Birtingur - 01.01.1962, Page 98

Birtingur - 01.01.1962, Page 98
Geir Kristjánsson Hún mætti honum í ganginum. Hún heils- aði ekki þá. Samt leit hann á hana, fann hún. Það voru ósköp að sjá hann, sköll- óttan, lotinn og mæddan, líka óhreinan. 0, dolce vita! Þetta var í messanum á Vellinum. Þegar hún kom að borðinu með diskinn sinn, sat hann þar með öðr- um, og nú heilsaði hún á hann, snöggt og kumpánlega. Það leyndi sér ekki, að hann varð feginn. Hann leit á hana uppúr disknum sínum, bráðfeginn, þakklátur. Hann var allt í einu orðinn að apa, en henni brá ekki neitt. Hvað er eðlilegra en að api sé api? Henni fannst hann jafnvel viðkunnanlegri svona, fékk ósjálfrátt samúð með honum. Það hneykslaði hana ekkert. að hann skyldi ekki vera í neinum fötum. Hann var í staðinn vaxinn þéttu, rauðbrúnu hári. Hún skildi líka geltið í honum eins og það væri mannamál. Það kom á daginn, að hann var ekki lengur sópari, heldur skipaði nú ábyrgðarmikla stöðu og var hér á einkaskrifstofu sinni. Tíminn? Hver veit, hve mikið pláss tím- inn þarf? Þeir voru komnir frá Moore- mack Cormack Lines til að fá hjá honum upplýsingar og sækja það sem hann hafði átt að útvega. Allt ó- sköp hversdagslegt. Fjórir einkenn- isklæddir menn, líklegast yfirmenn. Hann þurfti að sýna þeim eitthvað, hann var jafnframt að reyna að leika mann. Henni skildist, að það tilheyrði starfinu, án þess að koma því beinlínis við. Það voru ósköp, hvað hann lagði á sig til að gera alla hluti eins og hann væri maður. Samt dugði það ekki. Bersýnilega stóð liann sig ekki í stykkinu. Þeir grettu sig yfir skjölunum sem hann lagði á borðið fyrir þá. Grettu sig þegjandi. Það var ekki það, að hann var api sem þeir settu fyrir sig, heldur eitthvað annað, skildist henni, eitthvað í sjálfri framkvæmd starfsins, eitthvert dularfulit smáatriði í bókfærslunni kannski. Hann gerði sama hlutinn upp aftur og aftur til að sannfæra þá, það voru tilburðir sem hún skildi ekki fyllilega, vegna ókunnugleika á starfi hans. Þeir hristu bara höfuðið, lu-istu höfuðið þegjandi. Þeir réttu honum peninga áður- en þeir fóru, búnt af bláum seðlum. Hafið þið séð apa taka við pen- ingum? Hvernig á kviknakinn api að stinga á sig peningum? Hann hélt á seðlunum eins og hann hefði verið beðinn að halda á þeim fyrir einhvern og vildi skila þeim aftur, þegar honum fannst, að hann væri búinn að halda á 92 Birtingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.