Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 76

Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 76
nögl: róttækasti málari í heimi síðan Picasso kom fram, sumum verkum hans (eins og myndaflokknum um fangann) er hvorki meira né minna en líkt við verk Michelangelo. Vert er að geta þess, að myndir Fautrier eru fígúratífar, það er að segja: hann velur sér ávallt fyrir- mynd úr hinum ytra heimi, svo sem þjáð andlit fanga, tóma niðursuðudós, kven- líkama, málar síðan sömu fyrirmyndina upp aftur og aftur, svo að úr verður myndaflokkur (sería). Hið nýstárlega við myndgerð hans er þó fólgið í öðru: efnis- meðferðinni, kynlegri eldamennsku úr nýjum litarefnum og mynddúk. Hann límir til dæmis með sérstöku lími pappír á strigaflöt og getur þannig breytt yfir- borði hans í upphækkaða áferð, ris- myndaáferð (relief), eða hann smyr þar- tilgerðum massa á miðju myndflekans, mylur alls konar krítarliti eða annað góð- gæti þar ofan í, dregur því næst með vatnslitapensli nokkur svipsterk strik yfir litkökuna, bakar loks (fixerar) eða festir efnið með lakki. ,,Ég vildi eignast mitt eigið litaspjald," er haft eftir honum, „myndheim þar sem teikningin hafði sinn rétt, þýðingarmikinn stað án þess að lit- ur eða efnisáhrif trufluðu gildi hennar. Svo kom annað til: ég var orðinn hund- leiður á olíumálverkinu. Tækni þess hafði verið notuð um árhundruð og þvínær allir möguleikar þess kannaðir.“ Kukl Fautrier með litarefnið hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal yngri málara, og í því er meðal annars fólginn endurnýjunarkraftur listar hans. Áhrif Fautrier á hina ungu komu glöggt fram á Bienale de Paris, alþjóðlegri sýningu á verkum ungra listamanna (35 ára og yngri), sem Frakkar efndu til fyrir þrem- ur árum. Málverk hans eru undarlegt sambland af mannlegri þjáningu og öm- urleik annai's vegar og fíngerðri blæ- brigðaríkri litlýrík liins vegar. Fautrier hlaut ásamt Hartung fyrstu verðlaun á Bienale Feneyja 1960, en það þykir mesti heiður sem listamanni getur hlotnazt nú á dögum. Fautrier sýndi myndaflokkinn Fangann (L’otage) á listsal Rene Droin 1945, og hélt þar með innreið sína í lista- sögu seinni ára. Árið 1946 kemur annar listamaður fram á sjónarsviðið: Dubuffet sýnir á sajma listsal. Sýningin var kölluð á frönsku Hautes Pates, sem kannski mætti þýða litþykkildi. Það var undarlegur hrærigrautur tjörnu, sands og litarefna, þar í ófst barnateikninga-stíll, express- jónismi ásamt nokkuð grófum en skemmtilegum húmor. Myndirnar ollu óg- urlegu hneyksli og áhorfendur gerðu tii- raunir til að eyðileggja þær. Dubuffet er á margan hátt kynlegur kvistur. Hann fæddist í Ilavre árið 1901. Að loknu menntaskólanámi fór hann til Parísar og stundaði nám við ýmsa myndlistarskóla þar, hvarf síðan af þeirri braut, en tók að kynna sér bókmenntir, málvísindi, hljómlist og fleira. Upp frá því tekur hann að efast um gildi menntagreina og lista, en hallast að þeirri skoðun, að „hina sönnu lýrík og list sé helzt að finna hjá hinum almenna manni, jafnvel svokölluð- um eínfeldningum“. Setur hann nú á stofn vínverzlunarfyrirtæki og rekur það um langan tíma. Reynir til við málverkið 70 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.