Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 79

Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 79
kúga hið ferska eðli hans og lama, deyfa eðlileg lífssvör hans. Hins vegar er þver mótsögn milli yfirlýsinga Dubuffet og myndgerðar hans. Þrátt fyrir frumstætt mið í teikningu hans birtast í myndunum gífurlegur andlegur kraftur og fágun í litameðferð, sem enginn frumstæður mað- ur hefur til að bera. „Líklega er frumlegasti málarinn, sem komið hefur fram á sjónarsviðið í París eftir síðustu heimsstyjöld, ekki abstrakt- málari. Jean Dubuffet, fágætlega þrosk- aður gáfumaður, sameinar allt í senn barnalegan stíl, djarfar nýjungar í efnis- meðferð og grófan (grotesque) húmor,“ segir Alfred Barr á einum stað um Du- buffet. H a r t u n g er fæddur í Leipzig árið 1904. Hann byrjaði snemma að mála og hreifst af þýzku expressjónistunum, mönnum eins og Nolde, Franz Marc og Kokochka. Hann kynntist Kandinsky árið 1925. Að beiðni föður síns lét hann til- leiðast að ganga í listskóla í Leipzig, Dresden og Miinchen, nam jafnfi-amt listasögu og heimspeki. Fór í námsferðir víða um Evrópu, m. a. til Frakklands, ít- alíu, Hollands og Belgíu. Árið 1935 neyddist hann til að hverfa úr ættlandi sínu vegna Gestapó og settist þá að í París. Gekk í útlendingahersveit í Frakk- landi 1939, flúði til Spánar eftir uppgjöf franska hersins, komst þaðan til Norður- Afríku og gerðist hðsmaður de Gaulle. Undir lok styrjaldarinnar særðist hann alvarlega, svo að taka varð af honum ann- an fótinn. Árið 1945 gerist hann fransk- ur ríkisborgari og tekur til að að mála eftir 6 ára hlé. Hartung segir svo frá, að í barnæsku hafi hann lítt hirt um að teikna hlutina í kringum sig, en heillazt því meira af öllu sem bifaðist, t. d. eldingunni, hann hafi reynt að festa leifturtungurnar á blað, og 1922 hafi liann uppgötvað hið nonfígúratíva myndmál af eigin ramleik án þess að hafa hugmynd um þær til- raunir, sem gerðar höfðu verið í þeim efnum. Segja má, að Hartung hafi alla tíð verið óhlutlægur málari (nonfigura- tiv), ef undan eru skilin árin 1924— 1928, þegar hann var í skóla. Hann hefur því ekki eins og flestir jafnaldrar hans og þaðan af yngri menn þrætt hina erf- iðu stigu frá hlutbundinni myndgerð yfir til óhlutbundinnar. Listferill hans hefur verið snurðulaus og heilsteyptur, en mjög erfiður fyrstu árin, meðan skilningur á óhlutbundinni list var sama og enginn, enda var hann vanmetinn jafnvel af list- unnendum allt fram á seinni ár. Nú er hann talinn í fremstu röð franskra sam- timamálara. Hartung er einstaklega geðþekkur lista- maður. 1 myndum hans er lítið um þá annarsheims-móðu eða geðóra, sem ein- kenna svo mörg verk nútímamyndlistar. Hann ritar á léreftið heilbrigðum þrótt- miklum hætti línusveiflur, skref, stökk, stanz og birtir þannig andlega og líkam- lega alefling mannsins, eðlislæga tilfinn- ingu hans fyrir hreyfingu og hrynjandi. „Því dýpra sem við skyggnumst í sjálf okkur, þeim mun skýrar og meira sann- færandi orkar málverkið; því meira sem við gefum af okkar innri veru, þeim mun Birtingur 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.