Birtingur - 01.01.1962, Side 88

Birtingur - 01.01.1962, Side 88
hjá sér í listrænum efnum: Kyrrahafs- skólans, sem runninn er undan rifjum Tobey’s, og New York skólans. List hins fyrrnefnda er fíngerð og mild í fram- gangsmáta, en hinn skólinn einkennist af miklu grófari viðbrögðum, svo að stund- um liggur við, að líkamsafls gæti ekki síður í list hans en hins andlega, enda kalla áhangendur hans list sína action painting. Leiðtogar New York skólans voru einkum Pollock og de Kooning. Pol- lock, sem dó um aldur fram 1956, er löngu þekkt stærð í myndlistarheiminum ekki sízt fyrir hinar frægu sléttumyndir sínar. Tobey er fæddur í Centarville (Wis- consin) í Bandaríkjunum árið 1890. Árið 1906 fluttust foreldrar hans til einnar útborgar Chicago. Hann verður snemma að vinna fyrir sér og stundar margs kon- ar störf, er veitingaþjónn, verksmiðju- verkamaður, auglýsingateiknari. Kringum 1910 verður honum ljós þýðing listarinn- ar í lífi sínu, lærir teikningu í kvöldskól- um. Hann uppgötvar, þegar hann kemur til New York, impressionistana og nútíma listastefnur. Eftir f.yrri heimsstyrjöld kemst hann í kynni við persneskan heim- spekiskóla, sem Bahai nefnist, en hann lagði áherzlu á virðinguna fyrir því mann- lega og að heimurinn yrði einn, þar sem landamæri deildu ekki lengur veröld okk- ar í stríðandi hópa. Gerist kennari í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 1922—25. Þar kynnist hann kín- verskum málara Teng Kwei, sem kynnir honum tækni og lífsskoðun austurlenzkr- ar listar. Síðan taka við ýmiss konar ferðalög: til Englands 1930, þar sem hann er sendikennari, til Mexico 1931, til Kína og Japan 1934, og þar dvelst hann nokkra mánuði í klaustri Zen-reglunnar. Árið 1942 uppgötvar Marian Willard, eigandi að listsal, myndir Tobey’s í Seattle og 1944 má segja, að Tobey hefji inngöngu sína í listheiminn með fyrstu einkasýn- ingu hinni á Willard Gallery í New York. „Sýning þessi er fyrsta frumlega innlegg amerískrar listar nú á dögum,“ var sagt um þessa sýningu. Árið 1954 kynnir Gal- leri Jeanne Bucher myndir Tobeys í Par- ís, og síðan hefur sigurganga hans verið óslitin, og 1958 fær hann fyrstu verðlaun á Bienale Feneyja. „Málverk Tobey’s fela í sér tímaeigin- leika eins og ljóðlist og tónlist, inntak þeirra skynjast hægt og krefst þess um leið, að við nálgumst þau með lifandi ímyndunarafli, lesum þau og skýrum tákn þeirra. Til þess að nema inntak þeirra verðum við að hlusta á þau með hjart- anu,“ segir hinn frægi þýzk-bandaríski málari Feiniger. Hið frumlega við ver kTobey’s er fram- ar öllu hin nýja og ferska heimsskoðun, er bak við þau býr, hin jákvæða sam- sömun austurlenzkrar íhygli og vestur- lenzks raunsæis, stundum finnst manni, að í verkum Tobey’s séu kaflaskipti í listasögunni, hér lýkur hinum mikla um- brotatíma, jafnvægi hins nýja tíma er í augsýn og skeið blómlegrar listmenning- ar hafið. „Það er augljóst, að Jean de la Croix hefði ekki tekizt á hendur ferðina (í leit að sannleika), ef hann hefði ekki áður búið yfir trú og hjai’tans sannfær- ingu. Sannleiksleitin leiðir hann í áfanga- stað, sem hann getur ekki séð fyrir, en 82 • Birtingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.