Birtingur - 01.01.1962, Page 77
aftur í kringum 1933, en verður fyrir
vonbrigðum með árangurinn, og snýr sér
nú að vínverzlun af enn meiri ákafa en
fyrr. Árið 1942 hefst hann þó handa á
ný og sýnir í fyrsta skipti 1944, en það
er ekki fyrr en með fyrrnefndri sýningu
að hann kemur fram sem fullmótaður
listamaður.
Dubuffet hefur margt ljótt sagt um
borgaralegar siðvenjur og borgaralega
list: „allir geta skilið list, fyrsti kjáni
sem þú rekst á skilur list betur en þessir
lærðu málarar. Lifi fíflið. Það er alls ekki
nauðsyniegt að læra að teikna til þess að
geta skapað list. Niður með listsali, niður
með söfn, niður með listkaupmenn.“ Það
er hláleg glettni örlaganna, að einmitt
þessir bölvuðu listsalir hafa borið frægð
hans um heiminn. En eins og málin horfa
við sjónum hans og reyndar margra
fleiri, eru viðhorf hans á margan hátt
skiljanleg. 1 myndgerð barna og frum-
stæðra manna, jafnvel geðsjúkra, er upp-
runalegur kraftur sem Dubuffet og fleiri
hafa viljað endurnýja tengslin við. Þeir
segja sem svo: nútímaborgin og lifnaðar-
hættir borgarbúans eru smátt og smátt
að fjarlægja manninn frá náttúrunni,
Dubuffet: La belle fessure
Birtingur 71