Birtingur - 01.01.1962, Side 94

Birtingur - 01.01.1962, Side 94
Geir Kristjánsson Borgaravarnir Maríuklukkan grær á grænum völlum — og norskir sérfræðingar í bænum. Yfii' Hvítahafi sprungu eldkúlur heitari en sólin. — Iivar endar þetta? spurði konan. — Húsgrunnurinn kominn upp í milljón. Bara grunnurinn! — Bezt að vera við öllu búinn, sagði mað- urinn og hætti að raula: Maríuklukkan . . . Hann hafði þann undarlega vana að vera alltaf að reikna eitthvað á blaði með- an hann talaði við fólk, eins þegar hann talaði við konuna sína. — Ég vil hafa rennu úr eldhúsinu útí öskutunnurnar. Láttu arkitektinn vita, að ég vilji hafa rennu úr eldhúsinu útí ösku- tunnurnar. — Skal gert, reiknaði maðurinn. — Þeir hafa pantað hjá mér tuttugu þúsund sjúkrabörur, bætti hann við og hélt áfram að reikna. — Ég hlakka til, þegar við flytjum, sagði konan. — Það er svo einstaklega fallegt útsýni á þessum stað. — Okkar hús verður fyrsta húsið í bæn- um með prívat loftvarnarbyrgi, reiknaði maðurinn. — Fullar þrjár hæðir neðan- jarðar. Ég hef borið það undir þá norsku. og þeir halda að það dugi. Allt sprengt niðrí klöpp einsog þeir gei-a í Svíþjóð. Konan leit áhugalaust á manninn, kann- ski hafði hún ekki hlustað. — Já, ég hlakka til, þegar við flytjum, . sagði hún svo með semingi einsog hún hefði ætlað sér að segja eitthvað annað, en gleymt því. — Þeir norsltu segja að 90% geti bjarg- azt. Það var maðurinn sem talaði og nú var hann farinn að reikna, hvað 90% af sjötíu þúsundum væri mikið. — Sextíu og þrjú þúsund! sagði hann. — Æi, þú veizt að ég skil ekki tölur, Jón minn. Minnstakosti ekki svona háar tölur, hló frúin. — Þú ert alltaf að tala við mig um viðskipti. — Viðskipti eru viðskipti, reiknaði mað- urinn. — Þeir eru að hugsa um að kaupa af mér teppi líka. Ég á kost á stórum lager hjá hernum. Þeir norsku hafa mælt með því eins og börunum. — Hvaða börum? endurtók konan. Ein- hvern veginn kom henni ekki annað í hug en barir. — Sjúkrabörunum, manneskja. Þessum tuttugu þúsund sem þeir eru búnir að panta hjá mér. — Til hvers eiga þær að vera? Augun í konunni urðu alveg kringlótt. — Hvað er þetta, kona! Hlustarðu eklci á fréttirnar? Þeir eru alltaf að sprengja. 88 Birtingur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.