Birtingur - 01.01.1962, Page 18

Birtingur - 01.01.1962, Page 18
Grunnflötur Reykhólakirkju lega kili í hillum og nöfn á þeim: mann- tal, manntal. Mér hugkvæmdist semsé að líta í manntal frá þeim tíma, er kirkjan var reist. í því eru menn flokkaðir eftir stöðu. Þar var fátt um faglærða menn, en í Flateyjarsókn var þó einn merktur tömmermand. Þegar gáð var að nafni þessa eina skráða húsasmiðs, kom í Ijós, að hann hét Magnús Gunnlaugsson, og aftan við nafn hans í manntalinu stend- ur: „timburmaður og lifir af því“. Þetta er árið 1845. Magnús er þá 49 ára og býr í Hergilsey. Næstu fréttir af Magnúsi eru þær og ekki ómerkar, að hann er bróðir Þóreyjar Gunnlaugsdóttur, en hún var kona Þórðar Thoroddsen beykis á Reyk- hólum og móðir Jóns Thoroddsen skálds. Hún er ekkja um þær mundir sem kirkjan er reist, en býr að Reykhólum á 14 jarð- arinnar á móti Brynjólfi Benedictsen kaupmanni í Flatey. Svo kynlega vill til, að þeir Brynjólfur og Magnús eru mágar, báðir giftir dætrum Guðmundar Schevings agents og kaupmanns í Flatey. Það er þvi engin fjarstæða að eigna Magnúsi Gunn- laugssyni smíði Reykhólakirkju, en þar að auki getur hann hafa smíðað Staðar- kirkju, því hún er reist 1864, en Magnús dó árið 1876. Ég sagðist áður hafa tvo menn í sigti. Þannig er mál með vexti, að Friðrik Egg- erts prestur í Staðarþingum, málaflækju- maður mikill, á í útistöðum vegna kirkju- smíði á Staðarhóli. Sem gagn í málsókn sinni leggur hann meðal annars fram vott- orð frá kirkjusmiðunum, en þeir voru hvorki meira né minna en þrír: M. Gunn- lögsen, Guðmundur steinhöggvari og sigld- ur þjóðhagasmiður og alvanur húsasmiður 12 Birtingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.