Austurland


Austurland - 18.06.1987, Qupperneq 4

Austurland - 18.06.1987, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR, 18. JÚNÍ 1987. sjónvarp Föstudagur 19. júní 17.25 Útvarpshúsið vígt. Bein útsending frá hátíðarsamkomu í nýja Útvarps- húsinu við Efstaleiti. 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 21. þáttur. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir 8. þáttur. 19.15 Á döfínni. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Rokkamir. Sniglabandið. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Þorskur á stöng. Breskur sjón- varpsþáttur um íslandsferð vonglaðra veiðimanna sem kepptu í sjóstanga- veiði við Suðurnes. 21.15 Derrick. 6. þáttur. 22.20 Giftu konurnar í Stepford. Ðanda- rísk bíómynd frá 1974. Aðalhlutverk: Katharine Ross, Paula Prentiss, Na- nette Newman, Peter Masterson og Patrick O’Neal. Myndin fjallar á gam- ansaman hátt um samskipti kynjanna og verkaskiptingu kvenna og karla. Eiginmenn í svefnbœnum Stepford hafa leyst öll ágreiningsmál á þessum sviðum með allnýstárlegum hœtti sem nýgrœðingar í bœnum átta sig ekki á í fyrstu. 00.20 Dagskrárlok. Laugardagur 20. júní 16.30 íþróttir. 18.00 Garðrækt. 8. þáttur. 18.30 Leyndardómar gullborganna. 6. 19.00 Litli prinsinn. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Allt í hers höndum. 2. þáttur. 21.15 Að duga eða drepast. Bandarískur vestri frá 1955. Leikstjóri Nicholas Ray. Aðalhlutverk: James Cagney, John Derek og Viveca Lindfors. Tveir samferðamenn eru sakaðir um lestar- rán en tekst með naumindum að sanna sakleysi sitt. Peir taka síðan að sér lög- gœslustörf ílandnemabœ. Annarþeirra er ístöðulítill unglingsmaður og leiðist á villigötur þótt félagi hans reyni allt hvað hann má til að gera hann að manni. 23.45 Brúður á báðum áttum. Bresk sjónvarpsmynd frá 1982. Aðalhlut- verk: Sarah Miles, Stanley Baker og Peter Day. Myndin gerist í Andalúsíu- héraði á Spáni. Landgreifi einn biðlar til ungrar ekkju og vantar ekki nema herslumuninn til að innsigla ráðahag- inn. Pá kemur sonurinn heim í leyfi en hann nemur til prests. Fyrr en varir eru feðgarnir orðnir keppinautar um ástir konunnar og sonurinn verður að velja milli hennar og köllunar sinnar. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 21.júní 17.15 Eyja ófreskjanna. Breskævintýra- ópera. / óperunni er fylgst með dreng- hnokka sem fer í œvintýraferð í hugan- um til eyjarsem byggð erýmsum furðu- skepnum. 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Töfraglugginn. 1. þáttur. Nú er Myndabókin komin í sumarbúning undir nýju nafni. Sigrún Edda Björns- dóttir og Tinna Ólafsdóttir kynna gamlar og nýjar myndasögur fyrir börn. 19.00 Fífldjarfír feðgar. 7. þáttur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Dagskrá næstu viku. 20.50 Er ný kynslóð að taka við? Þáttur um ungt fólk sem er að hasla sér völl í viðskiptalífi, stjórnkerfi og listum. 22.45 Pye í leit að paradís. 3. þáttur. 