Birtingur - 01.01.1962, Side 57

Birtingur - 01.01.1962, Side 57
um íæð&sl ljcöin í'yrst, síðan búa þau til teoríur út frá þeim: setja fram ýmiss konar ksnningar í þeim tilgangi að auka skilning almennings á skáldverkunum eða verja þau fyrir óbilgjörnum gagnrýnend- um. Ég íetla, að þannig sé málurn einnig háttað hér, að minnsta kosti sýnist mér sitthvað í Vetrarmávum koma prýðilega lieim við kenninguna: heimild um þ tíma, sem við lifum á, eru ljóð eins og Lítil frétt í blaðinu, Þjóðhátíð 1954, Á föstudaginn langa 1954, Gömul ferðasaga og Á fimmtán ára afmæli lýðveldisins, önnur eru gagnsýrð galli aldarandans, en ekki jafn ber í tjáningu: Draumurinn, Páskaræða, Auðhumla. öll þessi kvæði og enda fleiri eru með einhverjum hætti áróður og tilraun til að móta viðhorf vorrar kynslóðar. Meginkveikjur þessara ljóða eru þrjár: andúð á framferði ráðamanna 1 sósíölsk- um ríkjum og grunur um að rætur meins- ins liggi í sjálfu skipulaginu, önnur er helsprengjan, hin þriðja svik íslenzkra stjórnmálamanna við lýðveldið og aum- ingjaskapur vorrar aurasjúku kynslóðar. Jón úr Vör er vonbrigðamaður í stjórn- málum. Hann var einn þeirra byltingar- sinnuðu rithöfunda, sem stóðu að Rauð- um pennum undir forystu Kristins E. Andréssonar á fjórða tugi aldarinnar. Éinkenni þess tíma voru hinar stóru dímensjónir hugmynda- og tilfinningalífs, alþjóðahyggja í öllu efni, Marx var al- þýðunnar mannkynsfræðari og kenningar lians stórisannleikur um þróunarlögmál þjóðfélagsins. Frá sjónarmiði alþjóðasinn- ans voru persónulegar sorgir eða áhyggj- ur, hamingju- eða gleðistundir tiltölulega lítilfjörleg einkamál, sem urðu að þoka í skugga hinna stóru aðsteðjandi vanda- mála fjöldans: öreiga allra landa. Ég veit ekki hvort þessi ósamsetta alþjóðaábyrgð, heimshryggð og kollektíva hamingja hef- ur nokkurn tíma verið við andlegt hæfi Jóna úr Vör — að minnsta kosti 'verður það tæplega ráðið af ljóðum hans. En allt urn það skipaði hann sér ungur í raðir hinna róttækustu og stóð þar hiklaus fram undir þrítugsaldur. Þá tekur að bóla á efasemdum: ,,á leiðinni að tak- markinu býr hamingja baráttunnar, en vonbrigðin á vegarenda“, liann tekur að flíka harla óbolsivískum kenningum, já gott ef ekki hreinræktuðum gagnbylt- ingarboðskap: „ég trúi á hið eilífa blóð byltingarinnar, sem streymir frá kynslóð til kynslóðar og byltir sérhverri bylt- ingu“, litlu síðar segir hann skilið við sína gömlu baráttufélaga vegna ósjálf- stæðis flokksins gagnvart páfunum í Moskvu, gerist eins konar íslenzkur tító- isti. En meistarinn Tító fullnægir ekki lengi kröfum lærisveins síns, hann tekur að hneppa samstarfsmenn sína í ánauð eins og þeir í Sovét, og þegar einum þeirra, Djilas, tekst að smygla andróðurs- riti út úr fangelsinu, lengir einvalds- herrann fangavist hans um nokkur ár. Blaðið segir frá þessu í smáfrétt, en sama dag er aðalfregn á forsíðu, að sovétmenn liafi sent gervihnött út i geiminn. Af þessu efni er ljóðið Lítil frétt í blaðinu, sem þannig hefst: Meistari, þú mikli foringi okkar uppreisnarmanna, sem trúum þvi, að sannleikurinn sé ekki mikill og einn, Birtingur 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.