Birtingur - 01.01.1962, Page 43

Birtingur - 01.01.1962, Page 43
litla bryggju, þar sem bátar bíða vagg- andi á lognöldunni. Seinna er þar beðið með eftirvæntingu, kannski vonlausum kvíða. Svo verður á vegi þínum rauðleitt veðurbarið sjómannsandlit emhvers stað- ar milli gafls og fjöru, það opnast í löngu brosi líkt og skúffa sé dregin út full af góðmennsku og ramri reynslu, runnið saman við þorpið, sjóinn, vindinn, bátinn. Góð ferð í Vigur: grænn sjö tonna bát- ur líður áfram í lognöldunni, rautt and'it formanns í glugga, hásumarblátt í bak- grunni, Ijósprúð káeta. í eyjunni lundar á gægjum eins og forvitin börn að kíkja fyrir húshorn, teistuungar undir rekaviði á hlaðinu, spakir og kankvíslegir eins og heimalningar, göng í bæ, vistleg stofa á gamla vísu, borð sem svigna undir veizlumat, elskulegt fólk. Sól á djúpi, lá- deyða við bratta fjöru, búsæld. í Vigur er bygging ein sem orka hlýtur sem kynlegt undur á íslenzkan nútíma- mann: vindmylla, hin eina sem ég veit til að enn sé uppi standandi á landi hér. Bjarni Sigurðsson í Vigur á mikinn heið- ur skilinn fyrir að hafa varðveitt hana jafn vel og raun ber vitni. Til skamms tíma var ekkert því til fyrirstöðu að mala í henni korn, en fyrir nokkrum árum mun hún hafa skekkzt í ofviðri. Er nú í ráði að bæta það, sem þá fór aflaga. Menn vita ekki aldur myllunnar með sanni, en Bjarni kvað hana hafa staðið þar, þegar faðir hans hóf búskap í Vigur um 1884. Líklega Iiefur séra Sigurður látið stækka mylluna, eða svo hélt Bjarni, og svo sýnd- ist mér sem aukið hefði verið við innviði hennar. íbúðarhús Björgvinjarmanna, byggt 1788, 12x16 álnir í grunnflöt Birtingur 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.