Austurland


Austurland - 03.04.1985, Blaðsíða 2

Austurland - 03.04.1985, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 3. APRÍL 1985. ----------Austurland-------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) @7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir - Pósthólf 31 - 740 Neskaupstað - @7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað @7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Krafan er verðtrygging launa Alþýðusamband íslands hefir ítrekað þá meginkröfu, sem önnur launþegasamtök standa vissulega að einnig, að á ný verði tekin upp verðtrygging launa. í þeim samningaviðræðum, sem eru skammt undan, verður þetta meginkrafan. Þá kröfu þarf að taka upp nú vegna þeirrar gerræðislegu frelsis- og kjara- skerðingar, sem núvernadi ríkisstjórn beitti launafólk í upphafi ferils síns. Þá var verðtrygging launa afnumin, en látin halda sér á lánum og verðlag fékk að vaða áfram. Verðtrygging launa var eina nauðvörn launafólks í hrunadansi verðbólgunnar, en íhald og framsókn létu það verða sitt fyrsta verk að svipta launafólk henni. Nú hlýtur verkalýðshreyfingin að spyrna við fótum af alefli og sameinuð verkalýðshreyfing er mikils megnug, það hefir sann- ast oft og mörgum sinnum. „Samstaðan er það sem gildir“, sagði verkalýðskempan Sigfinnur Karlsson í viðtali við AUSTUR- LAND fyrir skömmu. Pessi orð segja allt, sem segja þarf. Launþegar almennt verða að stilla saman krafta sína og standa þétt að baki forystu sinnar og knýja á um sjálfsögð mannréttindi og mannsæmandi kjör. Pá mun árangur nást, þó að við harðsnúið og fjandsamlegt afturhald sé að eiga. Nýgerðir sjómanna- samningar eru nýjasta dæmið um þetta. En hver er afstaða stjórnmálaflokkanna til þessarar megin- kröfu, verðtrygingar launa? Eru stuðningsflokkar hennar líklegir til að geta einhverju ráðið? Því miður verða ekki alþingiskosn- ingar í bráð, svo að staða flokkanna á þingi nú er það, sem miða verður við. Ihaldið er auðvitað á móti þessari kröfu og munu berjast gegn henni af alefli, verkalýðssinnar innan Sjálfstæðisflokksins munu þó geta tekið undir hana, en stuttbuxnadeildin í frjáls- hyggjuvímunni mun kveða þá í kútinn sem endranær. Ráðandi öfl í Framsóknarflokknum eru líka alfarið á móti þessari kröfu og sennilega enn frekar en íhaldið, en í áróðursskyni eru nokkrir minni háttar postular í flokknum látnir tala digurbarkalega og gaspra um, að verðtrygging kaupgjalds og lána þurfi að haldast í hendur. Gallinn er sá, að á þessu tali er ekki mark takandi. Kratarnir eru harðsnúnir andstæðingar verðtryggingar launa, en eru hins vegar frumkvöðlar að verðtryggingu lána og fjasa um afnám tekjuskatts, af því að það lætur vel í eyrum. Ekki er blaðinu kunnugt um, að Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalist- inn hafi neina skoðun á þessum málum, sem mark sé á takandi, enda hafa einstakir þingmenn þessara flokka viðrað mismunandi skoðanir í þeim efnum. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn, sem heill og einarðlega hefir ætíð fylgt fram stefnunni um verð- tryggingu launa. Það verður hins vegar að segjast, að Alþýðu- bandalagið er ekki mikils megnugt um þessar mundir í stjórnar- andstöðu, en ef það stendur einhuga að baki verkalýðshreyfing- arinnar, sem það á líf sitt undir og lætur sig hætta að dreyma alþjóðlega kratadrauma, þá verður það vaxandi afl á ný. Þess er full þörf í komandi átökum. B. S. FRÁ ALÞINGI Könnun á hagkvæmni útboða Lögð hefir verið fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni út- boða og nánari reglur um framkvæmd þeirra. Helgi Seljan er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar, en meðflutningsmenn eru Jón Kristjánsson, Skúli Alexand- ersson, Karvel Pálmason og Steingrímur J. Sigfússon. