Austurland


Austurland - 18.06.1987, Page 6

Austurland - 18.06.1987, Page 6
Nýjar vörur Verslunin Nesbær Neskaupstað @7115 i! l l l l llll HÓPFERÐIR Hef til reiðu 30 — 44 manna bíla til styttri og lengri hópferða Geri verðtilboð SIGURÐUR M. BJÖRNSSON ® 7279 • Gilsbakka 6 • Neskaupstað Gunnar SU er enn við bryggju í Noregi Þegar undirritaður var á ferð í Noregi fyrir skömmu vakti kunnuglegt skip athygli hans við bryggju í Flekkefjprd. Þar reyndist vera vélbáturinn Gunn- ar SU 139 frá Reyðarfirði. Jónas Jónsson fyrrum skip- stjóri og einn af eigendum Gunnars, sagði í samtali við AUSTURLAND að báturinn hefði verið settur upp í kaupin á togaranum Snæfugli hjá skipa- smíðastöð í Flekkefjprd árið 1981. „Við þurftum þá að selja tvo báta utan, því Snæfuglinn gamli fór líka, en nú dugar mönnum að setja eitt skip úr landi“, sagði Jónas. Gunnar SU var happadrjúgt skip alla tíð en hann var smíðað- ur í Austur-Þýskalandi og kom til landsins árið 1959. Báturinn var alla tíð í eigu Reyðfirðinga og þeir eru margir sjómennirnir hér eystra sem komið hafa við sögu þessa báts. Jónas sagði að það hefði verið meining Norðmanna að selja bátinn áfram, en greinilegt væri að ekkert hefði orðið úr því og taldi hann helstu ástæðuna þá að í bátnum hefði verið jafn- straumskerfi og slíkur rafbún- aður þekktist ekki lengur og kostnaður við lagningu nýs raf- kerfis væri líklega of mikill til að slíkt þætti borga sig. Báturinn hefur látið nokkuð á sjá eftir 6 ára legu í Flekke- fjórd en að sögn Jónasar var hann allur yfirfarinn og vel útlít- andi þegar hann fór utan. 3 *! : .v.vá/nL.. 11*^1.,;»«»;.;* i/„. v*" Gunnar hvílir lúin bein við bryggju íFlekkefj0rd íNoregi. Mynd hb Jónsmessuvaka Kvenfélagsins Nönnu og Kvennadeildar SVFÍ Norðfirði verður haldin í skíðaskálanum við Oddsskarð á Jónsmessukvöld miðvikudaginn 24. júní naestkomandi Farið verður með rútu og lagt af stað frá Hafnarkaffi kl. 2000 Þær konur sem ætla að taka þátt, láti skrá sig fyrir miðvikudaginn 24. júní hjá Guðlaugu: H® 7331 - V® 7500 og Sigrúnu: H® 7136 - V® 7234 Mætum hressar, með nóg af góðu skapi í farteskinu Undirbúningsnefnd Skammt frá Gunnari mátti svo sjá nýsmíðaðan og glæsilegan togara, sem smíði er langt kom- in á fyrir Sjólastöðina í Hafnar- firði og kemur hann í stað hins fræga stefnisskorna Sjóla sem eyðilagðist í eldi.. hb Gunnar SU á Reyðarfirði skömmu áðuren hann varseldur úr landi. ^ Handknattleikur Þróttarar æfa fyrir Færeyjaför Nú eru hafnar á ný hand- knattleiksæfingar hjá Þrótti. Fyrst um sinn verða æfingar á þriðju- og fimmtudagskvöldum, bæði inni og úti. Sem kunnugt er fara Þróttarar til Færeyja í sumar, til keppni við Sandavogs íþróttafélag og er handknattleikur og knattspyma aðalkeppnisgreinamar. í athugun er að bæta blaki við þessar keppn- isgreinar, en enn hefur ekki borist svar um hvort svo verður. Þó svo að hér sé minnst á handknattleikinn í sambandi við Færeyjaverð, er það engan veginn svo að æft sé eingöngu með þá ferð í huga. Hanknatt- leikurinn hefur verið í mikilli lægð hér undanfarin ár og hefur takmörkuð stærð íþróttahússins til handknattleiksiðkunar verið aðal orsökin. Ekki er þó ein- göngu hægt að skella skuldinni á það, margir aðrir þættir spila inn í, s. s. þátttaka iðkenda í öðrum íþróttum, fá verkefni hér austanlands í handknattleik og áfram mætti telja. Við komum handknattleik hér ekki á rétta braut með stefnu á heimsóknir til eða frá Færeyjum á tveggja ára fresti, heldur verður að gera þetta að heilsárs íþrótt. Sú tíð er liðin að handknatt- leikur sé útiíþrótt, þess vegna verðum við að leggjast af alefli á þá kröfu sem fram hefur komið, margsinnis, að stækkun svo megi verða dugar ekki til íþróttahússins hafi algeran for- eindreginn vilji bæjaryfirvalda, gan í uppbyggingu íþrótta- það er ríkisvaldið sem þarræður mannvirkja á staðnum. Til að ferðinni. EG Austfirðingar! Kynnið ykkur nýjar reglur um APEX-fargjöidin í innanlandsflugi. APEX-fargjöidin eru ódýr og þægileg. Upplýsingar hjá Flugleiðum, umboðs- mönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Austfjarðaleið hf. S 7713 FLEIRI FARÞEGAR BETRI ÞJÓNUSTA Reiðhjól, Hörpumálning Thoro-múrviðgerðarefni - Póstsendum Varahlutaverslunin Vík Neskaupstað S 7776 ÞINN HAGUR OKKAR STYRKUR m Sparisjóður Norðfjarðar

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.