22.40 Ungir einsöngvarar í Cardiff. Frá söngkeppni í Wales á vegum BBC 15. þessa mánaðar sem Kristinn Sig- mundsson tók þátt í af hálfu íslenska sjónvarpsins. Þessi þáttur er frá for- keppni í riðli hans. 23.40 Dagskrárlok. Leiðrétting Prentvillupúkinn lækkaði heldur betur hagnað Síldar- vinnslunnar hf. í frétt hjá okkur í síðustu viku um aðalfund fyrir- tækisins. í greininni féll niður einn tölustafur sem gerði það að verkum að hagnaður var sagður 10 sinnum minni en hann varð á árinu. Rétt er að hagnaður af starfsemi ársins nam 76.8 millj- ónum króna sem jafngildir 6.2% af heildarveltu. í fyrirsögn var rétt farið með þetta og glöggir lesendur hafa líklega áttað sig á þessu. AUSTURLAND biður hlutað- eigandi velvirðingar á þessum mistökum. Sigurður Lárusson Athugasemd við leiðara Athugið Fótaaðgerðastofan og svæðanuddið er flutt að Hafnarbraut 54 S 7329 Erica Pétursson Sjálfsbjargarfélagar Höfum orlofshús að Einarsstöðum 6. til 13. júlí Þátttaka tilkynnist sem fyrst vegna skipta ® 7252, formaður I síðustu viku hlustaði ég á lestur úr landsmála- og héraðs- fréttablöðum á rás eitt í Ríkisút- varpinu eins og oft áður. Lestur leiðarans úr AUSTURLANDI varð mér tilefni til þessara hug- leiðinga. Það var úr 23. tölu- blaði blaðsins. Fyrst var rætt í forystugreininni um samræmd próf í íslensku í 9. bekk í vor. Ég er greinarhöfundi algerlega sammála að það sé fyrir neðan allar hellur, ef málvillur hafa verið í prófinu. Sé það rétt hafa þeir menn sem áttu að sjá um að það væri í alla staði gott og gilt svo sannarlega ekki reynst starfi sínu vaxnir. Svo segir orðrétt: „Hinsvegar var útkom- an úr prófinu mun lélegri en í fyrra. Reynt var að grafast fyrir um ástæður þess, og vantaði þar inn í umræðuna nokkur mikil- væg atriði. Þar virðist ástand í kennaramálum úti á lands- byggðinni t. d. skipa litlu máli.“ Hér vil ég leyfa mér að gera athugasemd. Megin þorri barn- anna í 9. bekk eru af stór- Reykjavíkursvæðinu og öðrum stærstu þéttbýliskjörnum landsins, þar sem langflestir kennarar munu hafa kennara- réttindi. Hinn hluti barnanna í 9. bekk sem ekki hafði kennara með réttindi er tiltölulega mjög lítill og getur tæplega ráðið úr- slitum í heildarútkomunni. Ég er ekki sammála greinarhöfundi að það eitt að kennarinn hafi réttindi sé höfuðatriði, þó að það sé auðvitað æskilegt. Það er staðreynd að margir réttinda- lausir kennarar hafa verið prýði- legir kennarar. Einnig hitt að kennarar með full réttindi, jafn- vel úr kennaraháskólanum, hafa alls ekki verið starfi sínu vaxnir, og svo mun vera í öllum stéttum, að það er ekki nóg að hafa próf og réttindi í viðkom- andi starfsgrein. Það er alltaf eitthvað af því fólki sem er ekki Austfirðingar Kaupmenn - Kaupfélög - Veitingastaðir Til afgreiðslu meðan birgðir endast: Kartöflur úr kæligeymslu - flest afbrigði, pakkaðar eða í 25 kg pokum Viðurkennd gæðavara Sveinberg Laxdal S 96-22307 og 96-26290 starfi sínu vaxið. Hinsvegar eru í kennarastétt jafnt sem öðrum stéttum talsvert af fólki sem er ágætlega starfi sínu vaxið, þó það hafi ekki kennarapróf. Það er alltof útbreiddur misskilning- ur að halda að próf í sérstöku fagi veiti fulla tryggingu fyrir því, að fólkið sé starfhæft. Þá er í framhaldi greinarinnar gamli söngurinn um „skammar- lega“ lág laun kennara. Þar segir orðrétt: „Vegna síversnandi kjara kennara á valdaferli síð- ustu ríkisstjórnar yfirgaf stór hluti þeirra stéttina og þeir sem starfa fara fáir út á land. Helstu ástæður eru eftirfarandi: Þjón- usta er léleg, félagslíf liggur að miklu leyti í láginni vegna óhóf- legs vinnuálags, kennarar eru oft óvinsælir og einangrast því gjarnan félagslega, og þeir fáu sem koma út á land flytja síðan burt með framfærsluvíxla á herðunum.