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ítarlega könnun á hagkvæmni útboða og því, hvort aðrar leiðir séu ekki heppilegri og æskilegri fyrir byggðarlög og þjóðar- heild. Sérstaklega verði athug- uð áhrif útboða á byggðaþróun í landinu og samhliða heildar- hagkvæmni þeirra verði litið til röskunar á rekstri ýmiss konar þjónustu á landsbyggðinni. Settar verði nánari og skýr- ari reglur um útboð á vegum hins opinbera og framkvæmd þeirra á þann veg, að smærri verktakar á einstökum svæð- um og aðilar heima í héraði hafi sem besta ntöguleika á því að taka að sér verkefni í nágrenni sínu. Jafnframt verði undirbúnar reglur, sem koma í veg fyrir, að einstakir aðilar geti einokað verktakastarf- semina.“ I ítarlegri greinargerð, sem til- lögunni fylgir, er bent á, að útboð á vegum hins opinbera hafi farið mjög í vöxt á undanfömum ámm á grundvelli laga um skipan opin- berra framkvæmda og vilja Al- þingis um útboð. Síðan segir: „Þannig hafa verkefni flutst frá aðilum í heimabyggð með tilviljana- kenndum hætti, en sem bein af- leiðing af útboðsstefnunni al- mennt að sjálfsögðu. Forsendur þess, að útboð eigi rétt á sér, eiga að vera heildarhagkvæmni og þau mega aldrei leiða til þess, að þjónusta ýmissa aðila á landsbyggðinni leggist af eða framkvæmdafjámtagnið flytjist úr heimabyggðum með þeim hætti, sem nú gerist. Ýmislegt þarf því að athuga, áður en fylgt er í blindni útboðsstefnu í öllum greinum.“ Ýmis rök eru síðan færð fyr- ir flutningi tillögunnar og vís- ast um þau að mestu til greinar Helga Seljan í síðasta blaði AUSTURLANDS. En orðrétt segja flutnings- menn: „En veigamesta ástæð- an fyrir þingsályktunartillögu af þessu tagi snertir þó lands- byggðina, þjónustuaðilana þar og möguleika þeirra í þessari samkeppni eða útilok- un þeirra frá þessum mark- aði.“ Fylgiskjal með þingsálykt- unartillögunni er ályktun frá Vörubifreiðastjórafélaginu Snæfelli á Fljótsdalshéraði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði, þar sem félagið „mótmælir harðlega heimild- arlögum um útboð opinberra framkvæmda í vega-, hafna- og flugvallagerð á landsbyggð- inni, sem beitt hefur verið í vaxandi mæli sl. tvö ár.“ Er þar skorað á „alþingismenn Austurlandskjördæmis að beita sér á yfirstandandi Al- þingi og í ríkisstjórn fyrir niðurfellingu útboða hins op- inbera í framangreindum framkvæmdum og afnámi út- boðslaga hvað þær varðar." I þeirri ályktun eru færð frekari rök fyrir málinu og einnig í greinargerð, sem til- lögunni fylgir. B. S. Hússtjórnarskólinn Hallormsstað: Námskeið Fyrirhugað er hvíldar- og endurmenntunarnámskeið við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað vikuna 21, — 27. aprílog 5.-11. maí, ef næg þátttaka fæst Tilhögun námskeiðahalds: Matreiðsla: Saumar: Vefnaður: Garðrækt og skógrækt: (Sýnikennsla og/eða verkleg þjálfun) Gerbakstur Glóðarsteiking Fiskréttir Ostar og ostaréttir Örbylgjuofnar — meðferð og matreiðsla Leiðbeiningar við tilbúin snið — Fatasaumur Frjálst val í samráði við kennara Fyrirlestur og skoðunarferðir í fylgd með sérfróðum skógræktarmönnum Kostnaður er aðeins fæðis- og efniskostnaður Nánari upplýsingar í skólanum í síma 1761 Nýr hitaveitustjóri Björn Sveinsson, skrifstofustjóri Verslunarfélags Austurlands, hefir verið ráðinn hitaveitustjóri hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Hann tekur við starfi af Baldri Einarssyni, sem er að flytja á brott. Guðmundur Magnússon, fráfar- andi sveitarstjóri á Egilsstöðum, hefir verið ráðinn í hlutastarf hjá hitaveitunni. K. Á. / B. S. ÁRNAÐ HEILLA Afmæli Hörður Stefánsson, flugvallar- vörður og bæjarfulltrúi, Ásgarði 8, Neskaupstað, varð 50 ára 30. mars sl. Hann er fæddur á Karlsskála í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð og ólst þar upp. Hann og kona hans Kristín Kristinsdóttir byrjuðu bú- skap í Reykjavík 1960. Til Nes- kaupstaðar fluttu þau 1962 og hafa átt hér heima síðan. Kirkja Hátðíðarmessa á páskadag í Norðfjarðarkirkju ki. 10 f. h. Ferming í Norðfjarðarkirkju annan páskadag, kl. 1030 f. h. Sóknarprestur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.