Birtingur - 01.01.1962, Síða 64

Birtingur - 01.01.1962, Síða 64
Nú skrifum við 1961. Þá gefur annað tvítugt skáld út sína fyrstu bók og nefnir hana stutt og laggott: Nei. Ari Jósefsson heitir hann, ættaður úr Húnaþingi og um þessar mundir nýbakaður stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík. Er þá eitthvert lágaðalsmerki lífsneitunar á verkum þessa unga skálds? Fjarri fer því. Viðhorf þess til lífsins á jörðinni og mannlegra vandamála eru einmitt mjög jákvæð, karlmannleg og uppörvandi. Bókin er í tveimur þáttum, og hefst hinn fyrri á þessu ljóði: Leingi höfðum við leikið að orðum látið þau svífa í bláu ljósi uns þau sprúngu einsog sápukúlur Við lékum okkur að orðum uns geislarnir hurfu og um hendur okkar flæddi blóð myrkursins þykkt heitt og svart (Leikslok) Þrátt fyrir þennan áfellisdóm yfir orð- leikendum, fær skáldið ekki staðizt sæt- leik syndarinnar, en hverfur sjálft í leik- inn: á næstu síðum eru margar Ijóðrænar fingraæfingar, og fæ ég ekki séð, að þær geti orðið höfundi né lesendum að and- legum fjörlotum. Sum þessara ljóða eru haglega gjörð og geðfelld vegna einlægni sinnar og hóglátrar háttvísi: Brennifórn er ástarljóð með feigðargrun að baki, einnig mætti nefna Páskasnjó, Skáld, Skammdegi, Eingil og ljóslifandi smá- teikningu: Varir okkar hafa gróið saman utanum tvö lítil og skrítin dýr sem iða af ást og njótast inní heitum og rauðum heimi sem varir okkar hafa lokast um (Ást) Fljótlega verður þess vart, að Ari Jós- efsson er efasemdamaður, en berst þó við efann: neitar að veita skilmálalaust við- töku sannleika, sem aðrir þykjast hafa fundið og telja óyggjandi, en heldur í vonina, heldur leit sinni áfram á eigin spýtur: Ekki veit ég leingur hvort sú strönd er til sem hvít í skini morguns blá í skuggum kvöldsins kallaði mig laungum yfir þveran fjörð og þó mun ég róa enn (Lífróður) Þú hafðir vonað að stormurinn dyndi yfir og þeytti snjónum í andlit dansfífla kvöldsins og blési loks rykinu burt já þú hafðir vænst þess að vindurinn hreinsaði hús þitt en ekkert slíkt hefur gerst (Jólahugvekja) Fyrri þáttur Neis endar á ljóðinu Leys- íngu, minningaljóði sem stígur í ákall og heitstrengingu: Enn í nótt seytlar regn í nótt munu vötnin lifna Frjósami guð þú sem ert £ leysingunni í nótt mun blóð mitt spreingja fjöturinn og hefja kröftugan saung eftir vetrarlánga þögn Þegar tjaldið er dregið frá og annar þátt- ur hefst, stendur á sviðinu ungur full- hugi með krepptan hnefa á lofti og þrum- ar með bráðræðisofsa: 58 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.