“ Mig langar að gera athugasemd við þessa klausu: 1. Getur greinarhöfundur sagt mér hve mörg % hafa yfir- gefið kennarastéttina síðustu fjögur ár? 2. Ennþá kvarta kennarar um óhóflegt vinnuálag. Ég er kannski ekki nógu kunnugur starfi kennara til að Ieggja dóm á þessa margtuggnu fullyrðingu. En af þeim litlu kynnum af starfi þeirra, miðað við ýmsar aðrar stéttir, svo sem fiskvinnslufólk og bændur, held ég að kennarar þurfi síst að kvarta yfir slæmum kjörum. Ég hef miklu meiri samúð með þeim stéttum og einnig öllum þeim sem vinna á lágmarkstöxtum. Getur grein- arhöfundur ekki upplýst mig um eftirfarandi: Hvað eru mánað- arlaun kennara í grunnskólum og einnig framhaldsskólum há miðað við maí 1987 og hvað voru þau há í maí 1983. í fyrsta lagi byrjendalaun, í öðru lagi eftir 5 ára starf og í þriðja lagi eftir 15 ára starf? 3. Ég tel mig hafa heimildir fyrir því að laun bæði grunn- skólakennara og framhalds- skólakennara hafi hækkað síst minna á síðasa kjörtímabili en laun flestra annarra stétta, enda liafa þeir beitt verkfallsvopninu svívirðilega tvisvar á þessu ára- bili. Ef þetta er ekki rétt bið ég þig að leiðrétta það. 4. í sambandi við launakjör kennara vil ég minna á að þeir hafa miklu lengra sumarfrí en aðrar stéttir. 5. Margir kennarar sem fara út á land fá ýmis fríðindi um- fram margar aðrar stéttir j afnvel frítt húsnæði. 6. Að kennarar sem fara út á land séu óvinsælir og einangrist félagslega. Vel má vera að svo sé, en getur ástæðan þá ekki ver- ið sú að þeir séu ekki starfi sínu vaxnir, þó þeir hafi kennara- próf? 7. Að kennarar flytji af lands- byggðinni með framfærsluvíxla á herðunum. Ég hef ekki heyrt þess getið, en hugsanlega eru til dæmi um það. En er það ekki sama og í öðrum stéttum? Sumir komast vel af með sömu laun og öðrum duga alls ekki. Menn eru nefnilega mjög misjafnlega eyðslusamir. Að lokum þetta. Mín skoðun er sú að brýn nauðsyn sé að endurskoða núgildandi vinnu- löggjöf, fyrst og fremst til að fá- mennir hópar geti ekki stöðvað samgöngur eða lamað atvinnulíf í landinu eins og dæmi eru um. Einnig að takmörk séu á verk- fallsrétti kennara og heilbrigðis- stétta. Ennfremur að aðeins sé heimilt að boða verkföll ef minnst 40% atkvæðisbærra manna í viðkomandi verkalýðs- félagi eða samtökum hafi sam- þykkt það í skriflegri og leyni- legri atkvæðagreiðslu. En ekki að innan við 10% atkvæðis- bærra manna í viðkomandi fé- lagi eða samtökum samþykki verkfall eins og dæmi munu vera til um. Gilsá, 8. júní 1987, Sigurður Lárusson. Póstur og sími Símnotendur athugið Fyrirhuguðum breytingum símanúmera í fimm stafi á Austurlandi, þ. e. frá Breiðdalsvík til Bakkafjarðar, er frestað Nú er stefnt að því að breytingin fari fram í ágúst, þangað til er gamla símaskráin í gildi fyrir ofangreint svæði Umdæmisstjóri

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.