Birtingur - 01.01.1962, Side 38

Birtingur - 01.01.1962, Side 38
nefna elztu hús kaupstaðarins fremst á Skutulsfjarðareyri, er heilsteyptasta sam- stæða húsa af elztu gerð sem uppi stend- ur á íslandi í dag. Tvö þeirra eru sérstak- lega athyglisverð. Hið fyrra er vöru- skemma frá tíð einokunarkaupmanna, og veit enginn aldur hennar með vissu. Hún er af sömu gerð og Salthúsið á Þingeyri nema miklu stærri og því sem næst í upphaflegri mynd, einstætt hús í sinni röð, einir 19 metrar á lengd, 10 metrar á breidd og 7 metrar upp í burst, allt plankabyggt og örugglega innflutt til- höggvið frá Noregi. Hitt húsið er yngra, frá upphafi fríhöndlunartímans og líklega fyrsta kaupmannshús staðarins, sérlega geðþekkt verk, listaverk liggur mér við að segja, og án efa langfegursta hús sinn- ar tegundar á íslandi. Það er plankabyggt eins og hitt, en auk þess súðað. Að vísu hafa ýmis skemmdarverk verið framin á húsinu: jafnað hefur verið yfir brotin á þaki þess, gluggum breytt, og kvistum og viðbyggingum klúðrað við það, en samt mætti auðveldlega koma því í uppruna- legt horf. Að mínum dómi ber skilyrðis- laust að varðveita þessi hús, og væri þá hægt að mynda þarna eitt sérstæðasta og virðulegasta byggðasafn hérlendis. Þar liggur við heiður fsfirðinga og reyndar okkar allra, að þessi hús verði ekki látin grotna niður og eyðileggjast. I þessu sambandi er skylt að geta þess, að sýslu- maður Isfirðinga, Jóhann Gunnar Ólafs- son hefur af framsýni og atorku dregið í einn stað vísi að mjög góðu safni gam- alla muna, sem mundi sóma sér vel í þesum öldnu húsum eða í tengslum við þau. f Hæstakaupstað eru tvö hús nokkru yngri en þau, sem getið hefur verið, en mjög merkileg fyrir margra hluta sakir. Sigfús Andrésson sagnfræðingur, sem er að kynna sér verzlunarsögu íslands úti í Kaupmannahöfn, fann ekki alls fyrir löngu samtímateikningar af húsum þess- um, og segir hann til um aldur þeirra og sögu í ágætri grein í tímaritinu Frjáls verzlun, desemberhefti 1961. Kemur á daginn, að það voru engir aðrir en Björg- vinjarkaupmenn sem reistu þau, en þeir höfðu á árunum 1788—1792 hug á stór- felldri verzlun og útgerð á íslandi. Vísa ég þeim, sem vildu afla sér frekari upp- lýsinga um þessi hús, á umrædda grein. Fleira er merkilegra húsa á fsafriði, þó að hér verði ekki getið að sinni. En þá ósk ber ég fram í lok þessa máls við ráðamenn kaupstaðarins, að þeir geri sér grein fyrir hver menningarverðmæti þeir hafa í umsjá sinni og hagi gerðum sínum eftir því. Súðavík er sérkennilegt kauptún, sem heldur sínu fyrirstríðssniði. Húsin reist af elskulegri tilviljun meðfram hlykkj- óttri þorpsgötu, kaupmannshúsið, verzl- unin, hjallar, þuri'abúðir, kálgarðar, tún- skeklar, blóm, börn og lömb. Þannig opn- ast hún fyrir þér hin sígilda þorpsgata úr bókum Kiljans eða myndum Snorra Arin- bjarnar, kannski með draslarabrag og óestetísk, en áhrifin sem að þér streyma eru ofar allri skilgreiningu: draumur eða minning sem hefur samsamazt blóði þínu, strit og stutt hamingja, þjáning og dauði, hafið fyrir utan sérstök veröld sem ein- ungis hefur snertingu við þá í landi um 32 Birtingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.