Birtingur - 01.01.1962, Page 92

Birtingur - 01.01.1962, Page 92
einmitt ótrauðir troðið þessa leið. En þeim hefur aldrei tekizt það í þeirri merk- ingu, er svo margur hefur fest í huga sér, þeir hinir sömu snillingar vissu sem var, að slíkt var ógerningur. Þeir urðu að skapa sér sinn eigin heim, nýja náttúru, nýja sýn í gegnum tækni sína liti og form. Mér varð gengið um gjármótiv Kjarvals í sumar. Ég sá htinn skyldleika með myndum hans og gjám þessum. Hins vegar hefur hann í krafti sköpunargleði sinnar og innri litsýnar sannfært okkur um, að svona hlyti Flosagjá að líta út. Herbin hefur sagt: „Listamaður stend- ur ekki utan við náttúruna, hann yfir- gefur hana ekki eins og farið sé út úr herbergi. Við erum náttúran, hiuti henn- ar eða þeirrar heildar, sem við köllum alheim." Slíkt á ekki eingöngu við um listamenn og skáld, heldur um hvern og einn, en verður ekki Ijóst fyrr en sá hinn sami hefur vaknað til skilnings um and- lega getu sína og greint, að það er einnig heimur innra með honum, sízt ómerkari en sá, sem hann sér hið ytra, án hug- mynda eða geðblæs ekkert mannlegt mat á hlutveruleikanum. Skynreyndir manns- ins eru sá efniviður, er listamaðurinn vinnur úr, og viðtakandinn skynjar verk- ið á þeirra vegum. Flestir ættu að geta verið sammála, þegar hingað er komið sögu, en málið vandast, þegar nútímalistamenn hefja frásögu af skiptum við geðhrif sín og beina þeim út í mótað efni. Hver sem snert hefur mynddúk með pensli, hefur komizt að raun um, að þar fæðist nýr heimur alls óskyldur hinum sýnilega hlutveruleik: menn hafa barizt öldum saman við að koma hinum stóra sýnilega heimi fyrir á litlum fleti, en sú leið er á enda gengin og ný óvænt leið hefur opn- azt, hið innra líf, hin innri nauðsyn. Um leið hefur þessi nýja vakning opnað mönnum sýn, nýja sýn á alheiminn, eins og í frumbernsku mannsins, þegar hann lagði í listum inn á þá braut, sem nú er á enda. Allir menn hafa sjón, en ekki geta allir mótað sýn sína í efni fyrir því. Flestir búa yfir einhverju innra lífi, eða hafa að minnsta kosti möguleika á því, en samt getur ekki hver sem er málað óhlutstæða mynd. Ttil þess þarf eins og áður gáfur, þekkingu og reynslu. Mér er minnisstætt, hve sumir nemendur mínir komust í mik- inn vanda gagnvart tómi myndflatarins, þegar þeir í æði og spennu stukku frá fyrirmyndinni og hugðust mála óhlut- stæða mynd eins og ekkert væri. Það ættu þeir að hafa í huga, er þrástagast á því, að þetta sé nú ekki mikill vandi. Þeim er ávallt vandi á höndum, sem skapa vilja list. Slíkt er þrekraun og hefur ekki breytzt og getur ekki breytzt, því að góð list er mælikvarði á andlegt líf og þroska, og slíkt taka menn ekki upp úr götu- ræsum. Stundum finnst mér, að flugmenn og guðspekingar ættu allra manna bezt að skilja nútímalist. Hvers vegna? Þeir eru formerki fyrir tveim meginþáttum henn- ar: innri þekkingu og nýrri sýn. Þeir sem fljúga oft geta ekki komizt hjá því að sjá jörðina, náttúruna, birtast í nýu ljósi. Til dæmis leysast hin lærðu örnefni upp, Esjan eða Ármannsfell, Baula eða Skjald- breið breytast í munsturflekk í geysi- 86 Birtingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.