Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 56

Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 56
En livað er að frétta af skáldskapnum, ljóðlistinni í þessari bók? Jón úr Vör hef- ur eitt sinn sagt í viðtali: „Ef við full- yrðum að listamenn þurfi að vera bæði gæddir töluverðum vitsmunum og tilfinn- ingasemi, ber og að hafa það í liuga að skammtar þessara gáfna eru vissulega mismunandi hjá mönnum og ræður það persónuleika þeirra og afrekum hvers á sínu sviði. Snúum við okkur að rithöfund- um, hygg ég að tilíinningasemin — gef þessu orði nokkuð víða merkingu — þurfi að vera mun sterkari í eðli ljóðskálda en ályktunargáfan. Kveikur ljóðsins er söng- ur hjartans, en það er hin kalda skyn- semi, sem gerir kvæðið að því sköpunar- verki, sem við köllum listaverk.“ Ég mundi segja, að í þessum Ijóðum hafi Jón úr Vör verið einum of vitur: gefið ályktunargáfunni of lausan tauminn til þess að söngur hjartans fengi að fullu notið sín. Jón úr Vör: Vetrarmávar, Ijóð. Rókaskemman 1960. Þess var ekki að vænta, að ég fengi að vera í friði með niðurstöður mínar frem- ur en Jón með sínar. Hann hefur lesið um öxl mér, illskubeinið, og stendur þarna rogginn með svar í höndum, þegar ég sný mér við: Vitur, vitur, nei, ég er ekki vitur, nei, vitur er ég ekki. Það er borð æsku minnar sem gegnum mig talar, ómálað einfalt borð í húsi fátæks manns, æðabert, eins og hendurnar gömlu, sem þvoðu það hreint á hverjum morgni með fjörusandi — og vatni úr kaldri uppsprettulind. Spekiorð þessara hreinu fjala er talað á öllum tungum heims, sáð i jörðina cg vindinn. (Vitur er ég ekki) Þetta ljóð er úr síðustu bók Jóns úv Vör: Vetrarmávum. Erum við þá komin á andafund? Ónei, miðilslíkingin leynist reyndar ekki, en höfundur telur sig ekki miðil framliðinna, heldur hins einfalda einskisvirta lífs hérnamegin grafar. Ljóðið hefði sómt sér vel í Þorpinu, og svo er um fleiri ljóð þessarar bókar: Gamlir sjómenn, Vetrarkvöld og jafn- vel önnur tvö: Stefnumót og Ef þú ert fæddur á malarkambi. Að öðru leyti er Jón í þessari bók vaxinn frá þorpinu í þeim skilningi: að þetta eru ljóð borgar- búa sem hugsar á landsvísu og heims^ vísu. í útvarpsviðtali árið 1958 lét Jón úr Vör hafa eftir sér: „Ég tel að ljóð skálds- ins eigi að vera heimild um þann tíma, sem það hefur lifað á. En skáldið á líka með nokkrum hætti að móta sína kyn- slóð, skilja eftir spor . . . öll ljóð eru með einhverjum hætti áróður, en skáldið þarf að vera hafið yfir múgsefjun stjórn- málamannanna". Góðu heilli er það oftast svo, að skáld- 50 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.