Birtingur - 01.01.1962, Side 87

Birtingur - 01.01.1962, Side 87
um aldir. Hið eina, sem máli skiptir er hið ósagða, það sem býr dýpst með hverj- um manni og einungis hann einn getur skynjað." „Eftilvill er hægt að segja, hvað ekki má í málaralist, en það er ómögulegt að segja, hvað á að gera.“ Eftir 1988 flytur hann burtu úr París til heimabyggðar sinnar, og verður allt í senn, að hann hverfur að einveru og ein- angrun sveitalífsins og hann kennir þeirrar augnveiki, er glaucome nefnist og gerir hann næstum blindan um skeið. Það er á þessum árum einveru og innri hugleiðinga, að núverandi stíll hans þró- ast fram og skipar honum í fremstu röð málara nú á tímum: ,,Ég lifði í eins kon- ar furðuheimum þá, ég hallaðist meir og meir að litunum, ég varð umfram allt að lita.“ Um líkt leyti tók hann til við teppa- gerð, hann bjó þau til úr ýmis konar pjötluafgöngum, sem kona hans færði honum. ,,Ég lærði æðimikið á því að skeyta þessa pjötlubúta saman.“ Á árun- um 1951 til 1960 hverfur fyrirmyndin smátt og smátt úr myndum hans, í stað- inn upphefst lofsöngur litljóss og ljósa- litar. „Myndir mínar eru hugsýnir án iieita, svo að hver og einn geti sjálfur komið draumi sínum þar fyrir. Ef ein- hver sem augum lítur myndir mínar og staldrar við og hugsar af hlýju til þess, er mótaði þær, er ég ánægður.“ Myndir Bissiére minna á útigleði eins og við minnumst hennar úr bernsku, glaðir sól- ríkir sunmardagar með hornablástur og blaktandi veifur. Eftir síðari heimsstyrjöld koma í fyrsta skipti fram á sjónarsviðið i Banda- ríkjunum málarar, sem ekki eru eins og endurómur evrópskrar listmenntar, held- ur bera fram ný og frumleg viðhorf og verk. Mikil gróska hefur verið í amer- ískri myndlist undanfarin ár, og telja verður suma málara Vesturheims í fremstu röð listamanna nú á dögum. Merkastur fulltrúi þeirra Vestmanna, elztur og sérstæðastur er Tobey. „Við beinum ekki lengur og eingöngu sjónum okkar til Evrópu, heldur einnig og ekki síður vestur á bóginn til Asíu, okkar tímar eru tímar alþjóðahyggju.“ 1 þess- um orðum er meðal annars fólgið hið nýja gildi bandarískrar listar, ekki sízt list Tobey, enda er hann höfundur þess- ara orða. Áliugi sá, er liann snemma sýndi fyrir kínverskri og japanskri kalí- grafíu og sér í lagi þeirri heimsskoðun, er býr að baki austurlenzkrar listar, hef- ur haft djúptæka þýðingu fyrir hann sem málara, enda fór hann austur til Japan og kynntist viðhorfum Austurlandabúa af eigin raun, og gætir fyrir hans tilstilli sívaxandi áhrifa frá japanskri og kín- verskri list hér á Vesturlöndum. Enginn má þó halda, að hér sé um stælingu að ræða, því að Tobey er frarnar öllu nú- tíðar málari, en honum hefur á undra- verðan hátt tekizt að samsama hina ólíku heimssýn Austurlandabúans vestrænni nútímahyggju í myndlist, enda kemur í ljós, þegar aðgáð er, að viðhorf nútíðar málara eru hreint ekki svo ólík hinum austrænu, sérstaklega þau, sem leggja áherzlu á innra líf mannsins. Að vísu má segja, að staða Tobey’s sé með nokkuð sérstökum hætti í amerískri list. Þeir vestanmenn greina i milli tveggja skóla Birtingur Sl
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.