Austurland


Austurland - 03.04.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 03.04.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 3. APRÍL 1985. EGILSBUÐ S7322 — Neskaupstað Fimmtudagur 4. apríl kl. 2100 „GEIMSTRÍÐ II - REIÐI KHANS" Sunnudagur 7. apríl PÁSKADANSLEIKUR Húsið opnað kl. 2400 á páskadagskvöld Bumburnar leika Úr einu .....í annað Laus staða Staða skrifstofumanns á Skattstofu Austurlandsumdæmis (V2 starf) er laus til umsóknar Starfið krefst góðrar vélritunarkunnáttu Laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum skilist til skattstjóra fyrir 9. apríl nk. Skattstjóri Austurlandsumdæmis Ífxium fjölgar í Neskaupstað Á sl. ári fjölgaði íbúum Nes- kaupstaðar um 42 skv. tölum frá Hagstofunni og eru nú 1724 talsins. Þetta eru góð tíðindi og vonandi heldur bessi uppsveifla áfram enda er hér næg atvinna fyrir miklu fleiri hendur. Ekki hef ég séð tölur um, hvaðan bessi fjölgun kemur. Er betta fólk sem flyst úr öðrum lands- fjórðungum, kemur bað frá öðrum byggðarlögum á Austur- landi eða voru barneignir óvenju miklar í bænum? Gaman væri að hafa svör við bessum spurningum bví sé litið á Austurland allt er bróunin bví miður uggvænleg. Aðeins í bremur sveitarfélögum utan Neskaupstaðar er fjölgunin tveggja stafa tala; 23 í Hafnar- hreppi, 19 í Fellahreppi og 10 í Egilsstaðahreppi. Alls fjölgar í 13 sveitarfélögum, fækkar í 18 en 3 standa í stað. í Austur- landskjördæmi í heild fækkar íbúum um 25 og eru þeir nú 13.095 talsins. Hin uggvænlega bróun síðustu ára heldur áfram, aðeins Reykjavík og Reykja- neskjördæmi eru með fjölgun yfir landsmeðaltali. Straumur- inn liggur bví áfram til suðvest- urhornsins og þyngist með hverju árinu. Umgengni Þessi dæmalausa veðrátta hefur m. a. valdið því að ýmis- legt í umhverfinu stingur meira í augu enda ekki snjór til að hylja syndirnar (fyrr en nú í dymbilviku). Ég hef að vísu ekki gengið eða ekíð um bæinn gagngert beirra erinda að leita að slæmri umgengni en sumt kemst maður ekki hjá að sjá og haldi betta indæla vorveður áfram vona ég að menn fari að komast í hreinsunarskap. Reyndar vil ég gjarnan meiri snjó, en bað er önnur saga. Bæjaryfirvöld hafa í mörg horn að líta og vonandi líta bau fljótlega í hornið austan við Eg- ilsbúð, íshúsgrunninn. Hvernig væri að slétta gólfplötuna, fá unglinga til að mála steinvegg- ina og setja barna upp einhvers konar útimarkað í sumar? Síldarvinnslan fer vonandi að afmá ummerki loðnugeymsl- unnar út við Bjarg og Steypusal- an (Máni) barf líka að taka til hendinni á sínu athafnasvæði. Fleira mætti telja, en betta eru þeir aðilar sem hvað mest hafa umleikis og blasa við akandi og gangandi fólki. En eigum við VILTU SKOÐA NORÐURLOND EÐA SKOTLAND? í sumar förum við í þriggja vikna rútuferð um Norðurlöndin, og tveggja vikna Skotlandsferð Förum frá Seyðisfirði og siglum með "Ví Norröna til Færeyja og þaðan til Danmerkur Fimm aðalspurningar: Þar ökum við um Jótland og skoðum markverða staði Síðan förum við til... Nei, það er alltof langt mál að fara í að telja það allt upp, fáið senda ferðaáætlunina Spurning Hvað kostar Norðurlandaferðin? Hvað fæ ég fyrir peningana? Hvað er ekki innifalið? Er boðið upp á eitthvað fleira? Hvar f é ég svonaferð? Svar 39.500(Gengil5.3.'85) Allar ferðir (sigling, rúta, ferjur), gistingu allan tímann, 17 morguverði og 17 kvöldverði, íslenskan fararstjóra______ Aðgangur að skemmtistöðum, söfnum o. s. frv. Samsvarandi ferðir um Skotland, bara ódýrari___________________ Hjá Ferðamiðstöð Austurlands og Benna & Svenna___________ u samband og fáðu frekari upplýsingar Ferðamiðstöð Austurlands S 1510 Benni & Svenni & 6399 Toppmy ndir - og tækin á kr. 300 OPIÐ ALLA DAGA 1 - 10 ESVAL VIDEO — S7707 Til sölu Datsun Cherry '79 Upplýsingar S7168 ekki öll að bretta upp ermar og hefjast handa hvert á sínum stað? Móttaka ferðamanna Áhugi á móttöku ferðamanna fer nú vaxandi á Austurlandi. í vetur hafa víða verið stofnuð ferðamálafélög og fyrirhugað er að bau bindist saman í fjórð- ungssamtök síðar. í sameiningu geta bessi félög m. a. staðið að kynningu á Austurlandi og möguleikum ferðamanna í fjórðungnum, en beir eru nán- ast ónýttir enn sem komið er. Því má búast við að á næstu árum verði verulegur vöxtur í bessari atvinnugrein og ýmiss konar ný bj°nusta skjóti upp kollinum. Nefna má að til bessa hafa flestir beir far^egar sem koma með ferjunni Norröna til Seyð- isfjarðar haft stuttan stans á Austurlandi. Skýringin á bví er ekki síst sú að beir vita af ferða- möguleikum bæði norðanlands og sunnan, en sáralítið um möguleika á að ferðast hér inn- an fjórðungsins. Verkefnin eru bví næg framundan og vonandi drífa duglegir og hugkvæmir menn í bví að nýta bá fjölmörgu möguleika, sem austfirsk nátt- úra og austfirskt mannlíf býður upp á. Rás2 Nú hafá beir sem beðið hafa í ofvæni eftir rás 2 fengið sína ósk uppfyllta að nokkru leyti. Það heyrist í henni víðast hvar á Austurlandi, en samt mjög misvel og á Reyðarfirði er mér tjáð að betur heyrist á rás 2 en gamla gufuradíóinu, rás 1. I Neskaupstað heyrist fremur illa í rás 2 innanhúss a. m. k. nema menn hafi pvl' betri loftnet, en betta stendur til bóta í sumar eða haust. Ég hringdi í Hans Þormar tæknifræðing hjá Pósti og síma og hann sagði mér að til stæði breyting á rás 1 í Neskaupstaðð. Sendir sá sem nú er á pósthúsinu (lOw) verður tekinn niður en í staðinn kemur lOOw sendir í Skuggahlíð og bar verður einnig settur annar lOOw sendir fyrir rás 2. Hans telur að betta eigi að gefa góða útkomu og að við megum eiga von á bessum endurbótum í ágúst eða september. Vonandi er betta nægur sendistyrkur, bvl sjálf- sagt er tækni- og verkfræðingun- um ljóst að mest öll hlustun er á ferðatæki og aðeins örfáir hafa vönduð loftnet, enda hlýtur að vera ódýrara að kaupa einn góð- an sendi en 5 - 6 hundruð loftnet. Krjóh.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.