Birtingur - 01.01.1962, Side 53

Birtingur - 01.01.1962, Side 53
maður og mótað skáld, alinn upp við kvæði Stefáns frá Hvítadal, Davíðs, Tómasar, Jóhannesar úr Kötlum, Magnúsar, Arnar Arnarsonar og þaðan af eldri skálda ís- lenzkra og sennilega ekki handgenginn erlendri ljóðiist nema í þýðingum, þegar hér var komið. Þar við bætist, að hann er ekki að lýsa nýjum óróasömum heimi, þar sem allt er á hverfanda hveli, heldur ein- mitt gömlu stöðnuðu og einangruðu um- hverfi, þar sem allt líf er fastreyrt og ó- umbreytanlegt: „það verður aldrei bylt- ing í þorpi.“ Skáldinu var því engin nauð- syn að heyja sér nýtt Ijóðmál, ekkert knúði á um ferskt myndsnið eða nýstár- legar myndasamstæður, óvænt hugmynda- tengsl eða orðanna eldglæringar til að bregða skæru ljósi yfir ókannað svið. Þvert á móti: þessum ljóðum hæfðu að- eins látlausustu orð tungunnar, óbrotnar hugsanir og einfaldar alkunnar myndir, eins fjaðrafáar og auðið var án þess að eiga á hættu, að þær misstu ílugsins og hröpuðu niður á leirburðarflatneskju. Enn er eins að geta: þeir sem þekkja manninn Jón úr Vör vita, að hann er flestum varfærnari og flysjungshátt á hann ekki til. Lauslegur samanburður hefur verið gerð- ur á Þorpi Jóns úr Vör og þorpi Kiljans í Sölku Völku. En hér er ólíku saman að jafna, svo ólíku að samanburður gefur harla lítið í aðra hönd. Höfundur Sölku Völku er víðförull aðkomufugl, sem kem- ur aðvífandi einhvers staðar utan úr hin- um stóra heimi og dregur arnsúg í flugn- um, vokir um stundarsakir yfir dálitlu þorpi undir háum fjöllum, virðir það fyrir sér ofan og utan frá með blik af gestafor- vitni í haukíránum augum: „Hvernig skyldu menn lifa á svona stað? Og hvern- ig skyldu menn deyja? Hvað skyldu menn segja hverir við aðra, þegar þeir vakna á morgnana? ... Já. hvers konar gleði og hvers konar sorgir skyldu eiginlega þríf- ast í kringum þessar litlu, daufu olíutýr- ur?“ Þegai- til kastanna kemur reynist honum þó algjörlega ófullnægjandi að fá svar við því, hvernig menn lifi í raun og veru á svona stað: hann tekur óðara að hlutast til um mál íbúanna, fylkja liði, etja saman andstæðum öflum, fá líf í tuskurnar, svo að hann drepist ekki úr leiðindum þá stuttu stund, sem hann dok- ar hér við. Höfundur Þorpsins þarf einsk- is að spyrja, því hann er sjálfur einn af innbyggjurum þess, þekkir út í æsar hvern krók og kima, hefur frá blautu barnsbeini lifað þar og hrærzt, virt mann- líf þess fyrir sér innan og neðan frá og tekið því eins og það var, hann getur ekki eins og aðkominn áhorfandi kvatt þorpið fyrir fullt og allt, þegar mesta gamanið er úti, og flogið í burtu jafn skyndilega og hann kom, hann er bund- inn því ævilangt og þrúgaður af vitund- inni um að honum er ekki undankomu auðið: „þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið . . . Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp, stjúpmóðurauga hans vakir yfir þár alla stund . . . Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér . . .“ Þó að Jón úr Vör sé dálítið rómantískur á pörtum, nær ekki nokkurri átt að kalla ljóðin í Þorpinu „rómantík fátæktarinnar". Þegar bókin kom út á sænsku fyrir fáum árum, nefndi einn af gagnrýnendum liana Birtingur 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.