Austurland


Austurland - 18.06.1987, Page 3

Austurland - 18.06.1987, Page 3
FIMMTUDAGUR, 18. JÚNÍ 1987. 3 Vopnafjörður Viðlegukanturinn lengdur í sumar „Hafnarframkvæmdimar vcrða umfangsmestu framkvæmdir sveitarfélagsins í sumar“, sagði Sveinn Guðmundsson, sveitar- stjóri á Vopnafirði er AUSTURLAND hafði sam- band við hann í vikunni. Sveinn sagði að áformað væri að lengja viðlegukant hafnar- innar um 55 - 60 metra og myndi það stórbæta aðstöðu fyrir stærri báta og skip í höfninni. Hann sagði verkið verða unnið af heimamönnum undir verk- stjórn manna frá Hafnarmála- stofnun og væri áformað að vinna við þetta gæti hafist um 20. júní. Prátt fyrir þetta sagði Sveinn að mikið verk yrði óunnið við hafnarframkvæmdir á Vopna- firði og væri þar mest knýjandi að útbúa aðstöðu fyrir smábáta en þeim hefur fjölgað mikið á Vopnafirði að undanförnu eins og víðast hvar annars staðar. Taldi hann líklegt að nú væru um 30 smábátar gerðir þaðan út og væru hugmyndir uppi um smábátahöfn og teikningar af skjólgarði fyrir þá innan hafnar- innar lægju á borðinu. „En þetta kostar allt peninga", sagði Sveinn, „og sem stendur er ekki gert ráð fyrir þessu á fjárhags- áætlun, þannig aö framkvæmdir við þetta eru ekki á næstunni“, sagði hann. Mikil atvinna er nú á Vopna- firði og vantar fólk í flestar at- vinnugreinar, jafnt í fiskvinnslu sem iðnað og erfitt hefur verið að manna skipin á staðnum. Að sögn Sveins spilar skortur á leiguhúsnæði nokkuð þar inn í og sagði hann sveitarfélagið nú áforma að hefja byggingu tveggja húsa með samtals fjór- um leiguíbúðum og er áætlað að franikvæmdir við þær byggingar hefjist í sumar. hb ÞVI EKKIISLENSKAISVEL? ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ísvél er framleiöir betri ís svél, íslensk hug- og handarsmíð svél sem er ódýrari svél sem fylgja betri greiöslukjör svél sem komin er á 10 ára reynsla svél sem hefur 1. flokks þjónustu svél sem kemst nánast alls staðar fyrir svél sem er hafinn útflutningur á smark ísvél, framleiðsluafköst 0.5 - 100 tonn á dag, hvort sem er úr fersku vatni eða sjó M° ÍSVÉLAR HF Höfðabakka 3 S 91-83582 P.O. Box 4305 Reykjavík ALFASTEINN % sími 720— Borgarfirði eystri 97-2977 Við minnum ykkur á sérunnu tækifærisgjafirnar sem við framleiðum Hringið og fáið myndbækling Þá fást vörurfrá okkurí nokkrum verslunum á Austurlandi Frá Vopnafjarðarhöfn. - Par verða talsverðar framkvœmdir í sumar. Mynd AB Fyrirtækjaskránni seinkar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er nú verið að vinna að gerð fyrirtækjaskrár fyrir Austurland undir heitinu „Lyk- ill að Austurland“. Undirbún- ingur hófst um áramótin og fyrirhugað var að bókin kæmi út í maímánuði. Nú verða útgefendur að horf- ast í augu við þá staðreynd að sú tímaáætlun stenst ekki. Astæðurnar eru ýmsar, svo sem annir í prentsmiðjunni Nes- prenti í Neskaupstað þar sem bókin er unnin, og ekki síður að vinnslan hefur reynst tímafrek- ari en útgefendur héldu í bjart- sýni sinni. Nú er fyrirsjáanlegt að hún kemur ekki út fyrr en um næstu mánaðámót, þ. e. júní - júlí. Á þessu er beðist velvirðingar en um leið er skylt að þakka Austfirðingum geysigóð við- brögð við þessu framtaki. Pátt- taka er langt yfir 90% í aðal- skránni, þ. e. þeim hluta sem greitt er fyrir skráningu í. í þjón- ustuskránni hefur verið leitast við að hafa öll fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök með, ásamt með umboðsmönnum fyrirtækja utan fjórðungsins, og er það von út- gefenda að hún reynist tæmandi. Vegna þessara góðu undir- tekta reyndist nauðsynlegt að stækka bókina verulega. í stað 100 bls. eins og fyrirhugað var verður hún tæplega 200 bls. Pað er því von útgefenda að hér sé á ferðinni vandað rit sem allir Austfirðingar geti notfært sér. Samið hefur verið við Prentverk Austurland hf. í Fellabæ um dreif- ingu á bókinni inn á öll heimili í fjórðungnum en fyrirtæki fá hana senda í pósti. Ef allt fer að óskum ætti „Lykill að Austurlandi" að detta inn um bréfalúguna um næstu mánaðamót. Pessa dagana er verið að senda út gíróseðla fyrir skrán- ingargjöldum. Á næstunni falla ýmsir stórir útgjaldaliðir í gjald- daga og er því brýnt að menn bregðist skjótt og vel við og skundi með seðlana á pósthúsið. Gangstéttarhellur l-steinn í gang- stéttir og bílaplön. Brotþols- og frost- þíöu prófaður af Rannsóknastofnun byggingariönaöar- ins. Hagstætt verð 660 REYKJAHLlÐ MÝVATNSSVEIT SÍMI 96-44250

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.