Við vitum flest sem máli skiptir, svo sem hvenær byrjað var að reisa húsið, að það fauk í fárviðri, hve- nær það var vígt, hve mikið það kostaði, já meira að segja hversu mikið járn og kítti fór í hurðir og glugga — en ekki orð um höfundinn, smiðinn, þjóðhagann. Þar um þegja bækur, og nú bregður svo við að elztu menn muna ekki neitt. Ég þykist þó af líkum geta ætlað á einn mann sem höfund verksins, kannski tvo, ég skal rök- styðja það. Sem ég stend á miðju gólfi í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins eins og hver annar græningi í grúski, bíðandi eftir einhverri gamalli skruddu, verður mér litið á skraut- Vesturgafl Reykhólakirkju í upprunalegri gerð Tilraun til skýringar á formskipun vesturgafli l æð á burst er jöfn breidd gaflsins, breidd turr einn þriðji þeirrar stærðar, ris og vegghæð jöf Birtingur 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.