Birtingur - 01.01.1962, Page 58

Birtingur - 01.01.1962, Page 58
heldur margur og smár, eins og sandur, eins og bárur hafsins. Ég tala nú loks til þín, því í dag hef ég lesið í Blaðinu: Vinur okkar hefur talið daga sína í fangelsi vegna sannleika og kastað orðum sínum gegnum járngrindur yfir fangamúrinn eins og eldfuglum, óvinir okkar hafa gripið þau og fagnað þeim, reiðubúnir að senda þau á ný inn í ríki þitt, foringi. Og síðar segir: „á þá ekki lengur orð að mæta orði og tveir sannleikar að heilsast eins og ókunnir menn á götunni fyrir utan fangamúrana til þess að ræðast við? Þetta var lítil frétt í Blaðinu, . .. forsíðan heyrði ekki hjartslátt í jarðneskum fangaklefa. En ég get ekki gleymt þessari smáletursfrétt úr ríki þínu, foringi, nótt og dag fljúga hvítar dúfur friðarins í gegnum brjóst mitt, hring eftir hring að laugast mínu rauða blóði, munu þær, ó meistari, einn dag sameinast hinum svörtu fuglum hatursins og fljúga með eld á hendur þér? Hér víkur Jón úr Vör að viðkvæmu efni: hinni kærkomnu „röksemd" allra hrotta gegn aðfinnslum fylgismanna sinna — þið eruð að hjálpa andstæðingnum; „óvinir okkar hafa gripið þau og fagnað þeim, reiðubúnir að senda þau á ný inn í ríki þitt“; „munu þær, ó meistari, einn dag sameinast hinum svörtu fuglum hatursins og fljúga með eld á hendur þér?“ Jón veit, að óvinir friðarins hafa hent orð Dji- lasar á lofti og notað þau fyrirætlunum sínum til framdráttar (og Morgunblaðið vai' ekki seint á sér að taka ljóð Jóns upp í áróðurssöngbók sína). En vitundin um það réttlætir ekki, að menn þegi við hverri svívirðu samherjans: af þögninni leiðir einmitt þann glæpafaraldur, sem sett hef- ur soramark á marga fagra hugsjón, einnig sósíalismann. Orð verður að fá að mæta orði, menn verða að njóta skoðana- frelsis og réttar til að láta álit sitt í ljós. T ljóðinu Á föstudaginn langa 1954 er fjallað um voveiflegustu staðreynd vorra tíma: Lengi, lengi hef ég staðið í fjörunni við hið mikla haf sannleikans Og nú er ég faðir drengjanna, sem veiða síli á litla öngla föstudaginn langa. Gegnum píslarhjarta frelsara vors, sem dó á krossi, svo að við mættum lifa, synda inn í ljóð mitt geislavirkir fiskar hina löngu leið frá ströndum Japans, og breyta andakt minni í ótta: Mun ekki óvinur frelsara míns varpa þúsund örsmáum helsprengjum í djúpið, og börn mín veiða banvæna geislafiska? — Ó, hversu ljóðfagurt orð — Árið 1945 verður sú breyting á einkalífi Jóns úr Vör, sem einna róttækustum straumhvörfum veldur í ævi hvers manns: hann gengur í heilagt hjónaband, reisir sér nokkru síðar lítið hús við ljósan vog, eignast í fyllingu tímans elskulega stráka, nýtur í skemmstu máli næstu árin þeirrar 52 Birtingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.