Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 27
ur Islendingur hefur alizt upp með hús
þessum lík fyrir augum. En engum þótti
ómaksins vert að sýna þeim sóma, og fyrr
en varði voru þau horfin. Þess vegna er
gott til þess að vita, að enn skuli tvö slík
hús vera uppistandandi þar vestra og
vitna um ákveðið skeið í atvinnusögu okk-
ar. — Á Patreksfirði sem og víðar á
Vestfjörðum eru önnur hús, sem líka
segja merkilega sögu: þurrabúðir og
hjallar, talandi vitni um híbýlakost og
verkmenningu skútualdar.
Þingeyri við Dýrafjörð er dýrlegur stað-
ur á júlíkvöldum. Þá leggur þú ekki til
atlögu við umhverfið heldur hvílist í því
eins og talið er, að almáttkur guð hvílist
í sínu sköpunarverki. Þú leikur þér að
sjónum, hann getur verið sléttur veggur
eða tónlist, gárar á vatni eins og tónar,
lognbárur sem breiða möskva sína til þerr-
is. Börn og kindur að leik í fjörunni, hús
í notalegri ró skáskjóta sér makindalega
inn með þorpsgötunni, hús full af sögu,
draumur í glugga móti hafi, kvöldsól fyr-
ir utan. Mýrarrauð andlit og hvítir vegg-
ir, góðlegur maður eða svartur karl með
galdur og glott. Stilla og dalur fullur af
gulli, gólf úr gulli, lognalda og fugl, æður
eða hljóðlátur mávur. Hér situr Natanael
Mósesson og segir þér frá fríhöndlun við
fransmenn. Iiér færð þú veizlumat í hvert
mál og heyrir vestfirzkuna eins og nýtt
Ijóð, hér eru rústir af fornum þingstað
og kirkja eftir þann ágætismann Rögn-
vald Ólafsson. Hér er presturinn útvarps-
virki og læknirinn leikstjóri. Hér talar
fólk af hlýju og virðingu um danskan
kaupmann.
Þurrabúð á Þingeyri
Hjallur á Þingeyri
Fiskgeymsla, íshús og þurrkhús á Patreksfirði